Gríma - 01.09.1940, Page 48
46 GUÐMUNDUR ELDRI SKÁLD I ENNISKOTI
Flestar munu vísur hans gleymdar, en í bernsku
heyrði eg margar, er honum voru eignaðar. Þessi
var ein:
Meðan flaskan full er hjá,
friði ei raskar Gvendur.
Mikið braska mun eg á
mínum Laska kenndur.
Laski var reiðhestur hans.
Þá heyrði eg honum oft eignaða þessa alkunnu
hestavísu:
Mesta gull I myrkri og ám,
mjög á Iullar grundum;
einatt sullast eg á Glám,
er hálf-fullur stundum.1)
Eftir hann er og þessi vísa, sem oft var kveðin
við börn:
Ríður senn í réttirnar
rjóður kvennaskarinn;
yfir fennur eggsléttar
alinn rennur gjarðamar.
Önnur þekkt barnavísa:
Ríður fríður rekkurinn,
rjóður, fróður, velbúinn,
keyri blakar klárinn sinn,
kvikar vakur fákurinn.
Sálmar eða andleg kvæði og eftirmæli voru einnig
til eftir hann. Man eg eftir að hafa séð eitthvað af
!) Uppruni þessarar vísu er mjög óviss, og hefi eg heyrt hana
eignaða fleirum, m. a. Jóni Ásgeirssyni á Þingeyrum, en
vísan mun þó vera eldri. Guðmundur Sigmundsson bóndi
á Litlu-Þverá, fróður maður og minnugur, sem kunni mikið
af vísum og sérstaklega hestavísum, taldi þessa vísu ótví-
rætt vera eftir Guðmund.