Gríma - 01.09.1940, Page 50
48 GUÐMUNDUR F.LDR1 SKÁLD 1 ENNISKOTl
kallaður pissíbux,1) var á ferð. Kom hann að Blöndu,
en hún var með jakaburði og ófær með öllu. Hann
vildi þó ekki láta það hefta ferð sína, heldur hljóp út
á jakahröngl og klöngraðist yfir á jökunum, eða eins
og hann sjálfur á að hafa komizt að orði, á „randa-
jaka“ (líklega mismæli fyrir jakaröndum). Sumum
fannst fátt um þetta afrek og þótti sem hér væri
frekar um fífldirfsku en frægð að ræða. En flestum
þótti þetta kraftaverk hið mesta, og varð það skáld-
um yrkisefni. Kváðu margir Randajaka-vísur. Heyrði
eg nokkrar, og voru þær allar mjög á einn veg, há-
tíðlegar mjög, og var efnið að lofa Guð fyrir mildi
hans og miskunn, er hann hefði hjálpað manninum
yfir á þennan hátt og ekki látið hann farast.
Ein af vísum þessum, sem þótti frábærlega góð,
var eftir húsfreyju eina þar í sýslu og er hún á
þessa leið:
Mœta Drottins mildin há
manninn lét ei saka;
fluttist Blöndu yfir á
einum randajaka.
Guðmundur kvað þá líka Randajaka-vísu. En
nokkuð þótti hún stinga í stúf við hinar. Er hún
svona:
Er sá dux i æði gikks,
— ekki grand nam saka —
Pissíbux var fljótur, fix,
flaut á randajaka.
Borið saman við hina vísuna, sýnir þessi allvel
skaplyndi Guðmundar og kímni, enda er sagt, að
*) Sumir halda því fram, að nafnið sé afbökun úr útlendu
nafni, en ekki hefi eg heyrt hverju. Líklegast er þó, að það
sé venjulegt viðurnefni gefið i skopi.