Gríma - 01.09.1940, Síða 54
52 GUÐMUNDUR ELDRI SKÁLD f ENNISKOTl
hratt þeim frá, er stóðu í kring, og ruddi sér braut
inn á vígvöllinn. Skoraði hún á menn að skilja þá
og sagði það vera enga meðalskömm Víðdælingum,
ef þeir stæðu hjá aðgerðalausir, svo margir sem þeir
væru, og létu mennina drepa hvorn annan. Skipuð-
ust menn þá við orð hennar, og urðu þeir skildir.
Var skotið hesti undir mótstöðumann Steins, og reið
hann burtu hið skjótasta. Var hann þá næstum því
nakinn, en þær tuskur, er eftir voru á honum, flöks-
uðust sín í hverja áttina, er hann hleypti burt.
Talsvert fékkst Steinn við að yrkja og vildi halda
til jafns við föður sinn í kveðskapnum, en þótti tak-
ast misjafnlega. Ein vísa hans er um Karvel vin
hans, sem áður er getið. Mun þá hafa sletzt eitthvað
upp á vinskapinn, því að vísan er svona:
Einskis góðs er af þér von,
um það seggir votta.
Þú ert, Karvel Kristjánsson,
kominn af Sveini skotta.
Annars er þess getið, að Steinn og Karvel oft áttu
í illdeilum hvor við annan og flugust á. Nokkru eftir
Sporðhúsa-slaginn, sem áður er getið, hittust þeir og
áttust illt við. Var þá sagt, að Steinn hefði barið
Karvel eins og harðfisk, og við hvert högg, sem
hann lét úti, sagði hann: „Eg er að borga þér fyrir
hann föður minn, h......þitt“.
Um þessar mundir var í Húnavatnssýslu maður
sá, er hét Jóhann Kröyer. Hann þótti ofláti. Hann
þótti og halda sig mjög að höfðingjum, og var sagt,
að hann hafi riðið í litklæðum. Ef til vill hefur ekki
þurft meira til þess að koma oflátungs-orðrómnum á
loft um hann. Steini var alveg sérstaklega uppsigað
við slíka menn og veittist oft að Kröyer, ef þeir hitt-