Gríma - 01.09.1940, Side 58
56 GUÐMUNDUR ELDRI SKÁLD f ENNISKOTI
ftiiðlungi gott. Áttust þeir oft illt við og reyndu að
gera hvor öðrum þær skráveifur, sem þeir gátu. Seg-
ir sagan, að ein íþrótt þeirra hafi verið sú, að þeir
skiptust til að vera á fótum á nóttum og kepptust þá
hvor um sig við að bera allan fjóshauginn fyrir bæj-
ardyrnar hjá hinum, til þess að hann skyldi verða að
vaða í gegnum hann, er út kæmi að morgni. Hvort
þeir hafi keppzt eins við að koma haugnum á túnið,
getur sagan þar á móti ekki um.
Jósías kvað þessa vísu um Stein:
Steinn á Reykjum stórbokkinn,
stoltur, hreykinn, málgefinn,
sannleik veikir seggurinn,
sífellt kveikir illindin.
En þessa vísu kvað Steinn um Jósías:
Öllum sýnist útlitsgrár,
aðburð kann að fela;
Jósías er lukkulár,
en lúmskur vel að stela.
Steinn deildi einu sinni í kaupstaðarferð við Daní-
el bónda á Þóroddstöðum í Hrútafirði; bar Steinn
lægra hlut, enda kom ekki til átaka. Um það kvað
Steinn:
Áfram gengur öskustig,
ýmsum gegnir kvöðum;
dugir ekki að deila við
Daníel á Þóroddstöðum.
Einhverju sinni kom Steinn á hreppaskilaþing að
Víðidalstungu. Einn kunningi hans undraðist að sjá
hann þar, því að yfir hálfófæra á var að fara. Steinn
svaraði með þessari vísu:
Sjálfur guð mér sendi trú
og setti mig út í hylinn.