Gríma - 01.09.1940, Side 62
60 GUÐMUNDUR ELDRI SKÁLD I ENNISKOTI
leitan bónda hefði ekki verið með öllu græskulaus,
því að það orð lék á, að presti kæmi miðlungi vel
saman við konu sína og að hann væri henni erfiður,
og svo í annan stað, að bónda hafi langað til að
heyra Sigurð eiga orðastað við prestinn sinn um
þessi mál.
Prestur tók vel orðum bónda og lofaði að koma og
tala um fyrir Sigurði. Líður nú og bíður þangað til
einn góðan veðurdag, að prestur kemur. Var honum
boðið til stofu, sem var frammi í bænum, og Sigurð-
ur sóttur. Prestur lætur hann setjast, og er enginn
viðstaddur tal þeirra nema húsbóndi Sigurðar. Prest-
ur hefur nú upp orð sín og byrjar að tala. Segir hann
frá hinum illa orðrómi, sem á leiki um sambúð Sig-
urðar við konu sína, og fer mörgum orðum um hið
illa eftirdæmi, sem slíkt gefi. Segir hann, að mann-
inum beri að virða eiginkonu sína og elska, og eins
og maðurinn eigi að vera konunnar höfuð, svo eigi
hann einnig að vera hennar hlíf og skjöldur og at-
hvarf í hvívetna. Var prestur ræðumaður góður og
fór um þetta mörgum fögrum orðum og hjartnæm-
um. Að lokum er hann orðinn bæði heitur og klökk-
ur yfir sinni eigin ræðu. Þegar prestur hefir lokið
máli sínu, verður stundar þögn. Sigurður lítur á
hann með tárin í augunum og er auðsjáanlega mjög
viknandi. Svo stendur hann upp og gengur stein-
þegjandi til dyra. Við dyrnar snýr hann allt í einu
við aftur, grípur hönd prestsins, þrýstir henni inni-
lega og segir með grátstaf í röddinni:
„Kærar þakkir, blessaður prestur minn. Þetta voru
falleg orð, og nú sé eg það bezt, hversu mikið eg hef
syndgað gagnvart bæði yður og öðrum, prestur
minn, með minni ljótu breytni, harðúð og þver-