Gríma - 01.09.1940, Blaðsíða 65
GUÐMUNDUR ÉLDRI SKÁLD I ENNISKOTI 63
sögnunum. Eins og geta má nærri, er þetta ekki nema örlítill
hluti þess aragrúa af sögnum, sem mynduðust um þessa menn.
Oft heyrði eg ömmu mína, Lilju Guðmundsdóttur, tala um
föður sinn, bræður og aðra frændur, bæði við heimilisfólk á
Brekkulæk, og eins þegar aðkomumenn voru, sem þá rifjuðu
upp gamlar endurminningar; komu þá venjulega fram I sam-
ræðunum sögur um atburði, vísur, tilsvör og skrítiur. Þeir að-
komumenn, sem eg helzt man eftir að rifjuðu slíkt upp, voru
þeir Guðmundur Sigmundsson á Litlu-Þverá og Sigurður Hall-
dórsson, sem áður er nefndur. Þá sagði Jakob Þórðarson, er
síðast bjó í Horni í Miðfirði, mér allmargar sögur af þeim
bræðrum, Steini og Sigurði, þegar eg var honum samtíða.
Fleiri heimildarmenn hirði eg ekki að greina. F. Á. B.
6.
Hvort heldur.
[Handrit Skúla Þorsteinssonar á Reykjum í Reykjahverfi].
Þegar jarðskjálftinn mikli kom í júní 1934, var
stödd í Leirhöfn á Sléttu gömul kona, er Emilía hét.
Hafði hún flakkað þar um sveitirnar og var ekki tal-
in með öllum mjalla, en þó skrítin í sér. — Þegar
fyrsti kippurinn reið yfir, hlupu allir út í ofboði,
nema kerlingin, og kom hún ekki út fyrr en kippur-
inn var nær því afstaðinn. Hún var þá spurð, hvern-
ig á því stæði, að hún hefði ekki þegar hlaupið út
nieð hinu fólkinu. Þá svaraði Emilía: „Hún amma
mín heitin hafði sagt mér eitthvað um jarðskjálfta
og þrumur. Eg mundi ekki í svipinn, hvort hún hefði
sagt, að eg ætti að fara út í þrumum og inn í jarð-
skjálfta eða þá inn í þrumum og út í jarðskjálfta!
Um þetta var eg að hugsa nokkra stund, en þá
minnti mig hálfvegis, að eg ætti að fara út í jarð-
skjálfta, svo að eg tók þann kostinn“.