Gríma - 01.09.1940, Qupperneq 66
7.
Peningastuldurinn í Felli.
[Eftir handriti Jóns Jóhannessonar fiskimatsmanns á Siglufirði].
Séra Jón Hallsson, sem um 38 ára skeið var prófast-
ur Skagfirðinga, var fæddur í Geldingaholti 1809.
Hann var sonur Halls bónda Ásgrímssonar og Maríu
Ólafsdóttur, prests frá Kvíabekk. Jón var fósturson-
ur Sigurðar Jónssonar í Krossanesi, sem við var rið-
inn Reynistaðar líkamál, svo sem um getur í þætti
Gísla Konráðssonar af Grafar-Jóni og Staðarmönn-
um. Var Sigurður auðugur, og var af ýmsum talið
víst, að hann og Björn Illugason hefðu náð pening-
um þeim, er saknað var úr tjaldi þeirra Reynistað-
arbræðra, þótt aldrei yrði neitt á þá sannað. Þegar
Sigurður dó, 29. júlímánaðar 1846, var jarðagóss
hans virt á 1560 ríkisdali. Mun hann hafa verið barn-
laus, og gaf hann mestan hluta eigna sinna þeim
Brynjólfi Péturssyni frá Miklabæ, bróður Péturs
biskups, og séra Jóni Hallssyni.
Séra Jón útskrifaðist úr Bessastaðaskóla 1835 og
vígðist vorið 1841 aðstoðarprestur séra Bjarna Páls-
sonar í Felli í Sléttuhlíð, sem þá var orðinn gamall
og hrumur, en þegar séra Bjarni lézt árið eftir, fékk
séra Jón veitingu fyrir brauðinu. Kona hans var
Jóhanna Hallsdóttir frá Hvammi í Hjaltadal, og
bjuggu þau rausnarbúi í Felli, því að efni voru næg
og prestur búhöldur góður.
Það var veturinn 1846—47, að séra Jón tók sér