Gríma - 01.09.1940, Blaðsíða 67
PENINGASTULDURINN I FELLI
65
ferð á hendur fram í Skagafjörð. Tók hann þar á
móti allmiklum peningum af Krossanes-auði og hafði
heim með sér. Þar voru á vist með presti vinnu-
menn tveir; hét annar Sveinn, ungur maður og
dugmikill, en hinn var unglingspiltur, Eiríkur Ei-
ríksson að nafni. Þeir Sveinn og Eiríkur, annar
eða báðir, komust á snoðir um það, að prestur hefði
komið heim með peninga, og sömuleiðis þriðji mað-
ur, Gísli að nafni, sonur Jóns bónda Einarssonar á
Fjalli. Var Gísli daglegur gestur í Felli, sem er næsti
bær, og í miklu uppáhaldi hjá presti, enda var hann
talinn gott mannsefni. Komst Gísli að því, að prest-
ur geymdi peningana í skattholi, sem stóð í stofu eða
skála frammi í bænum. Varð það nú ráðagerð þeirra
Gísla og Sveins að stela peningunum, og fengu þeir
til þess í félag með sér Guðmund nokkurn Bjarna-
son, sem mig minnir að væri vinnumaður á Keld-
um. Hafði Gísli alla ráðagerð fyxir þeim félögum og
ákvað nú nótt eina, er þeir skyldu fremjaþjófnaðinn.
Minnir mig, að þetta væri snemma vetrar. Svo stóð
á, að Eiríkur var rekkjunautur Sveins, og kom þeim
því saman um að fá hann með sér til stuldarins, en
leysa hann svo út með einhverju lítilræði. Var Eirík-
ur smali í Felli, og hundarnir hændir að honum;
töldu þeir sér því hagkvæmast að hafa hann með
sér, svo að hann gæti spekt hundana, ef þeir tækju
upp á því að gelta við mannakomuna.
Hina tilteknu nótt vöktu þeir Sveinn og Eiríkur,
og þeir Gísli og Guðmundur komu á vettvang.
Skiptu þeir félagar þannig verkum með sér, að Ei-
ríkur stóð á verði í göngunum, Guðmundur úti á
hlaði, en Gísli og Sveinn rufu þakið á stofunni. Mun
tíð hafa verið góð, því að þakið hafði verið þítt.
5