Gríma - 01.09.1940, Síða 69
PENINGASTULDURINN f FELLI
67
sjónixm. Kom hann að Heiði og spurði þar einnig að
sauðunum, en þar hafði þeirra ekki orðið vart. Sagði
Sveinn þá, að líklega mundu þeir hafa lent hjá þeim
sama, sem stolið hefði peningunum prestsins. Þá
bjuggu á Heiði Jóhann Þorgeirsson og Lilja Sölva-
dóttir; hún var greindarkona og skapstór. Fannst
henni Sveinn með þessum orðum sveigja að þeim
grun um peningaþjófnaðinn; þykktist hún við og bað
Guð þess heitt, að uppvíst yrði, hver sekur væri. —
Sauðirnir komu síðar fram og höfðu þeir verið í
Hrolleifshöfða, sem er beitiland frá Felli.
Slétthlíðingar fóru að áliðnum vetri ferð á Skaga
að sækja trjávið. Þar var gamall maður, greindur
og af mörgum talinn margkunnandi. Þjófnaðurinn
í Felli barst þar í tal, og spurði einn þeirra Slétthlíð-
inga karlinn, hver hann ætlaði að vera mundi vald-
ur að honum. Karl þagði við, en mælti svo stundar-
hátt: „Máltækið segir, að tófa bíti sjaldan nærri
greni, en hérna á Skaganum ber það nú við, að tófa
tekur lamb, ef það leikur sér við grenismunnann“.
Ekki hafði hann fleiri orð um þetta og lét þá Slétt-
hlíðinga hugsa hvern sem vildi, en þeir báru svar
hans heim. Mun það hafa borizt einnig presti og
hann hafa hugleitt það með sjálfum sér.
Það varð fyrst til að varpa grun á þá félaga, að
Guðmundur Bjarnason keypti hangikjötsteilur af
Þorvaldi ríka á Dalabæ og greiddi þær með tveimur
hálfdals-peningum, sem voru gamlir og nokkuð auð-
kennilegir. Gerði seljandinn Jón prest við varan, og
þóttist prestur þegar þekkja, að peningarnir væru
af þýfinu. Þá höfðu og einhverjir tekið eftir storkn-
uðum tólgardropum í göngunum á Kappastöðum, þar
sem þeir félagar höfðu skipt þýfinu; benti það til