Gríma - 01.09.1940, Blaðsíða 73
JÓN Á SVÍNAVATNI OQ JÓN EYFIRÐINGUR 71
erfinum; væri þetta aðeins lítil þóknun fyrir úthýs-
inguna í fyrra. Steig Jón Eyfirðingur á skíði og hélt
áfram norður, en bóndi þóttist ósvinnur orðið hafa,
er hann lét gabba sig, og sneri sneyptur aftur vestur.
9.
»Augun mín í Þúfunni«.
[Handrit séra Jónasar Jónassonar skólakennara. Sögn Quð-
laugs Quðmundssonar sýslumanns].
Einhverju sinni var vinnukona á bæ, og varð hún
þunguð af völdum húsbónda síns. Þegar bóndi vissi,
hvernig komið var hag hennar, hótaði hann henni
öllu illu og jafnvel að drepa hana, ef hún bæri ekki
barnið út, er það fæddist. Þorði stúlkan ekki annað
en að lofa því. Hún fór svo eitthvað út í hagann
skammt frá bænum, holaði þar innan stóra þúfu, ól
barnið þar úti, lét einhverjar dulur utan um það og
geymdi það í þúfunni. Þegar hún fékk því við kom-
ið, vitjaði hún barnsins og gaf því af mat sínum. —
Þegar töðugjöldin voru gefin um sumarið, var
skammtaður grjónagrautur, sem lengi þótti hnoss-
gæti hér á landi. Stúlkan mun hafa verið svöng, og
vistin ekki góð, því að hún gætti sín eigi fyrr en hún
hafði lokið úr askinum. En um leið og hún lét ask-
inn frá sér, varð henni að orði: „En blessuð augun
mín í þúfunni!" Heyrðu þetta allir, og við það komst
leyndarmálið upp. Þó er ekki annars getið, en að
barnið hafi verið flutt heim og fengið að lifa.