Gríma - 01.09.1940, Blaðsíða 75
DRUKKNUN SKÚLA SVEINSSONAR í GARÐI 1870 73
Kvaddi hann fólkið lauslega, því að hann bjóst við
að verða heima um páskana og leggja skipinu ekki
út fyrr en eftir hátíðina. Kona hans fylgdi honum
út í Brúavík við Laxá. — Á þriðjudag settu þeir
„Veturliða" fram og byrjuðu að flytja grjót út í
skipið í kjölfestu. Voru sex menn í förum milli skips
og lands, en sex voru frammi í skipinu til að taka á
móti.
Um miðjan dag brast á snögglega í vonzku-hríðar-
byl. Var þá hætt við að flytja fram. En þeir sex, sem
úti í skipinu voru, vildu ekki með nokkru móti yfir-
gefa það, heldur reyna að halda því á floti, ef þess
væri nokkur kostur. — Gerði nú sjógang mikinn og
veltist skipið ákaflega; fór svo, að því hvolfdi þarna
á víkinni að mönnum ásjáandi úr landi. Varð engri
björgun við komið, og drukknuðu þar allir mennirn-
ir, sem á því voru; þar á meðal voru þeir Skúli frá
Garði og Jakob, sá sem áður hafði verið formaður á
skipinu. Þótti þetta sviplegur atburður og sorglegur,
því að margir þeirra, er þarna fórust, voru dugnað-
ar- og atorkumenn og þar að auki á bezta aldri.
Um þetta leyti verzlaði hér við land danskur lausa-
kaupmaður, er Predbjörn hét; kom hann skipi sínu í
Húsavíkurhöfn flest vor. Þótti mönnum betra að
verzla við hann en selstöðuverzlunina dönsku (Ör-
um & Wulff), sem þá var svo að segja einvöld í hér-
aðinu. Þyrptist því fólk úr sveitunum til Húsavíkur,
þegar fréttist um komu skipsins þangað. — Eitt vor,
skömmu eftir þennan atburð, sem fyrr er frá sagt,
var ekkja Skúla Sveinssonar, Kristjana Flóvents-
dóttir, stödd frammi á skipi Predbjörns kaupmanns,
ásamt fjölda mörgu öðru fólki; var verzlað uppi á
skipinu. Þar var einnig stödd öldruð kona utan af