Gríma - 01.09.1940, Page 76
74 DRUKKNUN SKÚLA SVEINSSONAR í GARÐI 1870
Tjörnesi, er Elín hét; var hún talin skyggn, og eru til
margar sögur um skyggni hennar. Þegar hún er
stödd þarna á skipinu, sér hún, að bátur kemur fyrir
Húsavíkurhöfðann; er honum róið knálega og þegar
að skipshlið er komið, ganga mennirnir úr honum
upp á skipið — sex að tölu. Ekki sáu þá aðrir menn
en Elín. Lýsti hún mönnum þessum nákvæmlega og
þó sérstaklega einum þeirra; sagðihún, aðhannhefði
haldið sig aðallega að konu einni, sem á skipinu var,
og sýnt henni mikla ástúð, jafnvel strokið hár henn-
ar nokkrum sinnum. Þekkti hún ekki konu þessa og
hafði ekki séð hana áður. En það var einmitt Krist-
jana, ekkja Skúla Sveinssonar. Og það þóttust kunn-
ugir þekkja af lýsingu Elínar, að þar mundi Skúli
sjálfur verið hafa, ásamt félögum sínum, þeim sem
drukknuðu á Héðinshöfðakrók vorið 1870,
11.
Draugavörn.
[Handrit Ingibjargar R. Jóhannesdóttur. Sögn Guðrúnar syst-
ur hennar, 1907]
Það var einu sinni, þegar Guðrún systir mín var
unglingur, að hún var að grúska í gömlum blöðum í
skattholi föður síns. Fann hún þar gamalt og gulnað
blað, skrifað með ill-læsilegri fljótaskrift. Gat hún
um síðir stafað sig fram úr því, og var það versið
„Draugavörn“. Hún fór með það til föður míns, og
sagði hann henni þá þessa sögu:
Einu sinni voru tveir eyfirzkir menn, sem deildu