Gríma - 01.09.1940, Page 77
DRAUGAVÖRN
75
um sömu konu. Bar annar þeirra hærra hlut, en hinn
varð frá að hverfa. Sá síðarnefndi heitaðist við
keppinaut sinn og skömmu síðar dó hann skyndilega.
Eftir það hafði sigurvegarinn engan frið fyrir ásókn
hins dauða og leitaði loks í vandræðinn sínum tii
prests þess, er Eldjárn1) hét. Tjáði hann presti raun-
ir sínar og bað hann liðsinnis. Gaf prestur honum þá
vers, sem ritað var á blað, með þeim ummælum, að
hann skyldi ætíð bera það á sér, og mundi hann þá
ekki saka. Versið var þannig:
Drottins hsegri hönd
haldist yfir mér;
friður hins hæsta
faðmi mig að sér.
Verndin vængja hans
veri minn hlífðarkrans;
englar Guðs mín gæti víst til sanns.
Jesú dauði dýr,
dreyri hans og sár
bezt mig blessi hýr
bæði sið og ár.
Guðs góður andi
gleði og náð mér sendi;
sál, líf og æra sé f Drottins hendi.
Gekk allt vel í nokkur ár, og var maðurinn laus
við allar ásóknir. En einu sinni fannst hann dauður
einhversstaðar á leiðinni milli Akureyrar og
Hvamms. Hafði hann þá ekki gætt þess að bera á
sér Draugavörn.
U Sé nafnið rétt hermt, getur ekki verið um annan prest að
ræða en séra Eidjárn Jónsson, sem var prestur á Möðru-
vallaklaustri 1721—25, /. R.