Gríma - 01.09.1940, Side 78
12.
Draugurinn í Kálfavík.
[Handrit Jóhanns Hjaltasonar].
Á síðara hluta 19. aldar bjó sá maður í Kálfavík
í Skötufirði, er Benedikt hét og var Þorleifsson.
Hann var sjósóknari mikill og gildur bóndi, afrenndur
að afli og óbilandi að kjarki og hörku. Ölkær var
hann nokkuð, svo sem þá var títt, og þótti hann illur
og ófyrirleitinn við vín. Honum fylgdi lengi draugur
sá, er kallaður var Kálfavíkur-móri eða draugurinn
í Kálfavík. Um uppruna draugsins er þessi saga:
Það var eitt sinn í sumarkauptíð, að Benedikt var
staddur á ísafirði og sat að drykkju inni hjá Ved-
holm gamla veitingamanni. Þegar Benedikt stóð upp
frá drykkjunni og var að ganga út frá Vedholm, bar
þar að dreng eða unglingspilt með hest í taumi, og
var hesturinn með öllum reiðtygjum. Pilturinn
spurði Benédikt, hvort eigandi hestsins væri þar
eigi inni staddur, og sagðist hafa átt að færa honum
hann. Benedikt kvað hann eigi þar vera, en bað pilt-
inn að ljá sér hestinn niður í Neðsta.1) — Var þá
nokkuð öðruvísi umhorfs en nú á ísafirði, byggð
minni og strjálli, engar verulegar götur eða stein-
a) Þ. e. Neðstakaupstað, sem svo var og er enn nefndur í dag-
legu tali, þótt nú sé þar engin verzlun.