Bændablaðið - 09.02.2017, Page 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2017
Sápa, eins og fleiri hreinlætis-
vörur, þykja sjálfsagður og
eðlilegur hlutur í samfélagi sið-
menntaðra manna. Hún er til
margra hluta nýtileg.
Fólk vaskar upp, sturtar sig með
alls konar efnum, laugar hendur
sínar og jafnvel notar sápu til að
auðvelda sér að umfelga dekk í
sveitum landsins þar sem viðeig-
andi tækja nýtur ekki við. Það er
því ekki úr vegi að líta aðeins á
sögu þessa merkilega efnis.
Elstu heimildir um sápu eru um
4200 ára gamlar. Fundist hafa leir-
töflur frá Babýloníumönnum með
uppskriftum að sápu frá því um
2200 fyrir Krist. Þeir settu tóninn
fyrir komandi aldir og kynslóðir
en uppskriftin var einfaldlega vatn,
basi og jurtaolía og var sápa þeirra
að mestu notuð í vefnaðariðnaði.
Forn egypskur læknisfræðilegur
papírus, þekktur sem Ebers papír-
us, lýsir uppskrift að mixtúru sem
mælt var með að fólk notaði til
meðferðar á húðsjúkdómum og
til almennra líkamsþvotta. Skjöl
frá þessum tíma benda einnig til
að þeir hafi notað sápu í vefnað-
ariðnað.
Eins og svo margt annað er
orðið sápa, eða á latínu sapo,
ættað frá rómverjum til forna.
Orðið kemur fyrst fyrir í bók
eftir rómverskan náttúrufræðing
í kringum árið 80 e. Krist, en þar
lýsir hann framleiðslu á sápu úr
ösku og tólg. Sögur segja að sápa
sé nefnd í höfuðið á fjallinu sapo,
talið er að þar hafi dýrum verið
fórnað til að friðþægja guðina en
fita úr þeim dýrum sem fórnaði
hafi verið var blandað saman við
ösku til að búa til umrædda sápu.
Í bókinni talar hann þó ekki um
sápu sem hreinlætistæki heldur
talar um að Vestur-Evrópubúar,
þá aðallega karlmenn, hafi notað
efnið til að móta hár sitt. Á þess-
um tíma höfðu Rómverjar þann
háttinn á að þeir nudduðu olíum
á líkama sinn og skófu síðan af
ásamt óhreinindum með eins
konar sköfu. Fljótlega fór þó að
bera á sápunni sem hreinlætisvöru
og vinsældir hennar jukust mikið á
2. öld e.k Krist. Ritaðar heimildir
frá þessum tíma tala um að bestu
sápurnar hafi verið framleiddar í
Vestur- og Norður-Evrópu.
Á miðöldum var framleiðsla
orðin töluverð. Sápugerðarmenn á
6. öld í Napólí mynduðu stéttarfé-
lög og á 8. öld var sápugerðarlistin
orðin vel þekkt um alla Ítalíu og
á Spáni, þar sem Spánverjar voru
leiðandi í sápugerð. Framleiðsla
á sápu hófst ekki fyrr en um árið
1200 í breska konungsríkinu og
var verkinu lýst sem kvenmanns-
verki eða aukabúgrein góðra
iðnaðarmanna svosem eins og
bakara, smiða og járnsmiða.
Fram að iðnbyltingunni
var framleiðsla erfið og ekki
stunduð í mikilli fjöldafram-
leiðslu. Nokkrar franskar borgir
til dæmis Marselíuborg voru mið-
stöð sápuframleiðslu og þjónuðu
því hlutverki að dreifa hreinlæti
til samlanda sinna. Í Englandi
var megnið framleitt í Lundúnum
fyrir Bretland. Fljótandi sápa
eins og við þekkjum í dag kom
ekki fram á sjónarsviðið fyrr en
árið 1865 þegar maður að nafni
William Sheppard sótti um
einkaleyfi. Annar maður að nafni
B. J. Johnson þróaði sápu og setti
markað árið 1898 sem hann kall-
aði „palmolive“. Vinsældir henn-
ar voru svo gífurlegar að ákveðið
var að endurnefna fyrirtækið
„palmolive“. Á þeirri rúmu öld
sem liðin er frá því hefur margt
gerst, skoðið bara rekkann í næstu
matvöruverslun.
/Jóhannes Frímann Halldórsson
Sálin verður
ekki þvegin
Þingvallanefnd hefur ákveðið að
fella og uppræta áratuga gömul
grenitré næst Valhallarreitnum.
Helstu rökin fyrir því að fella trén
eru að þau hafi „slæm sjónræn
áhrif“ á ásýnd þjóðgarðsins.
Forsaga skógarfellingarinnar er
að ríkissjóður hefur keypt 72 ára
gamlan sumarbústað sem til stendur
að rífa. Samhliða því að rífa sum-
arbústaðinn hefur verið ákveðið að
fella áratuga gömul grenitré sem
standa á lóðinni hjá honum.
Ólafur Örn Haraldsson þjóð-
garðsvörður segir í bréfi til forsætis-
ráðuneytisins að Þingvallanefnd
hyggist rífa húsið og „uppræta og
fjarlægja greniskóginn“.
Fyrr í sumar var greint frá því að
fella eigi hátt í þrjú hundruð barrtré
á Þingvöllum á næstu árum.
Gríðarlegt jarðrask
Samkvæmt orðanna hljóðan á ekki
eingöngu að fella greniskóginn á
Valhallareitnum heldur einnig að
grafa burt allar rætur trjánna. Það að
fjarlægja rætur gamalla trjáa hefur
í för með sér gríðarlegt jarðrask.
Fjarlægja þarf tugi ef ekki hund-
ruð rúmmetra af jarðvegi sem þarf
síðan að flytja burt og síðan flytja að
annan jarðveg í staðinn til að lagfæra
skemmdirnar.
Ekki krafa UNESCO
Helstu rökin sem notuð hafa verið
þegar greni og fura hefur verið
felld innan Þingvallagarðsins eru
að eftir að garðurinn var settur á
Heimsminjaskrá UNESCO hafi
verið gerð krafa um að þar megi ekki
finnast plöntur af erlendum uppruna.
Þar er átt við plöntur sem ekki teljast
til íslenskrar flóru og þá væntanlega
plöntur sem ekki eru skráðar með
ríkisborgararétt í fyrstu útgáfu af
Flóru Íslands eftir Stefán Stefánsson
sem kom út árið 1901.
Þetta er rangt. UNESCO gerir
ekki slíkar kröfur og hefur aldrei
gert.
Aðalsteinn Sigurgeirsson, fag-
málastjóri Skógræktarinnar, sagði
í samtali við Bændablaðið að
UNESCO hafi ekki gert kröfur um
slíkar trjáfellingar þegar Þingvellir
voru teknir inn á heimsminjaskrá árið
2004. „Það að slíkt var ákveðið var
einhliða ákvörðun Þingvallanefndar
sem lét í veðri vaka að slíkt væri að
frumkvæði UNESCO.“
Kew-grasagarðurinn er á
heimsminjaskrá
Sama ár og Þingvellir voru tekn-
ir á heimsminjaskrá var Kew-
grasagarðurinn í London tekinn inn
á skrá UNESCO en sá garður er
eitt stærsta safn erlendra plantna í
heiminum og alþjóðleg rannsókna-
miðstöð í grasafræði. Við innvígslu
Kew á heimsminjaskrá var ekki farið
fram á að ein einasta erlend planta
væri fjarlægð úr garðinum.
Sögufölsun
Sú árátta að fjarlægja öll barrtré og
tré sem teljast geta verið innflutt á
Þingvöllum er stórfurðuleg og líkist
einna helst sögufölsun náttúruminja.
Barrtrén á Þingvöllum voru á sínum
tíma gróðursett í góðri trú og hafa
um áratugi glatt augu þjóðgarðsgesta
og af og frá að þau hafi á nokkurn
hátt haft „slæm sjónræn áhrif“ á
ásýnd garðsins. Slíkt er firra.
Talsvert var fellt af gömlum og
háum grenitrjám á sama reit árið 2006
með samþykkt Skógræktarinnar.
Trén hafa fyrir löngu unnið sér
þegnrétt þar sem þau standa. Fegurð
Þingvalla felst ekki síst í náttúrulegri
fjölbreytni og trjánum sem þar eru,
hvort sem það eru sumargræn lauftré
eða sígræn barrtré. /VH
Þingvellir helgasti reitur Íslendinga:
Áratuga gamall greniskógur „upprættur“
STEKKUR
SKIPULAGSMÁL
Þessi mynd var tekin 11. júlí 2009, skömmu eftir bruna Hótels Valhallar. Þarna má glöggt sjá hluta grenitrjáa sem mörgum hverjum var plantað fyrir fæðingu
Myndir /HKr.
Ekki krafa UNESCO
„Helstu rökin sem notuð
hafa verið þegar greni og
fura hefur verið felld innan
Þingvalla garðsins eru að eftir
að garðurinn var settur á
Heimsminjaskrá UNESCO hafi
verið gerð krafa um að þar
megi ekki finnast plöntur af
erlendum uppruna.
Þar er átt við plöntur sem
ekki teljast til íslenskrar flóru
og þá vænt-
a n l e g a
plönt ur sem
ekki eru
skráðar með
ríkisborgara-
rétt í fyrstu
útgáfu af Flóru Íslands eftir
Stefán Stefánsson sem kom
út árið 1901.
Þetta er rangt, UNESCO
gerir ekki slíkar kröfur og hefur
aldrei gert.”