Bændablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2017
til haga ættum og skyldleika fjárins
áður en formleg skráning hófst.
Ný nafnakyn
Viðar segir að annað slagið gerist
það að til verði ný nafnakyn. „Slíkt
á aðallega við um aðkomukindur og
þegar krakkarnir hafa fengið kindur
og viljað sjálf gefa þeim nafn.
Ég kom að Kaldbak um árið 1980
og með fáeinar kindur með mér frá
Árnagerði í Fljótshlíð. Þær voru
kallaðar Gránukynið þar sem þær
voru undan grárri rollu sem ég átti
einu sinni.
Ein greinin af Gránukyninu, sem
kallast Larissukynið, bar eingöngu
rússnesk nöfn eins og Garúska,
Babúska, Volga og Moskva og ætt-
móðirin hét auðvita Larissa í höfuðið
á eiginkonu Boris Spassky. Þegar við
vorum uppiskroppa með slík nöfn
varð til ný grein sem bar eingöngu
prinsessu- og drottningarnöfn, mest
norsk og dönsk.
Það er því engin ákveðin regla um
það hvernig ný nafnakyn verða til.
„Við ákveðum það bara sjálf þegar
okkur hentar og stundum endurnýt-
um við nöfn eftir að kindur eru felld-
ar eða drepast.“
Amboða og fiskanöfn
Önnur nafnakyn sem gaman er að
nefna eru ær sem heita eftir amboð-
um. Þar má nefna Hrífu, Skóflu,
Kvísl, Reku, Ausu, Skeið, Sög,
og Geispa eftir áhaldi sem notað
er til að gróðursetja smáplöntur.
Annað kyn var nefnt eftir eyjum við
Noregsstrendur.
„Eldri dóttir okkar fékk kind
með Klönku-nafninu í tannfé og
viðhélt þeirri nafnahefð með því að
setja ávaxtanafn framan við og hétu
kindurnar hennar nöfnum eins og
Ferskjuklanka og Plómuklanka.
Yngri dóttir okkar ákvað aftur á
móti að nefna sínar kindur eftir fisk-
um og hafa þær heitið nöfnum eins og
Ýsa, Rækja, Síld, Lúra, Flyðra, Lúða,
Skata og Bleikja,“ segir Sigríður.
Yfirfært á hrossin
Viðar segist stundum nota svipað
kerfi á hrossin á Kaldbak eins og
notuð eru á sauðféð. „Eitt nafna-
kynið eru afkomendur Sunnu en
hennar afkvæmi hafa fengið nöfn
eins og Sólar, Sólon, Sól og Sóllilja.
Akafía og Dimitría
Viðar og Sigríður segjast hafa mjög
gaman af því að gefa ásetningunum
á haustin nöfn. „Stundum gengur
nafnagjöfin eins og í sögu en stund-
um er hún erfiðari. Okkur tekst líka
misjafnlega upp og stundum eru
nöfnin venjuleg og margnotuð en
stundum frumleg og jafnvel bráð-
fyndin.“
Sigríður segist hafa verið mjög
ánægð með nöfnin á systrum sem
settar voru á í haust af Larissukyni.
„Þær eru dætur Alínu og heita
Akafía og Dimitría.“
/VH
Dæmi um nokkur Klönkunöfn á ám frá Kaldbak.
Hluti ættartrés Hæ-kynsins í Fjárvís. Hæ-Ísafold sem er fædd vorið 2016 er
13. liður í beinan kvenlegg frá Hæ-Móru, ættmóður Hæ-kynsins, sem var
fædd 1964.
Gemlingurinn Yrsa fyrir miðri mynd.
Arna opnar ís- og kaffibar á Eiðistorgi:
Laktósafríi ísinn fellur í kramið
„Við opnuðum 5. nóvember
síðastliðinn og getum ekki sagt
annað en að þetta byrji vel,“ segir
Arna María Hálfdánardóttir,
sem rekur Örnu ís- og kaffibar á
Eiðistorgi á Seltjarnarnesi.
„Allar vörurnar hjá okkur eru
laktósafríar og eru notaðar Örnu-
mjólkurvörurnar til þess.
Arna mjólkurvinnsla framleiðir
svo allan ís fyrir okkur.
Hugmyndin að laktósafrírri
ísbúð kom til þegar endurteknar til-
raunir til þess að koma laktósafrírri
ísblöndu í ísbúðir sem nú þegar eru
til staðar báru ekki árangur,“ segir
Arna um aðdragandann að því að
Arna ís- og kaffibar var opnað.
Lokaverkefnið viðskiptaáætlun
fyrir ís- og kaffibarinn
Arna María er dóttir Hálfdáns
Óskarssonar, framkvæmdastjóra
og eiganda Örnu mjólkurvinnslu,
og hefur verið viðloðandi fyrirtæk-
ið frá byrjun en fyrirtækið fagnaði
þriggja ára starfsafmæli í september
síðastliðinn.
„Ég hef bæði verið að vinna á
skrifstofunni fyrir vestan yfir sumar-
tímann en einnig í markaðsmálum og
öðru tilfallandi samhliða skólanum
hérna fyrir sunnan.
Ég lauk námi í viðskipta- og
markaðsfræði síðasta vor og var
lokaverkefnið mitt einmitt markaðs-
og viðskiptaáætlun fyrir laktósafría
ísbúð og kaffihús.“
Góðar viðtökur
Eigandi Örnu ís- og kaffibars er
Jón von Tetzchner. „Jón er frá
Seltjarnarnesi og hefur verið að
fjárfesta og vinna að uppbyggingu á
nesinu, hann stofnaði meðal annars
sprotasetrið Innovation House sem
er líka staðsett á Eiðistorgi.
Honum þótti húsnæðið vera til-
valið til að hrinda hugmyndinni um
laktósafría ísbúð í framkvæmd og
var í framhaldinu ákveðið að setja
á fót laktósafrítt kaffihús og ísbúð.
Þetta fer bara mjög vel af stað hjá
okkur og við höfum fengið góðar
viðtökur.
Íbúar á Nesinu hafa verið dug-
legir að koma sem og annars staðar
frá en eins höfum við verið að fá til
okkar eitthvað af hópum, sem er
mjög skemmtilegt.“
Átta ístegundir í boði í einu
„Við erum alltaf með átta ístegundir
í borðinu í einu, en við erum með
fjölbreyttar bragðtegundir. Við
erum með þessa hefðbundnu kaffi-
drykki, ýmislegt meðlæti, brauð,
kökur og annað bakkelsi en eins
bjóðum við upp á súpur, samlokur
og fleira. Við reynum að hafa fram-
boðið af veitingum sambærilegt og
boðið er upp á í hefðbundnum ísbúð-
um og kaffihúsum.“
Ís- og kaffibarinn Arna er opinn
virka daga frá níu á morgnana til níu
á kvöldin en tíu til níu um helgar.
/smh
Fjórar af átta ístegundum sem voru í boði þegar ljósmyndari kom í heimsókn. Myndir / smh