Bændablaðið - 09.02.2017, Side 41

Bændablaðið - 09.02.2017, Side 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2017 Umsókn um orlofsdvöl Undirrituð/Undirritaður sækir hér með um: Umsóknina skal senda fyrir . mars nk. rafrænt á netfangið ho@bondi.is eða á póstfang Bændasamtaka Íslands: Bændahöllin v/Hagatorg, 107 Reykjavík, merkt Orlofsdvöl sumarið 201 Sumarið 201 Nafn umsækjanda Kennitala Heimilisfang Símanúmer Undirskrift félaga og dagsetning Póstnúmer og staður Hefur þú áður fengið úthlutað orlofsdvöl í sumarhúsi hjá Bændasamtökunum? Já Nei Orlofsdvöl að Hólum - Tímabilið: Orlofsdvöl á Flúðum - Tímabilið: Hér að neðan er að finna umsóknareyðublað um orlofsdvöl í húsunum að Hólum í Hjaltadal og á Flúðum, Hrunamannahreppi sumarið 201 . Það gildir fyrir félaga í búnaðarsamböndum og/eða búgreinafélögum sem eiga aðild að BÍ – Frestur til að skila inn umsóknum rennur út . mars 201 . Það ríkti mikil gleði á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu 27. janúar sl., þegar átta vel búnar hjúkrunaríbúðir í nýrri hjúkr- unardeild voru formlega teknar í notkun. Nýja hjúkrunardeildin er í nýrri 600 fermetra viðbyggingu sem Smíðandi á Selfossi sá um að byggja af miklum myndarskap. „Við erum í skýjunum með nýju bygginguna en með henni eiga nú allir íbúar hjúkrunarheimilisins kost á einbýli en deildin er hönnuð með þarfir heilabilaðra að leiðarljósi. Skipulag deildarinnar byggist á viðmiðum velferðarráðuneytisins um hjúkrunarheimili þar sem áhersla er lögð á fámennar hjúkrunareiningar og heimilislegar aðstæður,“ segir Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, hjúkr- unarforstjóri á Lundi. Vígslan var afar hátíðleg en auk ávarpa Óttars Proppé heilbrigðisráð- herra fluttu tölu Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri og Drífa Hjartardóttir, stjórnarformaður Lundar, en vígsl- unni stýrði Margrét Ýrr og séra Elína Hrund Kristjánsdóttir í Odda bless- aði húsið. Karlakór Rangæinga undir stjórn Guðjóns Halldórs Óskarssonar söng tvö lög við góðar viðtökur. /MHH Átta ný herbergi á Lundi á Hellu Hér er verið að klippa á borðann þegar nýja viðbyggingin var formlega opnuð en á myndinni má sjá f.v. Egil Sig- urðsson, oddvita Ásahrepps, Trausta Runólfsson, íbúa á Lundi, Margréti Ýri Sigurgeirsdóttur, hjúkrunarforstjóra Lundar, Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra, Drífu Hjartardóttur, stjórnarformann Lundar, Þóru Þorsteinsdóttur, íbúa á Lundi og Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóra Rangárþings ytra. Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson. Mótorar og varahlutir á lager Hröð og góð þjónusta Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON á ÍSLANDI MHG VERSLUN EHF 544-4656 - MHG.IS JEPPADEKK Í MIKLU ÚRVALI 590 2045 | BENNI.IS 561 4200 / NESDEKK.IS Bændablaðið á bbl.is og líka á Facebook Smáauglýsingar 56-30-300

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.