Bændablaðið - 09.02.2017, Qupperneq 44

Bændablaðið - 09.02.2017, Qupperneq 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2017 Vanda þarf til verka svo að áburðardreifingin verði sem jöfn- ust. Mikill breytileiki í dreifingunni gerir það að verkum að hluti túns- ins fær of lítinn áburð, sem dregur úr uppskeru, og hluti túnsins fær of mikinn áburð. Í þeim tilvikum sem hluti túnsins fær of mikinn áburð getur nýting hans orðið mjög tak- mörkuð, sérstaklega þegar borinn er á hámarks áburðarskammtur. Áburðardreifarinn, gerð hans og stilling ásamt veðurfari ráða miklu um gæði áburðardreifingarinnar. Allt eru þetta þættir sem hægt er að hafa nokkra stjórn á þegar kemur að dreifingunni. Í það minnsta er hægt að velja þá daga sem veðurfar er lík- legt til að hafa sem minnst áhrif á dreifinguna og síðan fylgja leiðbein- ingum um stillingu áburðardreifarans eins og kostur er. Það er nokkuð sama hvaða rann- sóknir við lesum varðandi dreifigæði áburðar. Dreifigæði einkorna áburðar eru alltaf meiri en fjölkorna áburð- ar. En hvers virði eru þessi auknu dreifigæði? Sá samanburður er ekki einfaldur. Hér skiptir máli hvers- konar uppskeru um ræðir. Bygg er t.d. frekar viðkvæmt fyrir röngum áburðarskömmtum einkum vegna þess að of hár skammtur köfnunar- efnis getur tafið fyrir þroska og aukið hættu á því að akurinn fari í legu. Eftir því sem vinnslubreidd áburðardreifara verður meiri þeim mun ríkari kröfur verður að gera til gæða áburðarins. Hér skiptir mestu máli jöfn kornastærð og styrkleiki korna. Ef áburðargæðin eru mjög léleg þá geta kornin einfaldlega molnað þegar þau kastast af dreifi- skýfunni. Þá þyrlast upp ryk fyrir aftan áburðardreifann og engin leið er að segja til um hvernig áburður- inn dreifist eða hvort hann nýtist yfir höfuð. Virkt upptökusvæði næringarefna hjá grösum er ekki meira en sem nemur 4-8 cm þvermáli hrings út frá plöntunni. Hér er auðvitað hægt að finna nokkurn breytileika sem skýrist af mismunandi eiginleikum grasa, jarðvegsgerð og rakastigi. Það gefur því auga leið að það skipt- ir öllu máli að dreifing áburðar sé vönduð til að tryggja jafnt aðgengi allra næringarefna. Efir því sem áburðarskammtur- inn minnkar þeim mun meiri hætta er á því að ójöfn dreifing næring- arefna komi niður á uppskerunni. Einfaldlega vegna þess að það verð- ur lengra á milli áburðarkornanna. Sérstaklega á þetta við um næring- arefni sem borið er á í litlu magni, eins og selen. Við hefðbundinn tún- skammt þar sem borin eru á 500 kg/ ha af áburði, sem inniheldur 0,0015% Se, er selen magnið aðeins 7,5 g/ha. Innan virks upptökusvæðis hverr- ar plöntu eru því aðeins 0,0021 mg selen. Selen er því nánast ómögu- legt að bera á, þannig að viðunandi dreifigæði nást, nema að það sé að finna í öllum áburðarkornum. Bestu dreifingu næringarefna náum við með einkorna áburði. Einkorna áburður er alltaf dýrari í framleiðslu og innkaupum en fjöl- korna áburður. Sá munur skilar sér hins vegar tilbaka með ýmsum hætti. Meðal annars í aukinni og jafnari uppskeru sem næst með jafnari dreifingar næringarefna og ekki síður þeirri staðreynd að gæði einkorna áburðar tryggja það að í honum er minna ryk og kögglar sem síðan gerir það að verkum að auðveldara er að vinna með hann. Heimildir: • Anvendelse af mekanisk bland- ede gødning. 2015. Farmtest maskiner og plantalv nr. 140. SEGES. • Horrell, R., Metherell, A.K., Ford, S., Doscher, C., (1999). Fertiliser evenness - losses and costs: a study on the economic benefits of uniform applications of fertiliser. Proceedings of the New Zealand Grassland Association 61: 215–220. • H. G. Lawrence & I. J. Yule  field variation in fertiliser app- lication, New Zealand Journal of Agricultural Research, 50:1, 25-32, • Lundin G & Rydberg A. 2010 Jämn fördelning av konstgödsel och kalk JTI-rapport 391 Á FAGLEGUM NÓTUM Einkorna áburður tryggir jafna dreifingu næringarefna Unnsteinn Snorri Snorrason Syðstu-Fossum unsnsn@gmail.com Aukahlutir fyrir fjórhjól Mikið úrval aukahluta fyrir flestar tegundir fjórhjóla Farangurskassi aftan Kr. 75.000,- Byssutaska fóðruð Kr. 38.083,- Áhaldafesting par Kr. 14.269,- Kassi framan Kr. 59.900,- Brettistaska Kr. 9.869,- Hjálmar og lambhúshettur Frá kr. 25.540,- Álkassi Kr. 78.393,- Kassi aftan m/hlera Kr. 78.632,- Plastkassi aftan Kr. 27.015,- Skyggni Kr. 39.900,- Farangursnet Kr. 4.720,- Hlífðargleraugu Kr. 5.930,- Farangurskassi framan Kr. 43.900,- Farangurskassi framan Kr. 43.900,- Fjórhjóla sliskjur Kr. 48.900,- Nýrnabelti Kr. 7.990,- Frá kr. 2.990,- Austur vegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Fjallskil Umræða um fjallskil og smalanir hefur verið nokkur upp á síðkastið, aðallega á bændasíðum Facebook. Þessi mál hafa þróast mjög á verri veg síðustu ár og er þar sennilega fyrst og fremst um að kenna færra fólki til sveita og bættu tíðarfari. Þetta er hins vegar ekki staða sem hægt er að una við og verður að gera átak í að laga. Það eru fyrst og fremst bændur sem eiga að sjá sjálfir um að þessi mál séu í lagi. Það getur aldrei raun- verulega orðið á ábyrgð einnhverra annarra að þessu sé sinnt með viðun- andi hætti. Þó svo að sveitarfélögin beri hina lögformlegu ábyrgð þá ætti hún að einskorðast við að grípa inn í þar sem málin eru í algjörum ólestri. Enda er það svo eftir sameiningu sveitarfélaga að það er víða afar tak- mörkuð þekking á þessum málum hjá stjórnendum sveitarfélaga, og áhuginn oft á tíðum enn minni. Samtök bænda, hverju nafni sem þau nefnast, sinna þessum málum einnig, eftir því sem við á, og má minna á ályktun frá Búnaðarþingi 2016 um málið. Það hefur líka verið reynt að liðsinna mönnum eftir því sem hægt er af starfsmönnum BÍ. Þar er vert að nefna sérstaklega þátt Ólafs Dýrmundssonar, fyrrverandi starfsmanns BÍ, sem sinnti þessu með ýmsum hætti meðan hann var starfandi. Framkvæmd þessara mála er með nokkuð misjöfnum hætti á milli héraða en þar sem menn eru í þeirri stöðu að vera að fara ferðir til fjalla jafnvel langt fram á þorra eða góu og koma með tugi fjár með sér heim, er nauðsynlegt að staldra við og finna leiðir til úrbóta. Við eigum ekki að una því að fé sé í stórum stíl á útigangi langt fram eftir vetri. Það er dýravelferðarmál. Það felst í því ábyrgð að eiga skepnur. Eitt af því sem tilheyrir því að vera fjárbóndi er að menn tryggi sínum bústofni fóður og skjól. Í því felst að kindur eiga að vera undir manna höndum yfir veturinn. Það getur engin yfirtekið þessar skyldur bóndans. Einar Ófeigur Björnsson sauðfjárbóndi og stjórnarmaður í BÍ Einar Ófeigur Björnsson.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.