Bændablaðið - 09.02.2017, Page 48

Bændablaðið - 09.02.2017, Page 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2017 Við tókum við ábúð á jörðinni 1. febrúar 2011. Föðurbróðir Lindu og fjölskylda hans bjuggu á jörðinni á undan okkur og voru með loðdýr og um 100 kindur. Foreldrar Lindu búa á bænum Teigaseli 1 sem er næsti bær innan við Teigasel 2. Linda Björk er húsasmiður og búfræðingur frá Hvanneyri og Jón Björgvin er þúsundþjalasmiður. Loðdýrahúsin í heild eru um 3.500 fermetrar. Haustið 2011 inn- réttuðum við eitt refahúsið sem fjár- hús og einungruðum loftið á því húsi 2012. Við nýtum öll húsin eitthvað en nýtingin mætti vera betri. Gömlu fjárhúsin eru eingöngu notuð sem sauðburðarhús. Býli: Teigasel 2. Staðsett í sveit: Jökuldal, Fljótsdalshéraði. Ábúendur: Jón Björgvin Vernharðs- son og Linda Björk Kjartansdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum þrjú börn: Heiðdísi Jöklu (5 ára), Snærúnu Hröfnu (3 ára) og Fannar Tind (1 árs) og svo eru hund- urinn Tríton og kötturinn Búi. Stærð jarðar? Jörðin er um 1.110 ha. Gerð bús? Sauðfjárbú. Fjöldi búfjár og tegundir? Við erum með rétt rúmlega 500 kindur á vetrarfóðrum og einnig erum við með nokkrar endur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er nú eiginlega ekki til „hefð- bundinn vinnudagur“ í sveitinni. En á veturna eru gjafir kvölds og morgna og ýmislegt gert milli gjafa. Á haustin er Jón Björgvin að vinna í hlutastarfi við fjárkeyrslu í slátur- hús og eftir það tekur við rúningur fram í desember og svo snoðrúning- ur í mars. Linda Björk sér að mestu leyti um gjafir yfir rúningsverktíð- ina ásamt því að annast börnin og heimilið. Anna Birna, móðir Jóns, er hjá okkur á sauðburði. Einnig eigum við góða að í göngum og réttum á haustin, sem er alveg ómetanlegt. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemtilegasta sem við gerum er sauðburður og heyskap- ur, sem er í samvinnu við foreldra Lindu – og svo fjárrag á haustin. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við verðum með svipaðan fjár- fjölda og stefnum á að bæta húsa- kost og aðstöðu ásamt því að laga og stækka girðingar. Einnig að vera búin að bæta tré- og járnsmíðaað- stöðuna í aðstöðuhúsunum. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Bændaforystan og félagsmál bænda eru bændum afar mikilvæg. Hvernig mun íslenskum landbún- aði vegna í framtíðinni? Á maður ekki að vera bjartsýnn og spá að land- búnaði muni vegna betur en nokkurn tímann áður? Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Góð sala á íslenskum búvörum hér á landi til erlendra ferðamanna er góð auglýsing fyrir erlenda markaði. Ásamt mörgu öðru. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör og pítusósa. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ærfille, hrísgrjóna- grautur og lambalæri. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það sem kemur efst í huga núna er þegar við einangruð- um þakið á fjárhúsunum og losn- uðum við hélulekann og þegar við fengum afrúllarann. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Linsoðið egg, íslensk rækja og heimalagað majónes Egg eru úrvalsfæða og má nýta sem próteingjafa. Þá er sniðugt að gera smurt brauð sem er passleg magafylli án þess að tæma budd- una, því brauðið kemur á móti minni skammti af próteini. Æskilegt er að nota gott brauð, helst danskt súrdeigs-rúgbrauð. Heimalagað majónes › 70 g eggjarauða › 20 g Dijon-sinnep › 7 g salt › 120 ml hvítvínsedik eða eplaedik › 3 dl bragðlítil olía › 400 ml kaldpressuð repjuolía (fæst nú íslensk) Þessi uppskrift er stór og er passlegt að gera hálfa uppskrift nema fólk vilji eiga alvöru majónes í kælinum, geymist ágætlega við rétta kælingu. Aðferð Setjið eggjarauður, sinnep, salt og edik í skál og hrærið vel saman í 30 sekúndur. Svo er olíunni hellt í mjórri bunu saman við og þeytt áfram þar til majónesið hefur þykknað. Setjið majónesið í krukku með loki og geymið í ísskáp (og þá eigið þið majónes án aukaefna og með hollri íslenskri fitu). Smurbrauð með stökku kjúklingaskinni og rækju › 100 g kjúklingaskinn › salt › 4 egg › 4 sneiðar af góðu kornrúgbrauði › smjör fyrir brauðið › 200 g rækjur › salt og pipar › grænar kryddjurtir að eigin vali til skrauts Aðferð fyrir stökkt kjúklingaskinn Takið kjúklingaskinn af læri, og fjar- lægið umfram fitu. Setjið á smjör- pappír og kryddið létt með salti. Bakið í ofni við 160 gráður í eina klukkustund. Athugið að skinnið er mjög brothætt. Sjóðið egg eftir smekk. Eggjarauðan má vera blaut og þá tekur suðan um 5–7 mínútur. Kælið eggin í köldu vatni og skerið í helminga. Setjið smjör á brauðið, svo áleggið (eggið) og því næst majónes þar ofan á. Bætið rækjum við og skreytið með kjúklingaskinni og grænum krydd- jurtum að eigin vali. Smurt brauð með kartöflum, dilli, smjöri og salti Nýjar kartöflur á að meðhöndla með virðingu en þær eru líka góðar úr köldum jarðhýsum bænda. Það skiptir vissulega máli hvernig þær eru eldaðar. Hér er einföld uppskrift með dilli og salti. › 1 kg litlar kartöflur › 1 búnt dill › 50 g af smjöri › salt Aðferð Skrúbbið kartöflur vel í köldu vatni og setjið þær í pott með vatni og látið vatnið ná yfir kartöflurnar. Bætið ögn af salti við. Það þarf að vera nóg af salti til að kartöflur smakkist ákjósanlega – og setjið dillstiklana með. Sjóðið kartöflurnar varlega með lokið á. Þegar kartöflur sjóða, fjarlægja froðu og önnur óhrein- indi með skeið. Lækkið hitann og sjóðið við lágan hita í 5–6 mínútur. Slökkvið þá á hitanum og látið kart- öflurnar liggja í vatninu í um 5–7 mínútur. Skolið og hellið vatninu af og framreiðið kartöflur með hökk- uðu dilli, köldu smjöri og ögn af sjávarsalti. Framreiðið með heimalöguðu majónesi og kartöfluflögum á smur- brauðinu. Þetta er úrvals smurbrauð en það má einnig nota rækju og egg saman á brauðið. MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Teigasel 2

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.