Bændablaðið - 08.05.2017, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2017
Carlo Petrini, einn af stofnendum
Slow Food-hreyfingarinnar og
forseti frá byrjun, var í heimsókn
á Íslandi dagana 22.–24. maí
síðastliðna. Hann dvaldi tvær
nætur á Hótel Sögu og snæddi
kvöldverð á Grillinu á mánu-
dagskvöldið. Á þriðjudeginum
hélt hann fyrirlestur í Háskóla
Íslands og heimsótti verslanir á
Grandagarði; meðal annars kjöt-
kaupmennina frá Hálsi í Kjós í
Matarbúrinu og Eirnýju í ost-
versluninni Búrinu.
Ágæt aðsókn var á
fyrirlesturinn og fór Carlo Petrini
þar yfir gildi og hugsjónir Slow
Food-hreyfingarinnar af mikilli
innlifun.
Hann byrjaði á að kynna sig
sem mann með ástríðu fyrir mat
og hann væri sífellt að fjalla um
matargerðarlist (gastronomy) vítt
og breitt á ferðum sínum.
Um allan heim horfi fólk á
matreiðsluþætti í sjónvarpinu en
það væri ekki matargerðarlist í
hans skilningi, þó það sé vissulega
angi hennar – kannski um tíu
prósent. Afgangurinn samanstandi
af landbúnaði, búfræði, eðlis- og
efnafræði, líffræði, erfðafræði og
jarðrækt. Matargerðarlist sé líka
sagnfræði, mannfræði, hagfræði
og stjórnmál. Matargerðarlist og
matvælaframleiðsla ætti sér því
margar hliðar.
Þessi hugmynd væri ekki hans,
heldur væri upprunnin hjá einum
af feðrum nútímaumfjöllunar
um matargerð, Frakkanum Jean
Anthelme Brillat-Savarin, sem var
uppi á 18. og 19. áratugum síðustu
aldar. Frægasta bók hans heitir
Lífeðlisfræði bragðs og var gefin út
árið 1825. Þar fjallar hann um allar
þessar hliðar matargerðar og talar
vel inn í það ástand óreiðu sem
ríkir í dag. Allir væru að tala um
matargerð, ýmist að skrifa um hana
eða fjalla um myndrænt og kryfja,
nánast eins og gert sé við lík. Fáir
töluðu hins vegar um grunninn
að matargerðinni, um undirstöðu
sjálfrar frumframleiðslunnar.
Fimm ástæður fyrir glæpsamlegu
matvælaframleiðsluhagkerfi
Petrini sagði að matvælaverð væri
í grunninn einfaldlega of lágt
til að það geti staðist. Í rauninni
kosti maturinn meira en áður þótt
verðlagið sé lægra; það er kostnaður
við matvælaframleiðsluna
og aukaverkanirnar af henni.
Matvælaframleiðsluhagkerfið
væri þannig algjörlega brenglað
og í raun glæpsamlegt. Ástæðurnar
fyrir þessu séu fimm. Fyrir það
fyrsta fari frjósemi jarðvegs
hnignandi alls staðar í heiminum,
sem sé að stóru leyti vegna
gríðarlegrar notkunar á tilbúnum
áburði síðastliðin 150 ár.
Í öðru lagi útheimti nútíma
landbúnaðarkerfi gífurlega
vatnsnotkun, nálægt 80 prósent
af vatnsbúskap jarðarinnar fari til
landbúnaðarins.
Þriðja vandamálið felist í því
að hratt dragi úr líffræðilegum
fjölbreytileika á jörðinni. Þannig
hafi á síðustu 120 árum glatast
um 70 prósent af líffræðilegum
fjölbreytileika náttúrunnar; jurta-
og dýrategunda. Það sé vegna
framleiðslukerfa sem einblíni á
framleiðslumagn á kostnað gæða.
Þau stuðli líka að því að skerða hlut
bænda í virðiskeðjunni.
Fjórða vandamálið er að sögn
Petrini sú staðreynd að bændum
fer fækkandi og aldur bænda
hækkar. Til að nýliðun geti orðið
– og hlutur bænda vaxið – þurfi að
breyta um stefnu og fyrirkomulag
framleiðslukerfa.
Fimmtu ástæðuna fyrir því að
Petrini telji ástandið glæpsamlegt,
er að aldrei fyrr í mannkynssögunni
hefur jafnmikil matarsóun átt sér
stað. Um þrjátíu prósentum af
matvælaframleiðslunni sé nú hent.
Menningarverðmæti
í íslenskum matvælum
Petrini sagði að starf Slow Food
gengi meðal annars út á að
varðveita menningarverðmæti
matvæla – og nefndi íslensku
mysuna í því samhengi sem hann
sagðist hlakka mjög til að smakka.
Íslendingar ættu að vera stoltir af
matvörunni sinni og gera henni hátt
undir höfði. Einn mælikvarðinn til
að skoða þá stöðu mála á Íslandi
væri að fara niður í miðborg
Reykjavíkur og skoða hversu margir
veitingastaðir kynntu hráefni sitt
sem rekjanlegt beint frá tilteknum
býlum. Umræða um þá stöðu þyrfti
að eiga sér stað í samfélaginu því
framtíðin væri fólgin í staðbundinni
matvælaframleiðslu. /smh
Carlo Petrini, forseti Slow Food, flutti fyrirlestur í Háskóla Íslands:
Borðið íslenskan mat og
verið stolt af honum
Á dögunum tilkynnti Matvæla-
stofnun um að hún hefði svipt
umráðamanni sauðfjár á
Suðurlandi öllum kindum sínum.
Ástæðan var sinnuleysi umráða-
mannsins um að kröfur stofnunar-
innar væru virtar.
Í tilkynningunni frá Matvæla-
stofnun sagði meðal annars að í
lögum um velferð dýra komi fram
að umráðamönnum dýra beri að
tryggja dýrum góða umönnun og
þar með talið að sjá til þess að þörf-
um dýranna sé sinnt að jafnaði einu
sinni á dag.
Nær allir hugsa um dýr sín
með sóma
Gunnar Þorkelsson, héraðsdýra-
l æ k n i r S u ð u r u m d æ m i s
Matvælastofnunar, segir að um
frístundabónda á Suðurlandi sé að
ræða sem hafi nokkrar ær á fóðr-
um í hesthúsahverfi. „Eigandinn
hefur ekki sinnt ánum sem skyldi
á sauðburði, vegna sinnuleysis og
veikinda.
Nágrannar tóku eftir því að fénu
var ekki sinnt og létu Matvælastofnun
vita. Búfjáreftirlitsmaður Mast
fór þegar á staðinn og staðfesti að
ábendingin átti við rök að styðj-
ast. Nágrannar eigandans í hest-
húsahverfinu höfðu einnig sinnt fénu
eftir að þeim varð ljóst að ekki var
allt með felldu með umhirðu fjár-
ins. Haft var samband við eigandann
og í framhaldi af því var ákveðið
að svipta hann forræði yfir fénu
og fengnir vörslumenn sem munu
sinna því það sem eftir lifir vors og
sjá um að koma fénu á sumarbeit.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um
hvað verður um féð að sumri loknu.
Öðru hvoru kemur fyrir að hafa
þurfi afskipti af einstaka dýraeigend-
um. Slík mál fá oftast áberandi
umfjöllun í fjölmiðlum. En þess
ber að gæta, að á Suðurlandi skipa
dýraeigendur þúsundum og nær allir
hugsa um sín dýr svo sómi er að,“
segir Gunnar.
Í tilkynningu MAST kom einnig
fram að um á annan tug áa hafi verið
að ræða og þær verði áfram á staðn-
um í umönnun vörslumanna. Ástand
dýranna sé viðunandi í dag og gefi
ekki tilefni til frekari aðgerða að svo
stöddu. /smh
Matvælastofnun svipti sauðfjár-
bónda öllum sínum kindum
FRÉTTIR
Carlo Petrini, forseti Slow Food, hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands á dögunum. Elena Musitelli, sem hér sést með
Myndir / smh
Fyrirlesturinn var ágætlega sóttur.
ENDURLÍFGUNARTÆKI
• Leiðbeinir með hjartahnoð
• Tækið talar íslensku
551 0230 inter@inter.is
Kr. 159.900
Tilboðsverð
ÁRA
5 - Endingartími rafhlaðna- Endingartími rafskauta
- Ábyrgð á tæki
HJARTASTUÐTÆKI
Metmagn frjókorna í maí
Aldrei hafa fleiri birkifrjó-
korn mælst á einum sólarhring
á Íslandi en undir lok maí á
Akureyri, samkvæmt mælingum
Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Fleiri birkifrjó hafa mælst í maí
en í nokkrum öðrum maímánuði
frá upphafi mælinga 1998.
„Þann 21. maí fór frjótala birkis
í 658 frjó/m3 og er það mesta magn
birkifrjóa sem mælst hefur á einum
sólarhring hér á landi. Að sama
skapi hafa þar mælst fleiri frjókorn
í maí en í nokkrum öðrum maí-
mánuði frá upphafi mælinga 1998.
Frjókornin eru flest birkifrjókorn en
einnig er óvenju mikið af asparfrjó-
kornum. Báðar tegundir eru langt
yfir meðaltali fyrir maí,“ segir í til-
kynningu frá Náttúrufræðistofnun
Íslands.
Bent er á að birkifrjó eru að
meðaltali fleiri í júní en í maí og
því verði áhugavert að fylgjast með
framvindu sumarsins. „Frjótími
birkis stendur vanalega yfir í 2–4
vikur og í ár hafa birkifrjó mælst
samfellt frá 14. maí. Líklega mun
draga úr birkifrjóregninu þegar
kemur fram í júní.“
Samkvæmt mælingum á
birkifrjói í Garðabæ er fjöldi þeirra
rétt yfir meðallagi en frjókorn hafa
mælst þar samfellt frá 17. maí.
Frjókorn mælast flest í andrúmslofti
þegar það er þurrt og hlýtt í veðri og
svolítill vindur sem ber þau á milli
staða. /ghp
Lífland lækkar fóðurverð
Nú um mánaðamótin lækkar
Lífland verð á kjarnfóðri um
1–1,5%, mismikið eftir tegund-
um. Lækkunin nú skýrist fyrst
og fremst af styrkingu krón-
unnar frá síðustu verðlækkun
Líflands.
Í tilkynningu Líflands kemur
fram að þessar lækkanir séu
liður í virkri vöktun félagsins á
markaðsaðstæðum og í þeirri stefnu
að viðskiptavinir njóti verðþróunar
hráefna eins og kostur er.
Nánari upplýsingar veitir
Hlynur Elfar Þrastarson, fram-
kvæmdastjóri sölusviðs.
Uppfærða kjarnfóðurverðskrá
Líflands er að finna á vef Líflands.