Bændablaðið - 08.05.2017, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 08.05.2017, Blaðsíða 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2017 Sumarsýning Heimilis iðnaðar- safnsins var opnuð nýlega og mættu hátt í eitt hundrað manns í safnið af því tilefni. Þetta er fjórtánda árið í röð sem opnuð er ný sýning í Heimilisiðnaðarsafninu. Sýningarnar hafa allar verið mjög ólíkar en gefa innsýn í fjöl- breyttan listiðnað og handmennt íslenskra kvenna. Sýningarnar eru, að því er fram kemur á vef Heimilisiðnaðarsafnsins, stolt þess og eitt sterkasta sérkenni. Sýningin í ár er samstarfsverkefni Heimilis iðnaðarsafnsins á Blöndu- ósi, Heimilis iðnaðarfélags Íslands og Kristínar Schmidhauser Jónsdóttur. Sýningin ber heitið „Prjónað af fingr- um fram“ og vísar þar til samnefndr- ar bókar eftir Kristínu sem kom út í tilefni aldarafmælis Aðalbjargar Jónsdóttur. Er bókin helguð fáguðu handverki og listsköpun Aðalbjargar sem er samofin lífshlaupi hennar og minningum og er jafnframt mikilvæg- ur þáttur í menningar- og tóvinnusögu okkar Íslendinga. Innri tilfinning réð för við prjónaskapinn Á sýningunni eru 12 handprjónaðir kjólar eftir Aðalbjörgu og eru flestir í eigu fjölskyldu hennar en einnig nokkrir sem lánaðir eru frá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands. Enginn kjólanna er eins, en Aðalbjörg prjónaði kjólana „af fingrum fram“ það er án nokkurra uppskrifta, lét innri tilfinningu, liti og form ráða för. Það tók hana um það bil einn mánuð að prjóna hvern kjól en þá var fædd ný hugmynd sem hún varð að koma frá sér. Talið er að Aðalbjörg hafi prjónað rúmlega eitt hundrað kjóla. Má rifja upp að árið 1982 hélt hún einkasýningu á Kjarvalsstöðum á handprjónuðum kjólum úr íslenskri ull. Þar sýndi hún 40 kjóla sem allir voru mjög ólíkir hver öðrum, bæði í formi og litavali. Kjólarnir hafa vakið verðskuldaða athygli Kjólar Aðalbjargar hafa vakið verð- skuldaða athygli á ýmsum sýning- um bæði innanlands og utan, þar sem allt fer saman, hugmyndaauðgi, hönnun og handbragð. Það sama átti sér stað við opnun sýningarinnar á Heimilisiðnaðarsafninu þar sem gest- ir áttu ekki nógu sterk orð til að lýsa hrifningu sinni og undrun hvernig hægt hafi verið að prjóna undur- fína, fislétta, útsniðna viðhafnar- kjóla úr íslenskri ull. Það var „Gefjunareingirnið“, eða ein spinnan sem svo var kölluð – úrvalsull, sem Aðalbjörg nýtti. Aðrar sýningar eru einnig á safn- inu sem bera með sér einstaklega fal- legt handbragð genginna kynslóða. Heimilisiðnaðarsafnið er opið alla daga frá 1. júní til 31. ágúst, frá kl. 10.00–17.00. /MÞÞ Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Á vormánuðum voru valdir nokkrir nýir hrútar til að þjóna á sæðingastöðvunum næsta haust. Í þessu vali er lögð áhersla á að finna efnilega alhliða hrúta sem helst eiga orðið einhvern hóp af dætrum með afurðaupplýsingar. Þá var tekinn nýr forystuhrútur og feldfjárhrútur. Síðan er hópur af bráðefnilegum hrútum sem valdir voru í afkvæmarannsóknir í vetur og verður rjóminn af þeim væntanlega falaður af stöðvunum í haust þegar niðurstöður rannsóknanna liggja fyrir. Hér verður stuttlega gerð grein fyrir þeim 10 hrútum sem þegar hafa verið valdir. Bergson 14-494 frá Valdasteins- stöðum, Hrútafirði. Hann er hvítur, hyrndur. Faðir hans er Guffi 08-869 og móðurfaðir er öflugur heimahrútur sem hét Þórbergur 10-494. Sem veturgamall hrútur stóð Bergson efstur í afkvæmarannsókn á Valdasteinsstöðum. Dætur hans fara ákaflega vel af stað, frjósamar og góðar mjólkur ær. Frosti 14-052 frá Ketilseyri, Dýrafirði. Hvítur, hyrndur. Faðir hans er Guðni 09-902 og í móður ætt standa þeir honum nálægt Bifur 06-994 frá Hesti og Tengill 05-830 frá Brekku. Frosti hefur staðið afgerandi efstur í stórum afkvæmarannsóknum heima á Ketilseyri sl. tvö haust og dætur fara vel af stað. Þá er hann arfblendinn verndandi m.t.t. riðumótstöðu. Gutti 13-053 frá Þórodds- stöðum, Hrútafirði. Gutti er hvítur, hyrndur. Gutti er sonur Gaurs 09-879 frá Bergsstöðum og undan mjög öflugri Bósadóttur (Bósa 09-901). Gutti var í afkvæmarannsókn á Þóroddstöðum fyrir sæðingastöðvarnar á sínum tíma og keppti þá við þá Börk 13-952 og Burkna 13-951. Hann fer mjög vel af stað sem ærfaðir og er ekki síst valinn á þeim grunni. Lási 13-175 frá Leifsstöðum, Öxarfirði. Lási er hvítur, hyrndur. Faðir er Hvítur 10-786 frá Leifsstöðum og móðurfaðir er Lási 02-944 frá Bergsstöðum. Lási á orðið góðan hóp af dætrum sem sýna yfirburði sem góðar mjólkurær. Blær 11-401 frá Kambi, keyptur frá Gróustöðum í Gilsfirði. Hvítur, kollóttur. Faðir hans er Bangsi 09-286 frá Heydalsá (Ragnar og Sigríður). Blær er orðinn nokkuð roskinn en valinn í ljósi þess að hann er einn af hæstu hrútum landsins í kynbótamati fyrir mjólkurlagni og að baki því mati standa yfir 50 dætur. Lampi 12-763 frá Melum, Árneshreppi. Hvítur, kollóttur. Faðir hans er Ljúfur 08-859 frá Árbæ. Lampi hefur reynst bæði öflugur lambafaðir og góður ærfaðir heima á Melum og er sjálfur falleg og endingargóð kind. Molli 13-296 frá Heydalsá (Ragnar og Sigríður), staðsettur á Stað í Steingrímsfirði. Hvítur, kollóttur. Molli er sonur Mola 11-145 frá Melum og er dóttursonur Dolla 09-892. Molli er bæði öflugur lambafaðir og gefur feiki frjósamar og afurðasamar ær. Hann en ber þó ekki þokugenið. Móri 13-069 frá Bæ, staðsettur í Steinstúni, Árneshreppi. Mórauður, kollóttur. Faðir er Geiri 11-685 frá Árnesi 2 og móðurfaðir er Botni 09-555 frá Bæ. Móri er hörku lambafaðir og dæturnar fara mjög vel af stað, bæði frjósamar og mjólkurlagnar. Melur 12-305 frá Melhóli 2 í Meðallandi, keyptur frá Þykkvabæjarklaustri 2. Grár, kollóttur. Melur er fenginn sem álitlegur feldfjárhrútur. Nikulás 15-550 frá Brakanda, Hörgárdal. Svarflekkóttur, hyrndur. Nikulás er forystuhrútur og er bæði gæfur og fallegur. Hann rekur ættir sínar í föðurleggin í Norður-Þingeyjarsýslu en faðir hans er Ljótur 14-555 frá Hafrafellstungu. Móðurkynið er að miklu leyti úr Hörgárdalnum, frá Brakanda og Staðarbakka. Vænta má að mikið hafi fæðst af efnilegum lömbum undan sæðingahrútunum í vor sem tilhlökkunarefni verður að skoða á komandi hausti. Rétt er að minna á það að mikilvægt er að fá fréttir af því ef vart verður við vansköpuð lömb undan stöðvarhrútunum eða aðra galla sem vert er að gefa gaum. Nikulás 15-550, forystuhrútur frá Brakanda. Móri 13-069 frá Bæ/Steinstúni. Eyþór Einarsson ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt ee@rml.is Af nýjum hrútum sæðingastöðvanna Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins Elín S. Sigurðardóttir, forstöðukona Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi og Margrét Valdimarsdóttir, forstöðu- kona Heimilisiðnaðarfélags Íslands. Aðalbjörg Jónsdóttir, 100 ára, sem prjónaði kjólana sem eru á Sumar- sýningu Heimilis iðnaðarsafnsins, en einnig nokkrir sem lánaðir eru frá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.