Bændablaðið - 08.05.2017, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 08.05.2017, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2017 „Það er búið að vera hræðilegt veður fyrir æðafugla á þessu svæði, bæði hvasst og óvanalega mikil væta. Þetta hefur væntanlega þau áhrif að dúntekja verður töluvert minni,“ segir Salvar Ólafur Baldursson, bóndi í Vigur í Ísafjarðardjúpi. Vegna votviðris var dúntekja ekki hafin í síðustu viku en Salvar vonaðist eftir að geta hafist handa sem fyrst. Varp hófst á svipuðum tíma og undanfarin ár og er nú fullsest. „Æðarkollurnar setjast upp fyrr en hann gerði fyrir 20 árum. Það munar um viku. Nú erum við að finna orpið 2 .–3. maí en það var alltaf í kringum 10.–11. maí áður fyrr.“ Salvar ætlar að árlega séu í Vigri um 2.500–3.500 hreiður æðarfugla en fjöldinn hafi haldist svipaður sl. 20–30 ár. Verðfall ekki áhyggjuefni Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru 525 kíló af hreinsuðum æðar- dún flutt út á fyrstu þremur mánuð- um ársins. Fyrir það fengust tæplega 110,7 milljónir á svokölluðu FOB- verði. Á sama tíma í fyrra höfðu 789 kíló verið flutt út fyrir um 165,4 milljónir og árið 2015 höfðu fengist 256 milljónir fyrir 724 kíló. Salvar segir verð á dún líklega vera að gefa eftir út af gengi íslensku krónunnar. „Menn gátu aðeins tryggt sig gagnvart gengisstyrkingunni en mér sýnist það gæti orðið svolítið erfitt að halda verðinu.“ Þetta valdi mönnum þó litlum áhyggjum enda eru æðarbændur vanir verðflökti. „Við höfum oft upplifað verðfall á dúninum. Menn vita að það skiptast á skin og skúrir. Stundum er verðið gott og stundum lélegra,“ segir Salvar. Ekkert lát er heldur á lundanum í Vigur og að sögn Salvars er nokkuð mikið um hann í ár. Þá sé krían nytsamlegur vinnufélagi í æðarbúskap. „Hér er þó nokkuð mikið kríuvarp, en það er gott að hafa hana. Hún skrattast í mávunum og hröfnum og maður sér þá hvað um er að vera.“ /ghp Björgvin Jóhannesson var kjör- inn nýr formaður Félags ferða- þjónustubænda á aðalfundi í lok marsmánaðar síðastliðins. Björgvin er hótelstjóri á Hótel Kötlu, á Höfðabrekku rétt austan við Vík í Mýrdal. Hann segist hafa verið viðloð- andi ferðaþjónustuna þar á bæ allt frá því söðlað var um búskap í kringum 1990; þegar foreldrar hans hurfu frá sauðfjár- og hrossabúskap og færðu sig yfir í ferðaþjónustu og hótelrekstur. Fleiri afbókanir að undanförnu „Ég er búinn að vera hér hótelstjóri undanfarin ár, en foreldrar mínir eru eigendur Hótel Kötlu,“ segir Björgvin. „Við störfum reyndar báðir hér, ég og bróðir minn, Ingvar. Hér var byrjað á að leigja út tvö til þrjú herbergi í bændagistingu – en nú erum við komin í 103 herbergi og erum með um 40 starfsmenn yfir sumartímann. Síðustu tvo vetur hefur herbergjanýting aukist jafnt og þétt og meiri samfella komin í bókanir allt árið. Sérstaklega var þéttbókað í vetur, en áður komu tímabil á veturna þegar það var einfaldlega lokað hér. Þessi þróun hefur breytt öllu fyrir reksturinn hér, til dæmis varðandi starfsmanna- hald, minnkað starfsmannaveltu og skapað þannig fleiri heilsársstörf. Það er samt alveg merkjanlegt núna að það hægist á vextinum, það er meira um afbókanir. Ég held að þar skipti mestu hvernig gengismálin hafa þróast á undanförnum misserum. Það hefur greinilega dregið úr sölu þótt það sé útlit fyrir að árið verði mjög gott. Það er auðvitað spennandi að taka við á þessum uppgangstímum og ýmis verkefni sem bíða okkar í nýrri stjórn. Þetta er skemmtilegur félagsskapur sem við erum í saman og spannar vítt svið ferðaþjónustu hinna dreifðu byggða. Félag ferðaþjónustubænda er þannig hagsmunafélag ferðaþjónustubænda og svo er ferðaskrifstofa rekin sér undir nafninu Hey Iceland,“ segir Björgvin. Ísland ekki að fyllast af ferðamönnum Hann segir að fyrstu verkefni nýrrar stjórnar verði að koma sér almenni- lega inn í málin og taka afstöðu til mikilvægra mála sem skjóti ört upp kollinum í síbreytilegu lands- lagi ferðaþjónustunnar á Íslandi. „Hækkun á virðisaukaskatti er mál sem við þurfum að leggjast yfir og styrking krónunnar á eftir að hafa mikil áhrif líka. Það eru 180 félagar í Félagi ferðaþjónustubænda – og eins ólíkir og þeir eru margir – þannig að það er í mörg horn að líta varðandi innviði og umgjörð þeirra. Því það er auðvitað mark- mið okkar að koma sem flestum erlendum gestum út í sveitirnar til þeirra. Það er ennþá mjög gott svig- rúm til þess og útbreiddur misskiln- ingur að allt Ísland sé að fyllast af ferðamönnum,“ segir Björgvin. /smh Vöruþróun í lambakjöti mælist vel fyrir: Lambabeikon í búðir Kjarnafæði hefur hafið almenna sölu á íslensku lamba- beikoni í mat- vöruverslunum. Lambabeikonið er unnið úr lamba- slögum og verkað á svipaðan hátt og grísabeikon. „Í lambabeikoni er enginn sykur og minna salt en í venju- legu beikoni,“ segir Ólafur Már Þórisson, markaðsstjóri hjá Kjarnafæði. „Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er ekki að fara að slá út beikon. En þetta er partur af því að vera með vöru- þróun í lambakjöti og gera eitthvað áhugavert úr þessari afurð,“ bætir hann við. Styttra og þynnra Lambabeikonið hefur verið í þróun hjá kjötiðnaðarmönnum Kjarnafæðis á undanförnum vikum. Partur af því var að kynna afurðina í mötuneytum og á veitingastöðum. Lambabeikonið hefur að sögn Ólafs mælst vel fyrir. „Bragðið er öðruvísi og lamba- beikonið er styttra sökum þess að síðurnar á grísnum eru lengri. Það er því góður munur á vörunum. Við fengum auk þess góðar ábendingar sem við nýttum okkur. Til að mynda fengum við athugasemdir varðandi þykktina og höfum nú sneitt það þynnra svo auðveldara sé að ná því stökku, en þá er það algjört sæl- gæti.“ Lambabeikonið má nú finna í verslunum Hagkaups, Nettó, Iceland og Kosti. /ghp Fyrir skemmstu var ísbúðin Skúbb opnuð í Laugardalnum, nánar tiltekið á Laugarásvegi 1, þar sem eingöngu er boðið upp á lífrænan ís sem gerður er frá grunni á staðnum. Karl Viggó Vigfússon er eig- andi ísbúðarinnar ásamt félögum sínum, Hjalta Lýðssyni, konditor og chocolatier, og Jóhanni Friðriki Haraldssyni, viðskiptafræðingi og eiganda The Laundromat café í Austurstræti. Karl Viggó var einn af stofnendum Omnom súkkulaði- gerðarinnar og er lærður konditor og chocolatier. Unnið á staðnum úr fyrsta flokks hráefni Hann segir að það hafi verið ákveðið að fara alla leið með gæði hráefnisins og vinna ísinn og vörurnar algjörlega á staðnum frá grunni – og gera þannig fyrsta flokks lífrænan ís eins ferskan og mögulegt er með besta hráefni sem völ er á. „Við reynum að hafa mest lífrænt en það er vonlaust fyrst um sinn, í það minnsta að ætla að reyna að vera með lífræna vottun. Hérna á Íslandi er sumt einfaldlega betra sem ekki er lífrænt vottað og svo er annað ekki fáanlegt lífrænt vottað sem við þurfum að nota. En mjólkin verður lífrænt vottuð og hana fáum við frá BioBú,“ segir Karl Viggó – en mjólkin þaðan er upprunnin frá tveimur kúabúum; Búlandi í Austur-Landeyjum og Neðra-Hálsi í Kjós. Ekkert plast er notað á Skúbb, en þess í stað eru rör og ílát úr umhverfisvænu efni, til að mynda papparör. Vöruúrvalið verður að einhverju leyti breytilegt þó oftast verði hægt að ganga að vinsælustu ístegundunum vísum og einnig eru smákökur og kaffidrykkir í boði. /smh Ísgerðin Skúbb: Lífrænn ís í Laugardalnum – Nánast allt gert frá grunni á staðnum FRÉTTIR Hjalti Lýðsson og Karl Viggó Vigfússon eru báðir lærðir konditor og chocolatier og eiga Ísgerðina Skúbb. Mynd / smh Æðarkolla hefur komið sér fyrir á hreiðri við gamla bátaspilið fyrir framan bæjarhúsin í Vigur. Hægra megin má sjá í stefnið á gamla áttæringnum Vigur-Breið sem smíðaður var 1829, en í fjarska er vindmyllan sem reist var 1860 og notuð til að mala korn. Væta hefur aftrað dúntekju hjá Vigurbændum Æðarkóngar, óvenjulegt að sjá þá tvo saman og svona spaka, segir Salvar. Nýr formaður Félags ferðaþjónustubænda: Ennþá mjög gott svigrúm til sveita fyrir erlenda gesti Björgvin Jóhannesson er nýr for- maður Félags ferðaþjónustubænda. Íslenska lambabeikonið hefur selst afar vel síðan sala þess hófst í verslunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.