Bændablaðið - 08.05.2017, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 08.05.2017, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2017 Skógræktarverkefni með hjálp Vivaldi-vafrans – leitarvélin Ecosia leggur mikið til alþjóðlegra góðgerðarmála í skógrækt Íslenski vefvafrinn Vivaldi var gefinn út fyrir rúmu ári. Hann er þróaður af teymi frumkvöðla, með Jón von Tetzchner, forstjóra Vivaldi Technologies, í farar- broddi. Í nýjustu útgáfunni var leitarvélinni Ecosia bætt inn í vafrann, en með því að nota hana getur fólk lagt sitt af mörkum til skógræktarverkefna víðs vegar um heiminn á svæðum þar sem umfangsmikil skógareyðing hefur átt sér stað Ecosia er „græn leitarvél“ í þeim skilningi að hún notar um 80 prósent af auglýsingatekjum sínum í skógræktarverkefnin. Í hvert skipti sem notandi leitar með Ecosiu leggur hann sitt að mörkum. Talið er að hver notandi þurfi að leita í um 45 skipti til að hægt sé að planta einni trjáplöntu. Rúmlega átta milljónum trjáplantna hefur þegar verið plantað með þessum hætti síðan fyrirtækið hóf starfsemi árið 2009. Vonir standa til að talan verði komin í einn milljarð árið 2020. Í tilkynningu sem Jón von Tetzchner sendi frá sér af þessu tilefni kemur fram að teymið sé mjög stolt af samvinnunni við Ecosia og vonast sé til að notendurnir leggi sitt af mörkum til umhverfismálanna, einfaldlega með því að nota græna leitarvél á vefnum. „Það er okkar staðfasta skoðun að fólk eigi sjálft að bera ábyrgð á upplifun sinni, þegar það vafrar á netinu. Með því að bæta Ecosia leitarvélinni við Vivaldi, erum við að höfða til umhverfisvitundar notenda okkar og veitum þeim aðgang að grænum leitarvélum.“ Vivaldi hefur sérstöðu María Þorgeirsdóttir, skrifstofu- og starfsmannastjóri hjá Vivaldi Technologies á Íslandi, segir að þau telji ekki erfitt að ná fótfestu með nýjan vafra, vegna þess að Vivaldi vafrinn er öðruvísi. „Á meðan aðrir vafrar verða stöðugt einfaldari er lögð áhersla á það við þróun Vivaldi að bæta stöðugt við nýjum eiginleikum til þess að gera vefnotkun skilvirkari og öflugri og uppfylla þannig kröfur notenda,“ segir María. Notendur sem prófa Vivaldi í fyrsta skipti geta fundið Ecosia í leitarglugganum hægra megin við vefslóðagluggann. Ef smellt er á stækkunarglerið birtist valmynd með ýmsum leitarvélum, þar á meðal Ecosia. Hægt er að gera Ecosia-leitarvélina sjálfgefna í still- ingunum, sem finna má undir merki Vivaldi vafrans. /smh Jón og Vivaldi-teymið í Magnolia, en teymið fer á hverju sumri þangað til þess að vinna. Magnolia er lítill bær skammt frá Boston en þar býr Jón og rekur meðal annars Innovation House, líkt og hann gerir á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. Ecosia byggir ofan á tækni Bing leitarvélarinnar. Með því að leita með Ecosia leitarvélinni, sjá notendur litla talningarvél sem telur tré, efst í hægra horninu á skjánum. Þar geta þeir séð hvað þeir hafa aðstoðað við að planta mörgum Notendur sem prófa Vivaldi í fyrsta skipti geta fundið Ecosia í leitarglugg- anum hægra megin við vefslóðagluggann. Ef smellt er á stækkunarglerið birtist valmynd með ýmsum leitarvélum, þar á meðal Ecosia. Tillögur Slow Food um breytingar á CAP: Stuðlað verði að sjálfbærum landbúnaði Endurskoðunarferli á Sam- eiginlegri landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins (CAP) er nú í gangi. Ástæðurnar eru skuldbindingar Evrópu- s a m b a n d s i n s ( E S B ) varðandi sjálfbæra þróun og í loftslagsmálum, auk þess sem breytingar hafa orðið í þróun á alþjóðlegum landbúnaðarmörkuðum. ESB bauð af því tilefni upp á samráð um endurskoðunina og svöruðu meðal annars um 150 evrópsk félagasamtök kallinu, eins og við greindum frá hér í blaðinu á dögunum. Þar var kallað eftir róttækum breytingum á grundvallar umgjörð CAP – brjóta þurfi upp ríkjandi fyrirkomulag sem þróaðist æ meira í átt verksmiðjubúskapar. Slow Food-hreyfingin – sem var aðili að yfirlýsingu félagasamtakanna – sendi sjálf inn sínar hugmyndir áður en móttöku formlegra tillagna lauk 2. maí síðastliðinn. Sameiginleg landbúnaðarstefna verði Sameiginleg matvælastefna Aðalatriðin eru útlistuð í sex liðum sem hér verður stiklað á: Breyta þurfi um grunnstefnu þannig að sameiginleg landbúnaðarstefna verði að sameiginlegri matvæla- stefnu, svo hún rúmi alla matvælaframleiðslukeðjuna; líka dreifinguna og matarsóun. Viðurkenna verði rétt fólks til að eiga möguleika á að neyta heilnæmra matvæla sem eru framleidd vistvænt og á sjálfbæran hátt. Að komið verði á haldbærum stuðningi fyrir smáframleiðendur sem stunda landbúnað með visthyggju og framleiða staðbundin matvæli – í ljósi þess að slíkir framleiðsluhættir stuðla að sjálfbærum landbúnaði. Hvetja verði til visthyggju í landbúnaði, sem byggir á skilvirkri notkun á auðlindum, lítilli eða engri notkun á utanaðkomandi efnum. Afgerandi stuðningur þarf að vera við jaðarhópa og samfélög – þá sem minna mega sín – til að mynda þá sem búa á jaðarsvæðum. Lýðræðisleg þátttaka í stefnumótun Að lokum er mælst til að þeir sem taki stefnumótandi ákvarðanir sem varða matvælaframleiðslu í ESB virki lýðræðislega þátttöku matvælaframleiðenda, neytenda og annarra sem hafa ríka hagsmuni af slíkum breytingum. Með því sé spornað gegn miðstýringu sem hætta sé á að öflug alþjóðleg stórfyrirtæki nái stjórn á. Niðurstaða endurskoðunar- og samráðsferils ESB verður kunngerð á ráðstefnu í Brussel 7. júlí nk. /smh Mynd / Havarí Askalind 4, Kópavogi Sími 564 1864 www.vetrarsol.is Til sölu lítið notað A-liner Expedition, A-hýsi, sem er af stærstu gerð og með rúmgóðu fortjaldi. Vagninn er ný skráð- ur 2014. Frábært hús með öllum helstu þægindum. Ásett verð 2,7 millj. og skoðum öll tilboð. Nánari upplýsingar í síma 8999244. TIL SÖLU LÍTIÐ NOTAÐ A-LINER EXPEDITION Bændablaðið Næsta blað kemur út 22. júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.