Bændablaðið - 08.05.2017, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 08.05.2017, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2017 Neytendavakt MAST komin á Facebook Matvælastofnun tók í notkun nýja Facebook-síðu miðviku- daginn 31. maí síðastliðinn, undir yfirskriftinni Neytendavakt Matvælastofnunar. Tilgangur síðunnar er að miðla hagnýtum upplýsingum um öryggi matvæla, hættur og innkallanir, meðferð matvæla, vörusvik, merkingar og rétt neytenda til upplýsinga. Í tilkynningu stofnunarinnar segir að á síðunni geti neytendur einnig lagt sitt af mörkum í þágu matvælaöryggis með því að tilkynna um vanmerkt eða varasöm matvæli á markaði í gegnum ábendingakerfi stofnunarinnar. Þar sé einnig tekið við spurningum þeirra. Þetta sé gert til að tryggja eftirfylgni og sér gæðastjóri stofnunarinnar til þess að málum sé fylgt eftir. Yfirlit yfir ábendingar, fyrirspurnir og kvartanir til Matvælastofnunar verði tekið saman og birt í ársskýrslum Matvælastofnunar. Þannig geta neytendur fengið fyrrgreindar upplýsingar á skjótan og skilvirkan hátt í gegnum Facebook, með því að líka við síðuna. Neytendum sé þannig gert kleift að taka upplýsta ákvörðun um þann mat sem þeir neyta og þannig sé hægt að forðast neyslu á varasömum matvælum á markaði. /smh Álfaskór til sölu – Spurning hvort tilboð komi úr álfheimum „Álfarnir hafa pottþétt áhuga á þessum skóm,“ sagði Ragnheiður Jóhannsdóttir, hönn- uður og prjóna kona, sem árum saman hefur framleitt álfaskó, en hún er nú að selja allt sem viðkemur fram- leiðslunni. Álfaskórnir eru lit- ríkir inniskór sem eru prjónaðir úr íslensk- um lopa. Skórnir eru með uppbrettri tá með bjöllu. Ragnheiður er búin að ákveða að selja uppskriftir, viðskipta- sambönd og annað sem tilheyrir starfseminni sem stofnað var til 2008. Ragnheiður sagði að upphafið á álfaskónum mætti rekja til 2005 en þá kom til hennar ung vinkona og sagði að sig vantaði sokka með stórri tá þannig að kettlingurinn á heimilinu vildi leika við hana. „Þessi flotta hugmynd kostaði mig nærri tveggja ára þróunarvinnu,“ sagði Ragnheiður sem er með aðstoðarprjónakonur til að hafa undan. Þær „fylgja með“ ef samningar nást! – En hvers vegna er Ragnheiður að selja? „Ég ákvað 2011 að bjóða ferðamönnum upp á námskeið í prjóni. Þetta átti að vera svona uppfylling þegar ég væri búin að fylla allt af álfaskóm. En nú er svo komið að ég get ómögulega sinnt tveimur herrum,“ sagði sú kona á Íslandi sem líklega er í nánasta sambandi við álfheima – en hvaðan hún fær fyrirspurnir í síma 869 9913 er svo aftur önnur saga. FRÉTTIR Lambamjólkurduft Sjá nánar: www.kb.is -Óerfðabreytt innihaldsefni -Hátt hlutfall mjólkurprótína -Auðmeltanleg prótín -Vítamín og steinefnabætt -Einstaklega bragðgott -Hentar einnig fyrir kið -Auðuppleysanlegt -Seljum einnig eftir vigt 11.600kr 25kg Mynd / ghp Ætla að ná utan um raunlosun gróðurhúsa- lofttegunda frá íslenskum búum Gerð verður greining á losun gróðurhúsalofttegunda frá fimm býlum á landinu á næstu mánuðum. Niðurstöður greininganna verða notaðar sem grunnur að vegvísi um minnkun gróðurhúsa lofttegunda frá landbúnaði. Umhverfis- og auðlinda ráðuneytið og Ráðgjafar - miðstöð landbúnaðarins undir- rituðu samning þess efnis 2. júní sl. Markmið verkefn is ins er að meta umfang losunar gróðurhúsalofttegunda ásamt því að leitast við að draga úr losun frá búum í íslenskum landbúnaði. Samhliða mun samstarfsnet aðila með tengingu við viðfangsefnið þróast, sem nýst getur við stefnumótun, þróun lausna og ráðgjafar til bænda. „Við höfum ekki haft fasta ráðgjöf um hvernig megi minnka losun gróðurhúsalofttegunda á búum þó margt í okkar starfi miði óbeint að því með ráðgjöf til bættra búskaparhátta. Með verkefninu munum við byggja upp þá þekkingu sem þarf til að geta veitt betur ráðgjöf á þessu sviði,“ segir Snorri Þorsteinsson, jarðræktarráðunautur hjá RML. Unnið með fimm búum Að sögn Snorra er núverandi þekking á losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði á Íslandi bærileg. „Við erum með ágætis yfirlitsþekkingu sem hægt er að byggja á og þétta. Hér á landi hafa verið unnar fínar rannsóknir á losun og upptöku gróðurhúsalofttegunda ýmissa vistkerfa ásamt því að notaðir hafa verið erlendir stuðlar sem reynt hefur verið að aðlaga samkvæmt íslenskum aðstæðum.“ Nú sé hins vegar ætlunin að gera greiningu frá búum í rekstri. „Þetta verkefni snýr að því að fara inn á býli og taka þau út. Við munum svo nota tölur og gögn frá búunum þannig að hægt sé að nálgast raunlosun á hverju býli fyrir sig,“ segir Snorri. Fimm bú munu taka þátt í verkefninu og er nú auglýst eftir þeim. Búin munu starfa með RML í eitt ár, frá og með þessu sumri. Mat mun verða lagt á helstu losunarþætti viðkomandi búa og lykiltölur um losun og bindingu gróðurhúsalofttegunda teknar saman. Horft verður á aðkeypt aðföng, bústofn, framleiðslu og landnotkun. Þá verða settar fram tillögur að leiðum til þess að draga úr losun í samvinnu við þátttakendur. Gerð verður áætlun um raunhæfar aðgerðir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á þátttökubúum. Að ári liðnu liggi því fyrir greining á losun frá hverju búi og aðgerðaráætlun um hvernig hvert bú geti dregið úr losun. Niðurstöður að ári Við val á þátttökubúum í verkefninu verður lögð áhersla á að fanga breytileika milli landfræðilegra þátta, svo sem jarðvegsgerða og landlegu, ásamt því að horfa til samsetningar bústofns en allar búgreinar koma til greina. Þá þurfa gögn um aðfanganotkun og framleiðslu að vera aðgengileg, að því er fram kemur í verkefnislýsingunni. U m h v e r f i s - o g auðlindaráðuneytið leggur fram 10 milljónir króna til verkefnisins og má vænta niðurstöðu þess í lokaskýrslu í september á næsta ári. /ghp Markaðstorg fyrir aukaafurðir Mikil gróska hefur verið í nýsköpun með aukaafurðum úr landbúnaði og sjávarútvegi hér á landi. Má þar nefna sem dæmi vinnslu fæðubótarefna úr fiskroði, etanólframleiðslu úr ostamysu og lífdísilvinnslu úr fitu og úrgangi. Þróun slíkra vörutegunda byggir á öflun hráefnis og er þessari vefsíðu ætlað að skapa tengsl á milli þeirra sem mynda úrgang eða aukaafurðir með starfsemi og þeirra sem gætu hugsanlega nýtt þessa afurð. Nýlega var vefsíðan audlindatorg. is opnuð Síðan er eins konar markaðstorg fyrir lífbrjótanlegt hráefni. Úrgangur í dag, auðlind á morgun Umhverfisstofnun stendur að síðunni en hún var kynnt á ráðstefnunni Úrgangur í dag – auðlind á morgun, sem fram fór á Grand hóteli miðvikudaginn 24. maí. Talið er að 8% af losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi komi úr meðhöndlun úrgangs, en um 176.000 tonn af úrgangi er urðað hér árlega. Þar af eru 97.000 tonn lífbrjótanleg, að því er fram kom í máli Hildar Harðardóttur, sérfræðings hjá Umhverfisstofnun, en hún kynnti vefsíðu Auðlindatorgsins til leiks. Bætt nýting aukaafurða gæti því dregið úr losun og þannig gæti lífbrjótanlegur úrgangur einnar starfsemi orðið hráefni fyrir aðra. Á vefsíðunni er hægt að auglýsa hráefni eða falast eftir því, og hver sem er getur auglýst á síðunni án endurgjalds. Hráefnum er skipt í sex flokka; sjávarútveg, sláturiðnað, landbúnað og skógrækt, eldhús og mötuneyti, seyru og húsdýraskít og annað. Einnig er hægt að leita eftir landshlutum. Nú þegar má finna auglýsingu frá Landgræðslunni sem óskar eftir verkaðri seyru til landgræðslu. /ghp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.