Bændablaðið - 08.05.2017, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 08.05.2017, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2017 Í síðustu viku var tilkynnt um það hvaða veitingastaðir á Íslandi náðu inn á lista The White Guide Nordic-bókarinnar fyrir 2017–2018. Bókin á að veita yfirlit yfir bestu veitingastaðina á Norðurlöndum. Að þessu sinni eru 16 íslenskir veitingastaðir á listanum en þeir voru 15 í fyrra og 17 þar áður. Veitingastaðirnir Geiri Smart og MAT BAR, sem báðir eru á Hverfisgötu í Reykjavík, og Tryggvaskáli á Selfossi koma nýir inn á listann en Austur-Indiafjelagið og Snaps í Reykjavík falla út af list- anum. Röðin birt 26. júní The White Guide Nordic-bókin verð- ur gefin út mánudaginn 26. júní að þessu sinni – og þannig hefur útgáfan verið færð til byrjun sumars í stað þess að gefa bókina út seint að hausti eins og áður hefur verið gert. Þá mun niður- röðun íslensku staðanna einnig liggja fyrir samkvæmt stigagjöf. Efstur á íslenska listanum í fyrra var Dill, síðan kom Grillið á Hótel Sögu og í þriðja sæti var Norð Austur - Sushi & Bar á Seyðisfirði. Annars lítur íslenski listinn svona út í stafrófsröð: • Dill – Reykjavík • Fiskfélagið – Reykjavík • Fiskmarkaðurinn – Reykjavík • Gallery Restaurant Hotel Holt – Reykjavík • Geiri Smart – Reykjavík • Grillið – Reykjavík • Grillmarkaðurinn – Reykjavík • Kol – Reykjavík • Lava restaurant – Grindavík • MAT BAR – Reykjavík • Matur og Drykkur – Reykjavík • Norð Austur – Sushi & Bar – Seyðisfjörður • Rub 23 – Akureyri • Slippurinn – Vestmannaeyjar • Tryggvaskáli – Selfoss • Vox (Hilton Hotel) – Reykjavík /smh Sextán íslenskir veitingastaðir í The White Guide Nordic-bókinni Bændur í Eyjafirði hófu slátt 28. maí – Búist við að heyskapur verði kominn á fullan snúning nú í byrjun júní Það telst til tíðinda að íslensk- ir bændur skuli hefja slátt túna sinna í maímánuði þó ekki muni það vera einsdæmi. Þórólfur Ómar Óskarsson, bóndi á Steinhólum í Eyjafjarðardal, var ásamt fleiri Eyjafjarðarbændum með þeim fyrstu þetta árið en hann hóf fyrsta slátt sunnudaginn 28. maí. Þórólfur sló eina 2 hektara á jörðinni Grænuhlíð sem er rétt innan við Steinhóla, þar sem faðir hans, Óskar Kristjánsson, býr. Hann sagði að þennan sama dag fyrir 63 árum, á fæðingardegi Njáls föðurbróður síns, hafi tún verið slegin á Gilsá vestan við Eyjafjarðará og gegnt Grænuhlíð. „Ég var nú ekkert bjartsýn á slátt þegar ég vaknaði á sunnudagsmorgninum því það mígrigndi alla nóttina. Síðan fór að blása seinnipartinn og það var orðið þurrt á klukkan fimm. Ég kíkti á veðurspána og það átti ekki að rigna nema í nokkra daga svo ég ákvað að slá. Hann sagðist aldrei áður hafa slegið tún í maí, og einhver tími í að hann færi af alvöru í heyskap. Hann hafi þó oft slegið minna gras en þetta. „Þetta var nú bara svona snyrtisláttur í kringum íbúðarhúsið og eitt stykki sem kýrnar fara síðan á. Þær hafa núna einn og hálfan hektara í beit og munu klára þá beit á einni viku. Þá verður fínt ef komin verður smá vöxtur á túnið í Grænuhlíð.“ Þórólfur er með um 65 árskýr og þó hann hafi tekið fyrsta slátt nú í maí, þá sagðist hann ekki reikna með að hefja heyskap fyrir alvöru fyrr en nú í annarri viku júní, þó hægt væri að byrja fyrr. „Maður reynir bara að nýta þessa góðu tíð og grös eru hvergi farin að skríða, allavega ekki þessi sáðgrös. Það er bara háliðagrasið sem er farið að skríða.“ Mikið kal í fyrra Þórólfur segist enn eiga nóg hey frá síðasta sumri, en hann hafi þó lent í nokkrum hremmingum í fyrra. „Það var svo mikið kal á nýræktunum í Grænuhlíð og síðan var mjög þurrt veður. Það rigndi ekkert í Grænuhlíð í maí og júní og það var ekki fyrr en í júlí að það fór að rigna þar almennilega. Fyrri slátturinn var því tóm vonbrigði.“ – Þú situr þá ekki uppi með miklar fyrningar frá fyrra ári? „Ja, ég heyjaði hvern einasta blett sem ég komst í og á nóg af heyi, eða um 250 rúllur. Ef maður sæi núna fram á að vanta hey, þá hefði maður trúlega beðið lengur með að byrja að slá. Annars finnst mér ágætt að vera kominn af stað,“ sagði Þórólfur bóndi á Steinhólum. Fleiri bændur hófu slátt í maí Hann sagðist svo sem ekkert hafa verið einn um það í Eyjafirðinum að hefja slátt 28. maí. Líka hafi verið slegið hjá Þresti Þorsteinssyni á Moldhaugum og einnig hjá Guðmundi S. Óskarssyni á Hríshóli og hugsanlega víðar. /HKr. Byggkynbætur á Korpu: Yrkin Smyrill og Valur kynnt til sögunnar – eru fljótþroska og skila góðri uppskeru Jónatan Hermannsson lét af störfum sem tilraunastjóri í jarðrækt á Korpu um síðustu áramót, eftir þrjátíu ára starfsferil þar meðal annars við korntilraunir og kynbætur. Að skilnaði skilaði hann af sér tveimur byggyrkjum, sem hann hefur þróað á undanförnum árum og bindur talsverðar vonir við. Yrkin hafa fengið nöfnin Smyrill og Valur, en áður hefur kynbótastarfið á Korpu skilað af sér fjórum yrkjum; Skeglu, Kríu, Lómi og Skúmi. „Nýju yrkin eru því miður ekki komin á markað enn, þau eru enn í svokölluðu DUS-prófi, sem sannreyna skal að þau séu ólík öðrum yrkjum, einsleit og stöðug,“ segir Jónatan. „Þetta eitt og sér ætti ekki að koma í veg fyrir innflutning, en hitt er það, að við höfum ekki fengið nógu hraða fjölgun á þeim í Svíþjóð, akurlendi hjá kynbótafyrirtækinu virðist takmarkað. Nöfnin á nýju yrkjunum verða með Is fyrir framan í útlendu útgáfunni. Þau eru hálfsystkin, eiga bæði Skúm sem annað foreldri. Á móti honum eru norsku yrkin sem best reyndust hér á fyrsta áratugi aldarinnar. Þar er um að ræða Arve, Olsok, Lavrans og Tiril. Ekki er gott að vita hver er mótparturinn móti Skúmi í hvoru tilviki, því að víxlunum var í upphafi slegið saman,“ útskýrir Jónatan. Sexraða og fljótþroska „Þessi yrki eru bæði sexraða og einkennast af fljótum þroska og eru líka á toppnum í uppskeru. Að ná saman fljótum þroska og svo góðri uppskeru hefur ekki tekist til fullnustu fyrr. Yrkin bæði eru af sömu hæð og erlend sexraðayrki og virðast gefa hálm í svipuðu magni. Strástyrkur virðist góður, það er legu hefur ekki orðið vart í þeim í tilraunum og ekki hefur heldur blásið úr axi. Þó er ekki hægt að segja að það sé fullreynt. Von er til að sáðkorn fáist til landsins vorið 2019, því miður ekki fyrr,“ segir Jónatan. /smh FRÉTTIR Mynd / Þórólfur Myndir / smh Mynd / BBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.