Bændablaðið - 08.05.2017, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 08.05.2017, Blaðsíða 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 201750 Yara á Íslandi stendur fyrir gróf- fóðurkeppni og hefur valið sex bændur til að taka þátt en allir þátttakendurnir eiga það sameig- inlegt að kaupa Yara áburð hjá Sláturfélagi Suðurlands. Keppnin gengur út á að búa til besta gróffóðrið í gæðum og magni. Spennandi verður að fylgjast með keppendum og sjá hvernig til tekst hjá þessum efnilegu bændum. Spurning 1 Hvar er bærinn? Spurning 2 Stærð jarðar? Spurning 3 Gerð bús? Spurning 4 Hvaða markmið hefur þú sett þér í keppninni? Spurning 5 Hvað telur þú vera stærsta áskorunin í keppninni? Spurning 6 Hvaða þáttur er mikilvægast að heppnist? Spurning 7 Áhugamál? Suðurland - Brúnastaðir Bóndi: Ágúst Ingi Ketilsson Ráðgjafi: Geri áburðar - áætlunina sjálfur. Spurning 1 – Bærinn er í austanverðum Flóahreppi. Spurning 2 – Rúmir 300 ha. Spurning 3 – Blandað bú, kýr kindur og hross. Spurning 4 – Að ná sem bestum árangri. Spurning 5 – Að reyna að standa sig vel. Spurning 6 – Að áburðurinn nýtist sem best og réttur sláttutími. Spurning 7 – Búskapurinn, sérstaklega búfjárræktin. Ferðast. Suðurland - Gerðar Bóndi: Stefán Geirsson Ráðgjafi: Geri áburðar- áætlunina sjálfur. Spurning 1 – Gerðar standa í Flóahreppi í Árnessýslu. Spurning 2 – Um það bil 400 ha með Syðra Velli 2 og Galtastöðum. Spurning 3 – Kúabú með nautakjötsframleiðslu. Spurning 4 – Að uppskera og verka gæðafóður. Spurning 5 – Að standa rétt að verki í öllum þáttum svo vel til takist. Spurning 6 – Áburðargjöf. Spurning 7 – Samvera með fjölskyldunni, búskapurinn, íslensk glíma og margt fleira. Norðurland – Hríshóll og Möðruvellir Bóndi: Guðmundur Óskarsson Ráðgjafi: Geri áburðar- áætlunina sjálfur. Spurning 1 – Hríshóll og Möðruvellir í Eyjafjarðarsveit. Spurning 2 – 150 ha. ræktað land. Spurning 3 – Blandað bú, 90-100 kýr og 250 kindur. Spurning 4 – Að fá meiri og betri uppskeru af hverjum hektara. Spurning 5 – Slá á „réttum“ tíma. Spurning 6 – Að fá þurrk á réttum tíma. Spurning 7 – Ferðast. Gera betur á morgun en í dag. Norðurland - Grund Bóndi: Halldór Örn Árnason Ráðgjafi: Áburðaráætlun vinn ég sjálfur með aðstoð Jörð.is. Spurning 1 – Er staðsettur í miðjum Eyjafirði (í svo kölluðu Grundarplássi). Spurning 2 – Erum með rétt um 180 ha af ræktuðul andi. Spurning 3 – Kúabú og svo- lítil kornrækt (30 ha ári). Spurning 4 – Að sjálfsögðu að vinna (alltaf markmið á hverju ári að búa til betra fóður en í fyrra). Spurning 5 – Eins og alltaf er veðrið sem hefur mest áhrif á hvernig manni tekst til. Spurning 6 – Sláttutími. Spurning 7 – Alls konar rækt- un. Vesturland - Ásgarður Bóndi: Magnús Þór Eggertsson Ráðgjafi: Ég hef alltaf gert mína áburðaráætlun sjálfur. Spurning 1 – Jörðin Ásgarður er neðst í Reykholtsdal í Borgarfirði. Land jarðarinnar liggur milli þjóðvegar (Borgarfjarðarbrautar) og Reykjadalsár móti Deildartunguhver. Spurning 2 – Stærð jarðarinnar eru um 190 hektarar. Spurning 3 – Á jörðinni er mjólkur-og nautakjötsframleiðsla. Fjöldi kúa 66 stk. og aðrir nautgripir um 140 stk. Spurning 4 – Að ná sem bestum árangri. Spurning 5 – Stærsta áskorunin er veðrið og ná réttum sláttutíma miðað við gæði grassins. Spurning 6 – Réttur sláttutími miðað við sprettu og gott tíðarfar til heyskapar. Spurning 7 – Helstu áhugamál er að sjálfsögðu landbúnaður, jarðrækt, ferðalög innanlands, tónlist, spila á gítar og útivist. Austurland – Núpur 1 Bóndi: Björgvin R. Gunnarsson Ráðgjafi: Guðný Harðardóttir hjá RML gerði áburðaráætlunina. Spurning 1 – Núpur er á Berufjarðarströnd, milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur. Spurning 2 – Núpur er 670 hektarar, þar af 110 hektarar tún og svo eru um 50 hektara sem við heyjum annars staðar. Einnig erum við með jörðina Streiti á leigu, sem er 1200 hektarar. Spurning 3 – 280 nautgripir og þar af u.þ.b. 110 mjólkurkýr. Spurning 4 – Að læra af þessu og auðvitað vinna! Spurning 5 – Að allir þættir gangi upp svo hægt sé að framleiða besta gróffóðrið. Spurning 6 – Forðast mengun í heyinu og stuðla að réttri verkun. Spurning 7 – Vélar, tæki og flest tengt búskap. Einnig gaman af því að grafa skurði. Gróffóðurkeppni Yara á Íslandi – Kynning á keppendum – Hver býr til besta gróffóðrið árið 2017? Ágúst Ingi Ketilsson. Stefán Geirsson með dóttur sinni Margréti, Lóu. Guðmundur Óskarsson ásamt syni sínum, Ingva. Magnús Þór Eggertsson.Halldór Örn Árnason. Björgvin R. Gunnarsson. Jötunn Vélar á Selfossi býður upp á lausnir í húsnæðismálum með einingahúsum frá Límtré Vírnet sem framleidd eru á Íslandi: Vönduð hús úr gæðaefnum sem auðveld eru í flutningi „Undirbúningur vegna hönnunar húsanna hófst síðastliðið sumar í kjölfar þess að við fengum fjölda fyrirspurna frá okkar viðskiptavinum varðandi lausnir í húsnæðismálum. Við frekari greiningu á markaðnum áttuðum við okkur á því að almennt væri fólk að leita eftir vönduðum húsum og að miklu skipti að þau væru auðveld í flutningi, þannig að einfalt væri að aðlaga sig breyttu umhverfi í framtíðinni bæði með kaup og sölu á húsum eftir því hver þörfin er hverju sinni,“ segir Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri hjá Jötunn Vélum á Selfossi. Fyrirtækið hóf nýlega að selja tvenns konar hús sem bera heitin Sælureitur og Náttstaður. Báðar húsagerðir eru smíðaðar hér á landi úr yleiningum og límtré sem kemur frá Límtré Vírnet. Húsin eru afhent samansett og fullbúin. „Með því að setja þau saman á sama stað og af sömu mönnum náum við bæði hraða og gæðum sem erfitt er að ná með öðrum hætti og þar af leiðandi eru húsin á lægra verði, en yleiningar og límtré eru í eðli sínu dýrt byggingarefni,“ segir Finnbogi. Þörf fyrir minni einbýlishús til sveita „Þegar við fórum að skoða markaðinn í fyrrasumar sáum við líka fljótt að talsverð þörf er til sveita fyrir minni einbýlishús, m.a. þegar kynslóðaskipti eiga sér stað á jörðum. Önnur húsagerðin, Sælureiturinn, hentar þar einkar vel, það er einfalt að selja húsið og flytja það á brott þegar ekki er lengur þörf fyrir það á viðkomandi jörð,“ segir Finnbogi. Sælureiturinn hentar einnig mjög vel sem sumarhús. Reynslumiklir menn úr byggingageiranum gengu til liðs við Jötun og sáu m.a. um allt sem viðkemur hönnun húsanna og samsetningu þeirra. „Þannig tryggðum við að hvergi væri gefinn neinn afsláttur á gæðum.“ Hönnun Sælureitsins lauk nú á vordögum og var áhersla við hönnun og byggingu lögð á gæði og endingu þeirra efna sem notuð er við smíðina sem og að lágmarka kostnað við viðhald og annan rekstur húsnæðis. Hið sama gildir um hina húsagerðina, Náttstaðinn. „Við settum þau skilyrði áður en hafist var handa við hönnunarvinnu að húsin stæðust allar kröfur sem byggingayfirvöld gera og okkar hús gera það, uppfylla sömu kröfur og hefðbundin staðbyggð hús gera.“ Endingartími 70 til 80 ár Sælureiturinn er þriggja herbergja íbúðar- og eða sumarhús, en Náttstaðurinn er byggður upp í einingum, tveggja, þriggja eða fjögurra herbergja samliggjandi gistieiningar eftir því hvað hentar hverjum og einum kaupanda. „Náttstaðurinn hentar bæði þeim sem stunda ferðaþjónustu og einnig fyrirtækjum sem vantar húsnæði fyrir sitt starfsfólk,“ segir Finnbogi. Hann segir að þegar mikið er lagt upp úr gæðum við efnisval húsa sé óhjákvæmilegt að verð sé hátt, „en okkur hefur tekist að halda verði húsanna í algeru lágmarki, það er hægt í krafti þess að húsin eru afhent samsett og fullbúin. Á þann hátt lækkar kostnaður við samsetningu og frágang verulega samanborið við hús sem reist eru úr sömu efnum á byggingarstað.“ Endingartími húsanna á hæglega að geta orðið 70 til 80 ár. Afgreiðslutími er skammur, frá pöntun og að afhendingu fullbúins húss líða að jafnaði 10 til 12 vikur. /MÞÞ ER KROPPURINN Í LAGI? Mörg búverk krefjast þess að bóndinn sé í líkamlega góðu formi. Hann verður að búa yfir styrk, lipurð og þoli til að mæta ólíkum verkefnum dagsins. Þess vegna er mikilvægt að halda sér í formi, gera reglulega æfingar og leggja áherslu á að styrkja alla vöðva líkamans. ER ÞITT BÚ ÖRUGGUR OG GÓÐUR VINNUSTAÐUR? Kynntu þér leiðbeiningaefni um öryggi og vinnuvernd í landbúnaði á bondi.is PO RT h ön nu n Hús sem bera heitin Sælureitur og Náttstaður. Báðar húsagerðir eru smíðaðar hér á landi úr yleiningum og límtré sem kemur frá Límtré Vírnet. Húsin eru afhent samansett og fullbúin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.