Bændablaðið - 08.05.2017, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2017
Menningaveisla Sólheima var sett
laugardaginn 3. júní við kaffihúsið
Grænu könnuna.
Eftir setningu var haldið í
Ingustofu og samsýning og vinnu-
stofa skoðuð. Þaðan var svo haldið
upp í Sesseljuhús þar sem sýningin
Hvað hef ég gert? stendur yfir. Þar
má sjá túlkun íbúa Sólheima á vanda
hnattrænnar hlýnunar og mögulegum
lausnum á honum.
Úr Sesseljuhúsi var farið í
Sólheimakirkju. Þar flutti Sól-
heimakórinn nokkur lög undir stjórn
Bjarka Bragasonar og nokkur lög
úr Ævintýrakistunni voru flutt undir
stjórn Þrastar Harðarsonar.
Það er ókeypis á alla viðburði
Menningarveislunnar sem stendur
til 19. ágúst; fjölbreytt dagskrá,
uppákomur, tónlistarviðburðir og
sýningar.
Hollar og góðar lífrænar vörur
og veitingar eru í fyrirrúmi á
Sólheimum; bæði á Grænu könnunni
og einnig í versluninni Völu, en opið
er alla daga frá 12–18.
Næstu viðburðir
Menningaveislunnar 2017
Laugardaginn 10. júní
Tónleikar Ayisha Elisabeth Moss og Chrissie
Guðmundsdóttir í Sólheimakirkju klukkan
14.00.
Umhverfisfræðsla um matarsóun! Rannveig
Magnúsdóttir frá Landvernd á Sólheimum
klukkan 16.00 í Sesseljuhúsi, Umhverfisfræðsla
júní. Laugardagur kl. 16.00 í Sesseljuhúsi.
Rannveig Magnúsdóttir frá Landvernd.
Fyrirlestur um matarsóun.
Þriðjudaginn 13. júní
Tónleikar Appelton drengjakórsins í
Sólheimakirkju klukkan 17.00 Appleton
drengjakórinn. Tónleikar í Sólheimakirkju
klukkan 17.00.
Laugardaginn 17. júní
Tónleikar. Sváfnir Sigurðarson í
Sólheimakirkju klukkan 14.00 laugardaginn
17. júní klukkan 14.00 í Sólheimakirkju. Sváfnir
Sigurðarson spilar og syngur.
Nánari upplýsingar um dagskrá Menningar-
veislunnnar sumarið 2017 er að finna á vef
Sólheima, solheimar.is. /smh
Menningarveisla Sólheima 2017 hafin
Nýr garðyrkjustjóri á Sólheimum:
Framleiðir mest á landinu af
lífrænt vottuðu grænmeti
Jón Þröstur Ólafsson er nýr
garðyrkjustjóri Garðyrkju-
stöðvarinnar Sunnu á Sólheimum
í Grímsnesi. Þar er framleitt
mest á landinu af lífrænt vottuðu
grænmeti.
Jón Þröstur er menntaður
g a r ð y r k j u f r æ ð i n g u r o g
blómaskreytir og hefur aðallega
starfað í blómaverslunum á
undanförnum 16 árum. Hann segir
að það að taka við Sunnu hafi verið
ákveðin áskorun. „Ég tók við í
nóvember í fyrra og það var auðvitað
dálítið eins og að stökkva beint út í
djúpu laugina. Grænmetisræktun er
gjörólík því sem ég hef verið að gera
og sömuleiðis lífrænt vottuð ræktun.
Svo hefur svo rosalega margt
breyst í garðyrkjunni á síðustu 16
árum, til dæmis eru miklu fleiri
farnir að nota lífrænar varnir. Þetta
hefur verið eins konar endurmenntun
fyrir mig að hefja störf hér,“ segir
Jón Þröstur.
Mest ræktað af smáum tómötum
„Þetta hefur gengið ágætlega hjá
okkur eftir að ég tók við, með góðra
manna hjálp. Maður lærir líka mikið
af mistökunum sem maður lendir í.
Við höfum haldið áfram með svipaða
ræktun og verið hefur undanfarin
ár. Tegundirnar eru flestar þær
sömu; mest er ræktað af tómötum,
svo gúrkum og papriku. Minna er
svo ræktað af chili og eggaldini.
Við erum með nokkur afbrigði af
tómötum – en minni tómatarnir eru
fyrirferðarmestir. Svo erum við með
þrjár stærðir af gúrkum. Meirihluti
tómataframleiðslunnar fer í verslanir
Krónunnar en svo framleiðum við
auðvitað fyrir mötuneyti okkar
hérna á Sólheimum. Mér finnst
skemmtilegt að hafa litafjölbreytni í
framleiðslunni, við erum með fáeina
liti núna bæði í tómötunum og
paprikunum og ætlum að auka við
litina í nánustu framtíð. Fjólubláar
gulrætur eru líka á dagskrá fyrir
næsta ár,“ segir Jón Þröstur. /smh
Jón Þröstur Ólafsson og Reynir Pétur
Ingvarsson, starfsmaður Sunnu.
„Í sparifötunum“.
Guðrún L. Haraldsdóttir á heiðurinn af
Hvað hef ég gert?
Myndir / smh