Bændablaðið - 08.05.2017, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 08.05.2017, Blaðsíða 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2017 félögin og myndi skapa aukin tækifæri til atvinnuuppbyggingar með auknum samgöngum milli Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárvallarsýslu. Gjálp vill breyta því viðhorfi að líta á brúna sem órjúfanlega heild af virkjuninni enda er brúin ekki hluti af virkjuninni. Gjálp telur í raun að Landsvirkjun sé að nota brúarsmíðina í hrossakaupum við sveitarstjórnir og til að kaupa sér velvild íbúa á svæðinu. „Það kom í ljós á fundi sem við áttum með Landsvirkjun að þeir þurfa í raun og veru ekki á brúnni að halda fyrir Hvammsvirkjun. En þeir eru búnir að semja við sveitarfélögin um að brúin komi með virkjuninni. Brúin er því borgun fyrir virkjunina til sveitarfélaganna sem hefur um leið valdið því að sveitarstjórnirnar á svæðinu hafa ekki „tekið slaginn“ við stjórnvöld um að fá brúna eina og sér heldur bara hallað sér aftur og beðið eftir að virkjunin komi með brúna,“ segir Anna Björk. Með þessu sé búið að skapa hugrenningatengsl meðal íbúa á svæðinu um að virkjunin sé jákvæð því með henni fáist brú, að sögn Önnu Bjarkar. Þessi hugrenningatengsl endurspeglist í könnun sem Landsvirkjun gerði í sveitinni, sem var hluti af endurskoðun umhverfismats fyrir Hvammsvirkjun. Þar var verið að kanna afstöðu meðal íbúa- og sumarhúsaeigenda til fyrirhugaðrar virkjunar. „Í könnuninni var alltaf verið að troða brúnni inn í allar spurningar. Þannig sýna niðurstöður jákvæða afstöðu gagnvart virkjun þegar þátttakendur hafa í raun verið að svara jákvætt vegna brúarinnar. Niðurstaðan endurspeglar aðallega að fólk vill fá brú en Landsvirkjun vill túlka að jákvæðnin sé til virkjunarinnar. Niðurstaða könnunarinnar er því ómarktæk því rangt er að halda því fram að þessi jákvæðni sé út af virkjuninni einni og sér,“ segir Anna Björk. Ómetanlegt gildi fyrir sveitarfélög Í stjórn Gjálpar sitja, ásamt Önnu Björk; Edda Pálsdóttir frá Hamarsheiði, Pálína Axelsdóttir Njarðvík frá Eystra Geldingaholti, Guðlaugur Kristmundsson frá Haga og Ingibjörg Sæunn Jónsdóttir frá Skeiðháholti. Þó flest þeirra búi í borginni sinna þau mörg landbúnaðarstörfum á æskuslóðunum. Því er það svo að þegar sauðburði lýkur mun stjórnin setja verkefni félagsins á oddinn. Áfram verður haldið, í samvinnu við atvinnumálanefnd sveitarfélagsins, að raungera skrifstofuklasann og hafist verður handa við að vinna að öðrum tillögum hugmyndasmiðjunnar. „Þá hefur umhverfisnefnd sveitarfélagsins óskað eftir að við vinnum með þeim að friðlýsingu á Gjánni í Þjórsárdal.“ Anna Björk segist halda að gildi félagsskapar eins og Gjálpar fyrir sveitarfélög og sveitunga sé afar verðmætt. „Eins og ég sé þetta þá tel ég það vera mjög verðmætt og jafnvel ómetanlegt fyrir sveitarfélög og sveitunga að hafa svona félag af ungu fólki sem vinnur grasrótarstarf í sjálfboðaliðavinnu með þá hugsjón að efla og auðga sveitina með fjölbreyttu atvinnulífi. Þannig búum við til aðstæður þar sem ungt fólk getur séð framtíð sína innan sveitarinnar, haft tækifæri til að flytja „aftur heim“, búið nærri fjölskyldu og vinum og með því gert sveitina að fjölbreyttara og sterkara samfélagi.“ /ghp VÍNYLPARKET – frábær lausn fyrir heimili, sumarhús, skóla ofl. Flugumýri 34 • 270 Mosfellsbæ Sími 896 9604 • vinylparket.is vinyl golfefni • Viðhaldsfrítt • Níðsterkt • Þolir vatn og þunga trafík • Margir litir Vínylparket fæst smellt, niðurlímt eða lauslagt og í mörgum tilfellum er hægt að leggja það yfir önnur gólfefni. Landsvirkjun hefur opnað vefsíðuna hvammur.landsvirkjun.is með upplýsingum um fyrirhugaðar framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar. Hér má sjá eitt dæmi um hvernig ákveðið svæði mun líta út fyrir (t.v.) og eftir (t.h.) framkvæmdir. Horft er til suðvesturs frá Þjórsárdalsvegi, austan við Þverá. Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Viðurkenndur söluaðili Dana Spicer - Atvinnutæki - Skiptingar - Öxlar - Drifsköft - Varahlutir Bændablaðið á bbl.is og líka á Facebook Smáauglýsingar 56-30-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.