Bændablaðið - 08.05.2017, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 08.05.2017, Blaðsíða 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2017 Matvælastofnun, Landbúnaðar- háskóli Íslands og Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum vinna nú að verkefni með það að markmiði að kortleggja öndunarfæravandamál í sauðfé um allt land og greina orsakir þeirra. Á Bændatorginu og á Fjárvís er nú hægt að finna stutta könnun sem hefur það að markmiði að safna upplýsingum um hjarðir þar sem öndunarfæraeinkenni hafa verið vandamál. Matvælastofnun hvetur alla sauðfjárbændur til að taka þátt. Því fleiri sem taka þátt, því árangursríkari verður greining þessa mikilvæga heilsufarsvandamáls í sauðfjár ræktinni. Hósti í fé, og þá einkum haustlömbum og ásetnings lömbum, er þekkt vandamál á Íslandi. Umfang og orsakir hósta hafa þó ekki verið skráð skipulega og ekki eru til yfirgripsmikil gögn sem nota má til þess að leggja mat á vandann. Þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á öndunarfæraeinkennum hafa leitt í ljós að þau geti stafað af m.a. kregðubakteríum, lungapestarbakteríum, barkakýlis- bólgu og lungnaormum. Telja má líklegt að vandamálið sé alvarlegra á sumum búum en öðrum og jafnvel að ástæður geti verið fleiri en ein. Á þeim búum er mikilvægt að grípa til aðgerða gegn öndunarfærasjúkdómum. Til þess að geta unnið markvisst að slíkum aðgerðum þarf að kortleggja vandann og greina hvaða sýkingarvaldar og áhættuþættir koma fyrir á hverju búi fyrir sig. Stöndum saman vörð um velferð sauðfjár. Sigrún Bjarnadóttir, dýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun Bændablaðið Kemur næst úr 22. júní Rannsókn á öndunarfæra- vandamálum í sauðfé ...frá heilbrigði til hollustu Flutningur á líflömbum Gefum og seljum ekki dýr á röngum forsendum Matvælastofnun vill vekja athygli á að óheimilt er að selja, gefa eða afhenda dýr einstaklingi sem ástæða er til að ætla að hafi ekki aðbúnað, getu eða vilja til að annast dýrið í samræmi við lög um velferð dýra. M.ö.o. þá er bændum og öðrum dýraeigendum óheimilt skv. lögum um velferð dýra að selja eða gefa frá sér dýr nema þeir viti fyrirfram að viðtakandi vilji eignast dýrið og hafi viðunandi aðstöðu og getu til að hugsa um það. Jafnframt tilgreina lögin að veita skuli viðtakanda dýrs, eftir því sem við á, upplýsingar um atriði sem máli skipta um velferð þess. Dæmi eru um að mætt sé með lömb, grísi, hana og önnur dýr við ýmis tækifæri s.s. afmæli og önnur tilefni. Það getur verið gert sem grín, sem skemmtun eða sem fræðsla. Slíkir gjörningar rata gjarnan í fjölmiðla og vekja ánægju meðal þátttakenda en ekki endilega meðal dýranna. Markmið laga um velferð dýra „er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Enn fremur er það markmið laganna að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt.“ Það er jákvætt að auka nálægð almennings við dýr en það þarf að gera það á réttan hátt og í samræmi við lög. Best er að leggja af gríngjörninga með dýr og að gefa dýr í gríni. Við sýningu, flutning og alla meðhöndlun dýra þarf að gæta fyllstu nærgætni þannig að þau verði ekki hrædd, passa upp á vatn og fóður og ætíð forðast hávaða og læti. Hjalti Andrason fræðslustjóri hjá Matvælastofnun Frestur til þess að sækja um leyfi til þess að flytja líflömb milli landsvæða samkvæmt reglugerð nr. 550/2008 rennur út 1. júlí. Sótt er um leyfi til líflamba- flutnings rafrænt inn á Þjónustugátt á heimasíðu Matvælastofnunar www.mast.is. Vakin er athygli á því að á riðusvæðum, þar sem riða hefur greinst undanfarin 20 ár, er bannað að flytja lifandi fé á milli hjarða. Sigrún Bjarnadóttir, dýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun Askalind 4, Kópavogi Sími 564 1864 www.vetrarsol.is FYRIR BÆNDUR Slá uvagn l að slá og gefa grænfóður inanndyra Hentar einnig l að halda hreinu kringum bæinn Slær 160cm og tekur 1900 lítra í graskassann CANGURO PRO 1600 SLÁTTUVAGN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.