Bændablaðið - 08.05.2017, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 08.05.2017, Blaðsíða 39
3Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2017 Hrossabændur - hestamenn! Vantar hross til slátrunar á næstu vikum. Forðist biðlista í haust. Bjóðum tímabundið hækkað verð! Sláturpantanir í síma 480 4100. Sláturfélag Suðurlands Selfossi Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Gúmmíbelti - Fyrir smágröfur Bændablaðið Næsta blað kemur út 22. júní Biosphere 2, John R Adams, gekk ég milli gjörólíkra lífkerfa með því einu að opna dyr. Hann útskýrði markmið núverandi eiganda, háskólans í Arizona (UA), um að nýta einstaka aðstöðu hjúpsins og möguleikann á að kanna áhrif einstakra þátta loftslags á lífkerfi, þar á meðal koltvíoxíðs. Í fyrrum landbúnaðarrými hefur verið byggð aflíðandi brekka með muldu basalti, sem er líkast jarðvegi Mars, rannsóknarverkefni með áherslu á niðurbrot jarðvegs, hreyfingu vatns og þróun lífrænna efna. LEO rannsóknin (Landscape Evolution Observatory), er vissulega mikilvæg, en árið 1991 var þetta sama rými lífsnauðsynlegt í ljósi þess að öll matvæli fyrir átta þátttakendur voru framleidd hér, á hálfri ekru. Sumar tegundir þrifust ekki og varð mataræðið einhæfara fyrir vikið að því marki að þátttakendurnir átta sýndu allir einkenni kolvetnisskorts, en voru ósammála um lausnir. Ósættið var hluti af rofi sem líktist þögulli borgarastyrjöld, vel þekkt fyrirbæri þegar einstaklingar neyðast til að deila takmörkuðu rými, sér í lagi geimfarar. Sumir vildu leggja hluta annarra lífkerfa undir matvælaræktun, en aðrir biðluðu til stjórnenda tilraunarinnar að leyfa innflutning á mat, enda færi orka og einbeiting meðlima til vísindastarfa þverrandi. Frammi fyrir skorti birtist grundvallarmálefni í fæðuframleiðslu heimsins, þar á meðal hversu mikið landrými þarf til að framleiða sömu orkueiningu. Annað og ósýnilegra vandamál var álíka banvænt, með hækkandi gildum koltvíoxíðs og minnkun súrefnis í lokuðu rýminu sem treysti á ljóstillífun fyrir súrefnisframleiðslu. Meðal þess sem orsakaði vandann var minni sólargeislun vegna áhrifa El Nino, skuggi af járngrind hjúpsins og notkun næringarríks jarðvegar sem leiddi til aukins örverugróðurs með tilheyrandi losun á koltvíoxíð. Dæling súrefnis utan frá rýrði trúverðugleika rannsóknarinnar en bjargaði lífum. Líkamar þeirra löguðu sig hins vegar að einhæfu og hollu mataræði, en fábreytnin tók sinn toll andlega. Eftir tveggja ára innilokun gengu meðlimir út með bros á vör, en hver eining hélt í sína átt, þó allir héldu áfram störfum með áherslu á virkni náttúrulegra kerfa. Úr urðu tvö hjónabönd, en stormasöm ár í rekstri hjúpsins tóku við, sem gekk milli eigenda með ólíkar hugmyndir um hlutverk og rekstrarform. Tilraunin hafði sýnt fram á getu einstaklinga til að sjá um og viðhalda lífkerfum, þó örsmá og knúin áfram með gríðarlegri utanaðkomandi tækni og orku, 2MW, en sömuleiðis áhrif skorts á mat og jarðnæði, sömu vandamál og fátækir bændur hafa glímt við í gegnum aldirnar, og er áframhaldandi orsök gróðureyðingar víða um heim. Fortíðin tínd Biosphere 2-tilraunin leiddi í ljós að fjölbreytileiki náttúru og lífkerfa er ofar stjórn manna, en sömuleiðis getuna til að leysa vandamál sem, í þessu tilfelli voru smækkuð mynd af vandamálum þess lífkerfis sem kallast Biosphere 1, eða jörðin. Vandamál sem innan hjúpsins urðu lífshættuleg á vikum og mánuðum gætu þjónað sem áminning um mögulegar afleiðingar á lífkerfi jarðarinnar, þó ferlin séu hægari. Síðdegis gekk ég upp í fjallshlíðar Santa Catalina fjallanna, þar sem borgarbúar sækja í skraufþurra heita náttúru, heimkynni fáséðra fjallaljóna, geita og harðgerða Saguaro kaktusins. Þessi vatnsfylltu grænu ferlíki, eins og fáránleg tröll eyðimerkurinnar, voru um þúsundir ára hluti af mataræði ættbálka svæðisins, og hluti af fjölbreyttum landbúnaði þeirra. Í dag hefur söfnun fræja, bauna og blóma villtra eyðimerkurplantna orðið æ vinsælli meðal smábænda sem selja afurðir á bændamörkuðum Tucson, en meðlimir Tohono O’odham ættbálksins hafa ávallt viðhaldið slíkum matarhefðum. Þannig hefur örlítill angi nútímalandbúnaðar í Arizona snúið aftur til uppruna síns, með uppskeru sem landið býður upp á náttúrulega, án aðkomu manna. /Svavar Jónatansson Eyðimerkursvæði Biosphere 2. Mótorar og varahlutir á lager Hröð og góð þjónusta Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON á ÍSLANDI MHG VERSLUN EHF 544-4656 - MHG.IS Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í samstarfi við Umhverfis- og Auðlindaráðuneytið aug lýsir eftir 5 þátttökubúum í verkefni sem hefur það að markmiði að leggja mat tæki- færi og áskoranir til þess að draga úr losun gróður húsa lofttegunda frá landbúnaði. Lagt verður mat á helstu losunarþætti og þá m.a. horft til aðkeyptra aðfanga, framleiðslu og landnotkunar. Settar verða fram tillögur að leiðum til þess að draga úr losun í sam- vinnu við þátttakendur. Við val á þátttökubúum verður lögð áhersla á að fanga breytileika milli landfræðilegra þátta, svo sem jarðvegsgerða, landlegu ásamt því að horfa til samsetningu bú stofns. Heimilt þarf að vera að birta niðurstöður í fræðslu- og kynningarefni tengdu verkefninu. Umsóknir um þátttöku skal senda á netfangið snorri@rml.is fyrir 20. júní 2017. Nánari upplýsingar um verkefnið veita Snorri Þorsteinsson (snorri@rml.is) og Borgar Páll Bragason (bpb@rml.is) AUGLÝST ER EFTIR BÚUM TIL ÞÁTTTÖKU Í VERKEFNINU „MINNKUN LOSUNAR GRÓÐURHÚSALOFTTEGUNDA FRÁ LANDBÚNAÐI“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.