Bændablaðið - 08.05.2017, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2017
Kerlingarfjöll hefðu átt að
vera friðlýst með undirritun
þann 15. júní 2016, ef veður
og færð hefðu leyft, sam-
kvæmt verk og- tímaáætlun
Umhverfisstofnunar.
Í reynd birtu vel flestir fjöl-
miðlar fréttir þess efnis, snemma
á síðasta ári, að Kerlingarfjöll
yrðu friðlýst það sama sumar
og voru þar að vitna í fréttatil-
kynningu frá umhverfis- og auð-
lindaráðuneytinu. Veður og færð
virtust vera það eina sem gætu
staðið í vegi fyrir gjörningnum.
Enn hefur ekkert orðið af
friðlýsingunni.
Á vefsíðu Umhverfis-
stofnunar má finna upplýsingar
um Kerlingarfjöll undir flipan-
um Friðlýsingar í vinnslu. Þar
hefur ferli friðlýsingar dagað
uppi þar sem ekki er búið að
uppfæra stöðuna síðan í fyrra-
sumar.
Samkvæmt lögum um
verndar- og orkunýtingaráætlun
skulu stjórnvöld strax og Alþingi
hefur samþykkt áætlunina hefja
undirbúning að friðlýsingu
landsvæða í verndarflokki.
Nú eru rúm fjögur ár síðan
áætlunin var samþykkt. Tuttugu
svæði eru í verndarflokki – ekk-
ert þeirra friðlýst.
Á meðan eru áætlanir gerð-
ar um virkjanir á þeim stöðum
sem féllu í orkunýtingarflokk
rammaáætlunar. Virkjunar kostir
eru í rannsóknarferlum, mat á
umhverfisáhrifum þeirra stend-
ur yfir og gengið hefur verið
frá framkvæmdarleyfum sumra
þeirra. Allt óháð veðri og færð.
Nýju náttúruverndarlögin
leggja margvíslegar skyldur á
undirstofnanir umhverfis- og
auðlindaráðuneytisins. Fjölgun
verkefna ætti að fylgja aukið
fjármagn en svo virðist ekki
vera.
Fram kemur í pistli forstjóra
Náttúrufræðistofnunar Íslands,
í nýútkominni ársskýrslu, að
skýringa sé væntanlega að leita
í vanþekkingu á starfsemi stofn-
unarinnar og skilningsleysi á
þeim nýju verkefnum sem lögin
kveða á um.
Í ársskýrslu Umhverfis-
stofnunar má sjá graf sem sýnir
þróun í framkvæmdum stofn-
unarinnar á friðlýstum svæð-
um og framlags í fjárlögum.
Á meðan kostnaður við fram-
kvæmdir hefur farið úr 88,5
milljónum í 235,5 milljónir frá
2013–2016 hefur framlag ríkis-
sjóðs minnkað úr 141,2 milljón-
um í 59 milljónir.
Það að sjálfsagðar lögboðnar
friðlýsingar dagi uppi er
táknrænt fyrir þessa sorglegu
stöðu í náttúruvernd Íslands.
Leiðin þangað er í raun ófær.
Nýju náttúruverndarlögin er
metnaðarfullur lagabálkur sem
tekið var fagnandi, enda átti hann
að endurspegla nýjar aðferðir,
byggðum á vísindalegum
forsendum, og ríkjandi viðhorf
til náttúruverndar.
Hvernig væri að tryggja
þeim stofnunum sem bera
ábyrgð á friðlýsingaferlum þann
rekstrargrundvöll sem til þarf til
þess að samþykkt lög nái fram
að ganga?
Friðlýsing Kerlingarfjalla
myndi verða til þess að fjögur
af tuttugu svæðum í verndar-
flokki hlytu vernd; Hverabotn,
Neðri-Hveradali, Kisubotnar og
Þverfell.
Það yrði lítið en mikilvægt
skref ef við fengjum frétt-
ir af undirritun friðlýsingar
Kerlingarfjalla í sumar. /ghp
Ófærð
STEKKUR
Selá í Álftafirði hefur verið lokuð
fyrir stangveiði núna í þrjú ár,
en verður aðeins opnuð núna
í sumar fyrir veiðimenn. Við
heyrðum aðeins í Páli Ólafssyni,
einum af leigutökum árinnar,
fyrir nokkrum dögum.
,,Við tókum við leigunni á Selá
árið 2013, eftir nokkur mögur ár á
undan,“ segir Páll Ólafsson.
„Strax fyrsta árið sáum við
að staðan á ánni var ekki góð og
fengum við á staðinn fiskifræðing
að nafni Bjarni Jónsson til þess að
seiðamæla og skoða í hvaða ástandi
áin var. Eftir að hann hafði rann-
sakað ána var okkur ljóst að áin
bæri góð hrygningarskilyrði en hún
væri viðkvæm og þyrfti að hjálpa
henni af stað aftur þannig að hún
yrði ákjósanlegur staður fyrir veiði-
menn í framtíðinni.“
Ákveðið að friða ána í nokkur ár
„Eftir að hafa fengið þessa úttekt frá
Bjarna var ákveðið ásamt bændum
í sveitinni að friða ána næstu 3–4
árin og leyfa náttúrunni að sjá um
sína. Við hófum því að grafa seiði
með hjálp Bjarna og sumarið 2016
sáum við loksins að hvíldin hafði
borið árangur enda voru komnir
laxar á nær helming veiðistaða. Í
júlí í fyrra kíktum við í stutta til-
raunaveiði, veiddum einn og hálfan
dag. Við lönduðum 9 löxum upp í
87 cm og því var ákveðið að hefja
tilraunarveiðar sumarið 2017.“
Einn skemmtilegasti bardagi við
fisk sem ég hef upplifað
Mér er í fersku minni þegar ég
og makkerinn minn fórum upp
í gljúfrið í þessari ferð og hann
sagði við mig að það væri allt fullt
af laxi við stein sem er staðsettur
neðar í gljúfrinu. Hann hafi veitt
einn lax þar fyrr um morguninn
en hann hafi aldrei séð einn
einasta fisk þar áður en þessi tók.
Ég ákvað því að kíkja á þennan
stein og kanna aðstæður en eftir
að hafa skimað eftir löxum í
nokkrar mínútur og ekki séð bein
í ánni spurði ég hvort við ættum
ekki frekar að kíkja á aðra staði
neðar og kanna aðstæður. Félaginn
var samt 100% að það væri lax
þarna og bað mig um að kasta
„upstream“ og láta fluguna slá
niður í steininn. Auðvitað ákvað ég
að prófa og kastaði „frances“ upp
í strauminn og lét hana fara niður
fyrir mig þannig að hún myndi
sleikja steininn og í fyrsta kasti
fann ég að það var rifið í fluguna.
Þá tók við einn skemmtilegasti
bardagi við fisk sem ég hef
upplifað því fiskurinn hafði nóg
pláss en ég varð að láta mér lynda
að standa á sama stað allan tímann
þar sem ekki var hægt að færa sig
fet.
Eftir 20 mínútur landaði ég
líka þessum gullfallega laxi sem
reyndist vera 86 cm. Eftir að þessi
lax tók sáum við um 10 laxa synda
undan steininum og sannaði það
því þá sögusagnir um að þó svo að
maður sjái ekki lax verður maður
að láta á það reyna.
Sumarið 2017 höfum við því
ákveðið að selja 6–8 helgar með
því fyrirkomulagi að aðeins er veitt
frá fimmtudegi til sunnudags og
verður áin því hvíld í 3–4 daga á
milli holla,“ sagði Páll enn fremur.
Það verður gaman að sjá
hvernig veiðin gengur í sumar í
ánni, áin er falleg og sérstaklega
uppi í gljúfri.“
Opnað á ný í Selá í Álftafirði
Veiðin hefur gengið vel á
Urriðasvæðinu í Þjórsá
,,Staðan við Urriðafossinn er
mjög góð og rosalega mikill fisk-
ur að ganga,“ sagði Harpa Hlín
Þórðardóttir, þegar við spurð-
um um veiðina á Urriðafossi
í Þjórsánni. Veiðin þar hefur
gengið ævintýralega vel það sem
af er veiðitímanum.
,,Jú, við vissum að veiðin yrði
góð, en óraði ekki fyrir að hún
myndi byrja svona vel. Fiskur er
að ganga fyrr en í meðalári. Það
eru komnir um 60 laxar en það er
hóflegur kvóti svo meirihluti þeirra
hefur fengið líf. Við erum búin að
vera í vangaveltum með land-
eigendum í töluverðan tíma um
að hefja stangveiði í Urriðafossi,
vildum stíga létt til jarðar og vinna
þetta rólega og kynnast svæðinu
sem hefur lítið verið veitt á stöng.
Það verður að segjast að viðbrögð
veiðiheimsins komu okkur mest á
óvart og greinilega margir veiði-
menn að kynnast svæðinu.
Við erum mjög spennt að þróa
þessa hugmynd áfram með land-
eigendum. Landeigendur þekkja
náttúrlega hvern krók og kima á
svæðinu og vissu mun betur en
við hvernig þetta gæti orðið og
sjá verðmætin í því að breyta
veið inni í Urriðafossi úr neta-
veiði í stangveiði. Við höfðum
áætlað u.þ.b. fimm ár fyrir þess-
ar breytingar og að byggja upp
svæðið fyrir stangveiði en miðað
við viðtökurnar þá gæti það tekið
mun skemmri tíma,“ sagði Harpa
enn fremur.
NYTJAR&VEIÐI
Árið 2016 var farið í stutta tilraunaveiði í júlí og var töluvert af laxi komið í ánna. Meðfylgjandi mynd er af Páli
Ólafssyni frá þeirri ferð. Mynd / Gunnar Bender
Gunnar Bender
gunnarbender@gmail.com
Fiskur er að ganga fyrr í Þjórsá en
í meðalári.
opnunardaginn.
Veiði er skemmtileg
,,Mér finnst gaman að veiða en
leiðinlegt þegar hann sleppur
af,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson
knattspyrnukappi, eftir að fyrsti
lax sumarsins slapp af hjá honum
í Norðurá í Borgarfirði, flottur
fiskur.
,„Ég hefði hvort eð er þurft að
sleppa honum,“ sagði Gylfi enn
fremur en er alls ekki sáttur.
Þegar maður hefur hitt framhjá
markinu reynir maður bara aftur
og aftur. Það gerði Gylfi og veiddi
annan flottan lax eftir að hinn slapp
af.
,,Jú, ég hef veitt nokkrum sinnum
áður og mér finnst þetta verulega
gaman,“ segir Gylfi og hann er búinn
að veiða fyrsta laxinn í sumar og lax
númer tvö er líka kominn á land.
Hann er grjótharður keppnismaður
sem aldrei gefst upp.Fjör við Vestmannsvatn
Vestmannsvatn er rétt sunnan
Grenjastaðar í mynni Reykjadals
í Suður-Þingeyjarsýslu og þar
veiðist ágætlega af silungi á
hverju sumri.
Þar voru undir veiðimenn að
veiða fyrir nokkrum dögum og
allir fengu fisk, sem skiptir miklu
máli. Þegar maður er að byrja
veiðina.
,,Við vorum að veiða, ég og
krakkarnir, og þetta var gaman,“
sagði Helgi Jón Ólafsson, sem var
að koma úr Vestmannsvatni með
fiska frá 1,5 til 2 punda fiska.
,,Við vorum að veiða í tvo
tíma og náðum fimm fiskum, allir
fengu eitthvað,“ sagði Helgi Jón
enn fremur.
silung úr Vestmannsvatni.
Mynd / Helgi Jón.
Veiðihúsið við Norðurá endurnýjað
Veiðihúsið við Norðurá
í Borgarfirði hefur tekið
stakkaskiptum eftir miklar
breytingar í vetur. Allt annað er að
sjá aðstöðuna fyrir veiðimenn og
fleiri með 14 nýjum herbergjum.
Einar Sigfússon, sölustjóri
Norðurár, og Guðrún Sigurjónsdóttir,
formaður veiðifélags árinnar, sýndu
blaðamönnum aðstöðuna um helgina
um leið og áin var opnuð fyrir veiði-
menn.
,,Já, þetta er mikil breyting,
aðstaðan verður öll miklu betri
eftir þetta fyrir alla,“ sagði Guðrún
Sigurjónsdóttir formaður, með
ættir sínar og tengsl við Glitstaði á
bökkum árinnar. En Sigurjón, faðir
hennar, var formaður veiðifélagsins
í mörg ár.
,,Þetta er annað og betra fyrir
alla en þetta er ný álma við húsið
á tveimur hæðum með 14 nýjum
herbergjum,“ sagði Einar um leið
og blaðamönnum voru sýnd herleg-
heitin.
Aðstaðan er flott fyrir alla, hægt
að sjá upp að Laxfossi þar sem Gylfi
Þór Sigurðsson fótboltasnillingur
landaði fyrsta laxinum í sumar í ánni.
Laxinn er mættur og veiðin er byrjuð
fyrir alvöru.