Bændablaðið - 08.05.2017, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 08.05.2017, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2017 Arizona – vettvangur umdeildustu vísindatilraunar 20. aldarinnar – þar sem fjórar konur og fjórir karlar voru lokaðir inni í algjörri einangrun í hinum risavaxna sjálfbæra Biosphere 2-hjúpi í tvö ár Á febrúarmorgni blasir við skrælnað og vatnslaust landslag Suður-Arizona út um glugga Amtrak-lestarinnar, á leið sinni til austurstrandarinnar. Landbúnaður ríkisins er að öllu leyti háður áveitukerfum, enda úrkoma lítil, og miðað við ríki eins og Kaliforníu og Ohio er umfang og efnahagslegt vægi landbúnaðar í Arizona takmarkað. Efnahagssaga Arizona var lengi kennd út frá 5 C-um sem öll skólabörn lærðu utan að. Undir lok 19. aldar vann meira en fjórðungur íbúa við námavinnslu og var kopar (Copper) helsti málmur sem unninn var úr jörðu. Ræktun bómullar (Cotton) varð í upphafi 20. aldar umfangsmikill hluti landbúnaðar ríkisins og er enn meðal 5 helstu framleiðenda á landsvísu með um 600.000 bómullarballa. Sítrusrækt (Citrus) hófst seint á 19. öld fyrir tilstilli vatnsveituframkvæmda, enda ræktarlandið að stórum hluta eyðimörk. Fjölgun nautgripa (Cattle) náði hámarki árið 1918 þegar 1,7 milljón dýr voru á beit víða um ríkið, með gríðarlegum gróðurskemmdum sem enn móta fremur neikvæð viðhorf almennings. Að lokum er loftslag (Climate) Arizona mikill áhrifavaldur á landbúnað og búsetu þar sem ríkið nýtur um 300 daga af sólskini á ári. Að tilskildu nægu vatni eru vaxtarskilyrði í ríkinu einstök, með milda vetur og háan sumarhita. Upphaf nútíma landbúnaðar má rekja til 1776 þegar spænskir hermenn hófu landbúnað á Tucson- svæðinu sem árið 1821 komst undir stjórn Mexíkó í kjölfar sjálfstæðis þeirra frá Spáni. Þegar bandaríski herinn tók völdin árið 1856 voru íbúar flestir mexíkóskir ásamt kínverskum bændum og bandarískum landnemum. Árið 1862 varð Arizona hluti af Suðurríkjunum og þar með þrælaríki til skamms tíma, þar til forseti Sambandsríkjanna, Abraham Lincoln, dró upp nýjar línur á korti og marka þær enn þann dag í dag útlínur ríkisins. Árið 1912 varð Arizona yngst hinna 48 ríkja Bandaríkjanna, en hið afskekkta umráðasvæði hafði lengi neikvætt orðspor sem lífvana landsvæði með óheflaða íbúa. Saga landbúnaðar innan þeirra útlína sem Lincoln dró er þó mun eldri en búseta landnema, hermanna, gullgrafara og kúreka. Systurnar þrjár Fótspor í fyrrum árfarvegi Santa Cruz árinnar er meðal þess sem Alan Denoyer fornleifafræðingur lítur á sem fjársjóð vísbendinga um tilvist fyrstu bænda svæðisins. Í hvítu opnu tjaldi á heitum febrúarmorgni útlistar hann forsögu borgarinnar fyrir gesti árlegrar bókahátíðar. Rannsóknir sýna að ættbálkar frumbyggja stunduðu kornrækt á bökkum Santa Cruz árinnar fyrir 4000 árum. Fyrir 1.500 árum komu fram leirpottar sem notaðir voru til geymslu afurða kenndar við Systurnar þrjár; korn, baunir og kúrbít. Stórum veiðidýrum fækkaði vegna ofveiði en stöðugt rennsli árinnar var forsenda landbúnaðar og þar með stöðugrar búsetu á Tucson- svæðinu. Denoyer sagði ýmsar uppgötvanir hafa komið á óvart, þar á meðal hversu nálægt bökkum árinnar íbúar bjuggu. Ásamt manngerðum áveitukerfum, þau elstu í suðvesturhluta Bandaríkjanna, nýttu bændur sér regluleg flóð með tilheyrandi endurnýjun næringarefna á akra sína. Fyrir utan fótspor og frumstæð steinverkfæri eru helstu uppgötvanir fornleifafræðinga byggðar á eldsvoðum sem rekja má til sjálfsíkveikju korns vegna myglu. Þannig varðveitast lífræn efni og veita innsýn í landbúnað sem hámarkaði áhrif vatns með áveitum en nýtti sömuleiðis villtar eyðimerkurtegundir á borð við Mequite runnann og Saguoro kaktusinn. 4.500 árum eftir að kornrækt hófst í Arizona er vatn enn jafn mikilvægt málefni, en líklega flóknara sökum ólíkra hagsmuna. Allt ræktarland ríkisins þarfnast áveitu sem kemur að miklu leyti frá Colorado ánni. Heitt og þurrt loftslag Arizona eykur þörfina á vatni, og þar með aukna dælingu grunnvatns, en bygging CAP (Central Arizona Project) vatnsveitunnar á níunda áratugnum minnkaði nokkuð þörfina á grunnvatni. Staða ættbálka Norður-Ameríku eftir komu landnema hefur einkennst Kýr á beit í suðurhluta Arizona. Myndir / Svavar Jónatansson Gregg Vinson, nautgripabóndi í Oracle í suðurhluta Arizona. – Framhald á bls. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.