Bændablaðið - 08.05.2017, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 08.05.2017, Blaðsíða 38
3 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2017 af skorti, sérstaklega á vatni í suður- hluta landsins. Ættbálkar Arizona, sem líkt og Navajo rekja búsetu allt að 1000 ár aftur í tímann, hafa þó samkvæmt hæstaréttarúrskurði árið 1908, vatnsréttindi fram yfir land- nema sem settust að síðar. Fjöldi úrskurða í vatnsréttindamálum hafa staðfest rétt ættbálka, sem nú og í framtíðinni munu eiga meira tilkall til þess vatns sem verndarsvæði þarf. Í ljósi aukinnar vatnsþarfar vaxandi borga líkt og Tucson og Phoenix, sem og sveigjanlegra skilgreininga á hugtakinu nauðsyn þegar kemur að vatnsþörf, þar á meðal verndar- svæða, munu vatnsréttindi og úthlutun þeirra líklega verða meðal áhrifamestu þátta fyrir landbúnað og efnahag ríkisins á komandi árum. Austur-vestur þverskurður Gróf einföldun á landbúnaði Arizona gæti verið svo hljóðandi; Yuma-sýsla í vestri framleiðir 80% af salati (lettuce og Iceberg) á landsvísu og hefst uppskeran í desember. Miðhluti ríkisins ræktar korn, refasmári (alfalfa) og bómull en þegar lands- lagið hækkar í suðri og austri fer að bera meira á möndlum, pistasíu- hnetum og vínrækt, sú síðastnefnda nýleg en vaxandi viðbót við landbún- að ríkisins. Meiri háttar breytingar hafa átt sér stað í landbúnaði vegna vaxtar borga og má nefna endalok sítrusræktunar í Phoenix dalnum upp úr miðri síðustu öld. Meðalaldur bænda ríkisins er 61 ár, tveimur árum yfir landsmeðal- tali, en sérstaða bænda Arizona felst í háu hlutfalli kvenna (39%) og frum- byggja ólíkra ættbálka (55.9%) sem stjórnendur býla. Sömuleiðis jókst fjöldi býla milli 2007–2012 um 28% meðan að 3% fækkun átti sér stað á landsvísu. Söluverðmæti afurða frá 20.000 býlum á samtals 26 milljón ekrum voru 3,7 milljarðar dollara árið 2016. Samtakamáttur Hlutverk samtaka og stofnana sem sérhæfa sig í að þjónusta land- búnað er í Arizona, líkt og víðar í Bandaríkjunum, umfangsmikið. Meðal samtaka má nefna samtök salatræktenda sem framkvæma rannsóknir og vinna að hagsmunum iðnaðarins, fjármagnaðar með 0,004 cent skatti af hverjum seldum salat- kassa, en árið 2015 var framleiðsla ríkisins 20 milljón karton. Arizona háskólinn er sömuleiðis mikilvæg stofnun fyrir landbúnað ríkisins. Hann er svokallaður landstyrks (Land Grant) háskóli, fyrirkomulag frá 1862 sem gaf ríkjum og yfirráðasvæðum Bandaríkjanna landsvæði sem þau máttu selja ef hluti hagnaðarins væri notaður til að fjármagna byggingu háskóla með landbúnaðar- og iðndeildir. Landbúnaðarmiðstöð háskólans (UA Agriculture Center) er rannsóknarvettvangur sem felur í sér 13 rannsóknarstöðvar, þar af 5 í Tucson. Steve Hussman, framkvæmdastjóri Tucson stöðvanna, útlistaði þríþætt hlutverk þeirra sem rannsóknir, kennsla og miðlun. Stöðvarnar eru hluti af 11 ólíkum landbúnaðardeildum sem einu nafni kallast CALS, og eru allar hluti af Arizona háskóla (UA). Á 160 ekrum stöðvanna eru um 5.000 fermetrar af gróðurhúsum sem og opin svæði þar sem hátt í 70 rannsóknartilraunir eru framkvæmdar. Aðstaðan þjónar þörfum nemenda og kennara til rannsókna og kennslu, en miðlun niðurstaðna er í höndum starfsmanna, svipaðir landbúnaðarráðunautum, staðsettir í öllum 75 sýslum ríkisins. Sjálfur starfaði Hussmann sem ráðunautur á Pheonix-svæðinu, og minntist viðamikilla rannsókna og afraksturs þeirra í baráttu við Pink Bowl orm sem ógnaði allri bómullaruppskeru upp úr 1990. Með notkun ólíkra lífrænna og ólífrænna efna ásamt því að seinka sáningu var bómullariðnaði ríkisins bjargað frá glötun. Skömmu síðar komu fram erfðabreyttar bómullartegundir sem höfðu innbyggða vörn gegn orminum, og er nú ríkjandi í allri bómullarræktun. Kostnaðurinn sem bændur þurfa að greiða fyrir nýjustu tækni og þekkingu, þar á meðal samstarf við Landbúnaðarmiðstöðina, segir hann aðgreina frumkvöðla frá öðrum, sem oftar en ekki taka upp aðferðirnar síðar. Ég hélt af stað norður til móts við frumkvöðul sem stendur utan ríkjandi landbúnaðarkerfis. Oracle Á keyrslu norður frá Tucson þynnist íbúðabyggðin og risavaxnir Saguoro kaktusar víkja fyrir lágvöxnum Mesquite runnum sem klæða landslagið upp að hlíðum Santa Catalina fjallanna. Fáeinir fólksbílar og mótorhjól keyra framhjá reglulegum minnismerkjum Mexíkóa, fagurlega skreyttir krossar til minningar um látinn ástvin á þessum þráðbeina vegkafla áleiðis til Oracle. Á bar bæjarins eru gestir umkringdir teikningum af kúrekum að kaðla nautgripi, en á veröndinni situr maður sem gerði uppreisn gegn þess kyns búskap. Ímynd kúrekans að elta uppi nautgripi hefur að mati Gregg Vinson, sjálfur með kúrekahatt, verið skaðleg en er því miður byggð á raunveruleika. Hins vegar hefur fjöldi nautgripa minnkað til muna síðustu öld, eru nú um 880.000 og ríkið í 32. sæti á landsvísu. Gregg rak á tímabili einn stærsta nautgripabúgarð ríkisins og horfði upp á kúreka kaðla örfá dýr á dag, sóun á tíma, orku og peningum að hans mati. Flestir bændur treysta á árlega útborgun við sláturtíð sem setur þá í erfiða stöðu og kallar oft á óhagstæð lán. Auk þess að kunna því illa að vera blankur blöskraði honum ástand dýra í fóðurstöðvum þar sem hann óð skít í ökkla og fann lyktina af sýklalyfjum sem gefin eru tugþúsundum dýra í þröngu sambýli. Þegar hann lýsir búskapnum sem hann og sonur hans stunda verður mér ljóst að frumkvöðulshátturinn er afleiðing þess að vera hugmyndaríkur fjármálamaður, óhræddur við að hugsa út fyrir kassa hefðbundins landbúnaðar. Saman eiga þeir feðgar 160 ekrur, en hjörð þeirra, 800 dýr, hafa aðgang að 80.000 ekrum til beitar sem er að mestu í eigu hins opinbera. Sum landsvæði í eigu alríkisins (federal land) eru skilgreind sem almenningseign og því ólíkleg til sölu, en hluti af landareignum ríkjanna eru seldar þegar eftirspurn frá húsnæðismarkaði eykst. Á næsta borði situr hópur eldra fólks sem sækir í milt loftslag Arizona á veturna, kallaðir snjófuglar, og segir Gregg fjölgun slíkra íbúa auka ásókn í beitarlönd, en telur Oracle enn of dreifbýlt til að meiri háttar landarkaup séu á döfinni. Sunnan við Oracle röltum við á milli harðgerðra kaktusa og Mesquite runna þar sem greina má slóðir nautgripa. Hann segir aðferðir sínar þær sömu og fjárhirða Evrópu og Afríku, sem hann ber mikla virðingu fyrir. Dýrin hafi í tímans rás verið rekin hægt á milli beitarsvæða sem tryggir náttúrulega dreifingu áburðar og takmarkar troðning og gróðureyðingu, sem áður einkenndi nautgriparækt Arizona. Tegundaval byggir hann á kröfum landslagsins, líkt og blendingsnauts af Hereford og Brahman kyni, og smalahund sem er blanda af áströlskum villihundi og áströlskum Shephard, óttalaus en klókur gagnvart eitursnákum svæðisins. Gregg er hreykinn af afrakstrinum. Hjörð hans hefur aldrei þurft á dýralækni að halda og hann fær 4500$ fyrir skrokkinn með sölu á sérmörkuðum, en algengt verð er upp undir 600$ á skrokk. Til þess að fá slíkt verð þarf sérstakan markað efnaðra viðskiptavina sem ekki er skortur á í Arizona, en hins vegar mun skortur á vinnuafli líklega hamla vexti. Kúrekar með rétta hæfileika segir hann hverfandi, þeir bestu fyrir löngu farnir að vinna í verksmiðjum Mexíkó eftir tilkomu NAFTA. Hann minnist kúreka sem unnu án þess að tala orð í ensku, en þekktu landið og dýrin. Nú eru hann og sonur hans ásamt GW, aldraður kúreki, einir eftir og lítil von um endurnýjun frammi fyrir áhugaleysi yngri kynslóða. Biosphere 2-hjúpurinn – hálf ekra í geimnum Aðeins fáeinum kílómetrum vestan við Oracle, við rætur Santa Catalina fjallanna, hófst ein umfangsmesta og þar af leiðandi umdeildasta vísindatilraun 20. aldarinnar undir 6.500 gluggum Biosphere 2-hjúpsins, risavaxið gróðurhús með 3.800 plöntu- og dýrategundir víða að úr heiminum. Pýramídalögun byggingarinnar, samtals 203.000 rúmmetrar, minnir á geimnýlendu úr vísindaskáldsögu. Þó svo fjöldi vísindamanna hafi beint sjónum sínum að möguleikum sjálfbærra lífkerfa, var það ólíklegur hópur framsækinna einstaklinga sem gerði hugmyndina að veruleika. Hópurinn var leiddur af John Allen og hófst sem leikhópur árið 1967 í San Francisco, en byggði upp samfélag kennt við Synergia (með vísun í samvirkni) í Nýju-Mexíkó árið 1969 þar sem unnið var að fjölbreyttum verkefnum, líkt og smíði sjálfbærra bygginga. Afrekaskrá hópsins var einstök, þar á meðal nautgripabú í Ástralíu, leikhús í London og rannsóknarskip sem sigldi um heimsins höf í mörg ár. Biosphere 2-hjúpurinn var umfangsmesta verkefnið, kostaði 150 milljón dollara, fjármagnað af Ed Bass, milljarðamæringi og þáverandi félaga í hópnum. Forsendur hópsins, samvirknis- sinnar, var aukinn skilningur á lífkerfum jarðar, tilveru mannkyns í náttúrulegu umhverfi og loks framtíðarbúseta mannkyns í geimnum. Fjórar konur og fjórir karlar lokaðir inni í tvö ár Þeir atburðir sem áttu sér stað fyrir og eftir 26. september árið 1991 hefur verið lýst ítarlega í fjölda bóka, þar á meðal í bók Rebeccu Reider, Dreaming the Biosphere. Á fyrrnefndum degi stigu átta meðlimir Biosphere 2-verkefnisins, fjórar konur og fjórir karlar, inn um loftþéttar dyr sem í kjölfarið var lokað til tveggja ára, þó með einni undantekningu. Inn í hjúpnum viðhéldu sumir þátttakendur lífkerfum hjúpsins; haf, regnskógur, eyðimörk, gresja, fenjaviður og landbúnaðarsvæði, auk þess að fylgjast með þróun þeirra, aðrir tækni-, gagna- og heilsumálum. Þó svo rannsóknina hafi að vissu leyti skort skýra stefnu frammi fyrir umfangi viðfangsefnisins, var eitt af markmiðunum að sýna fram á að hægt væri að búa mannverum lokað, lífvænlegt og sjálfbært umhverfi. Slík tilraun féll að markmiðum yfirvalda og NASA, með tilheyrandi draumkenndri umfjöllun um samfélög á öðrum plánetum í náinni framtíð. Með núverandi aðstoðarforstjóra Saguaro-kaktus við rætur Santa Catalina-fjalla. LEO-tilraun Háskólans í Arizona (UA) í fyrrum landbúnaðarrými Biosphere 2. Eitt af tveimur „Lungum“ Biosphere 2, 20.000 kg hvert, jafna út loftþrýstings- mun, sem gæti annars sprengt gler hjúpsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.