Bændablaðið - 08.05.2017, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 08.05.2017, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2017 Árlega fara þúsundir Íslendinga til Tenerife og er þessi eldfjalla- eyja með vinsælustu ferðamanna- stöðum nú um stundir. Flestir sem þangað fara sækja í sólina en þar sem eyjan hefur afar fjölbreytt landslag er hún einnig vinsæll áfangastaður fyrir göngu- og hjólreiðafólk. Það eru væntanlega ekki margir sem fara til Tenerife til þess að kynna sér landbúnað eyjunnar og ekki margir sem tengja hana yfir- höfuð við landbúnað. Það kann því að koma mörgum á óvart að á Tenerife er stundaður þónokkur landbúnaður og t.d. er þar stunduð umfangsmikil bananarækt. Um Tenerife Tenerife er stærsta og fjölmennasta eyjan af hinum sjö Kanaríeyjum og er um leið fjölmennasta eyja Spánar. Hún er, sem flestum er væntanlega kunnugt, í Atlantshafi og er um 300 kílómetra vestur af Afríkuríkinu Marokkó. Stærð hennar er um 2 þúsund ferkílómetrar og þar búa um 900 þúsund manns. Tenerife er eldfjalla- eyja og gnæfir eldfjallið Teide yfir eyjunni en það er þriðja hæsta eld- fjall jarðar með sína 3.718 metra yfir sjávarmáli. Síðast varð eldgos í fjallinu fyrir rúmum 100 árum og er fjallið talið enn vera virk eldstöð. Veðurfarið á Tenerife er afar milt og árið um kring er hitastigið um 20-25 gráður og fer hitastigið sjaldan yfir 30 gráður. Náttúrufar eyjunnar er einstakt og er mikill munur á gróðurfari eftir því hvar á eyjunni er borið niður. Vegna staðvinda frá norðaustri er afar mikill gróður á norðurhluta eyjunnar og votviðrasamara þar en á suðurhluta eyjunnar, þar sem oftar er þurrt og sólríkt. 10% af vergri „landsframleiðslu“ Þrátt fyrir gríðarleg umsvif ferða- mannaiðnaðar á Tenerife er ýmis annar atvinnuvegur stundaður á eyj- unni og er landbúnaður einn þeirra. Í dag stendur hann undir um 10% af vergri „landsframleiðslu“ Tenerife en umfangsmest er að sjálfsögðu ferðamennskan. Landbúnaðurinn gegnir þó veigamiklu hlutverki enda viðheldur hann fjölbreytni í landslaginu og byggð í dreifbýli eyjunnar. Umfangsmikil bananarækt Á Tenerife er landbúnaðurinn vel þróaður og er fjölbreyttari en margur heldur og þegar horft er til einstakra greina er bananaræktin lang umfangsmest. Alls eru bananar framleiddir á rúmlega 4 þúsund hekturum lands og eru bananaakrar afar auðþekkj- anlegir fyrir hinn almenna ferða- mann enda oft alklæddir striga, m.a. til þess að verjast uppgufun vatns, og þá eru þeir oftast á sléttlendi. Það er hins vegar ekki mjög víða hægt að finna sléttlendi og því eru akrarnir byggðir upp með hleðslu undan hallanum svo akurinn nær að vera á jafnsléttu. Þessi einstaka uppbygging á sér afar langa sögu og minnir steinhleðslan á vel hlaðna íslenska veggi, enda oft notaðir hraunsteinar í hleðsluna líkt og sést hér á landi. Bananaræktin kom til Kanaríeyja frá Suðaustur-Asíu snemma á 16. öld og var ræktun á bönunum fram- an af ekki stunduð í stórum stíl og það var ekki fyrr en 1882 er rækt- unin var orðin það umfangsmikil að útflutningur gat hafist en fyrsta sendingin fór til Englands það ár og síðan hafa bændur á Tenerife ekki litið um öxl. Nú nemur árleg framleiðsla um 150 þúsund tonnum og er megnið, um 90% af þessari framleiðslu, flutt til Spánar þar sem framleiðslan nýtur sérstakrar vernd- ar gegn öðrum innfluttum bönunum. Ýmis önnur landbúnaðarframleiðsla Næst á eftir bananaræktinni kemur tómataræktin og er hún einnig afar umsvifamikil á Tenerife og nema tekjur af tómataframleiðslu eyjunn- ar um 80% af tekjum frá banana- framleiðslunni. Þá eru einnig margir bændur í kartöflurækt og fram- leiðslu á margs konar skrautblóm- um. Á eyjunni er einnig nokkuð umfangsmikil hunangsframleiðsla auk þess sem vínberjaframleiðsla eyjunnar er vel þekkt og þá fyrst og fremst til léttvínsframleiðslu, en þaðan koma ýmsar þekktar tegundir af léttvíni. Hefðbundin búfjárrækt er einnig stunduð á eyjunni en hún er þó ekki sérlega umfangsmikil. Þar er þó stunduð bæði svínaframleiðsla, sauð- og geitfjárrækt auk þess sem kúabúskapur er stundaður í nokkrum mæli en á Tenerife eru um 6 þúsund mjólkurkýr og þónokkur geitamjólkurframleiðsla, eru geita- ostar líklega þekktasta framleiðsla eyjunnar þegar horft er til mjólkur- framleiðslunnar. Október – mánuður kaktuslúsarinnar Á Tenerife eru kaktusar algengir og á þeim lifir kaktuslúsin (Coccus Cacti). Þessi lús er mjög sérstök enda hefur hún verið nýtt í hundruð ára til litunar á efnum, en lús þessi framleiðir sérstakt purpurarautt efni sem hægt er að nota til litunar á efnum. Hér áður fyrr kom hráefni til litunar á rauðum lit mest frá Suður- Ameríku og Mexíkó, en lús þessi var flutt til Kanaríeyja á 16. öld svo Evrópumenn gætu sjálfir framleitt hið vinsæla litarefni sem unnið er úr þessari lús og eggjum hennar. Á Tenerife er líka landbúnaður Veitingastaðir í Ástralíu: Logið blákalt til um vörur og vörumerki á matseðlum Matseðlasvindl er útbreitt á veitingastöðum á Victoríusvæðinu í Ástralíu. Þar er gjarnan vísað á fæðu eða vörumerki sem er ekki að finna í þeim mat sem síðan er borinn á borð. Þetta kom fram í The Weekly Times í Ástralíu þann 23. maí sl. Blaðið hefur nú varpað ljósi á fræga veitingastaði í Melbourne og á Victoríusvæðinu sem hafa sett fram falskar upplýsingar um notkun þeirra á vörum undir viðurkenndum vörumerkjum. Selja vörur sem aldrei voru keyptar inn Sumir framleiðendur staðfestu að þeir hafi orðið varir við að þeirra vöru var getið á matseðlum án þess að hafa nokkru sinni selt viðkom- andi veitingastöðum slíka vöru. Í öðrum tilvikum höfðu veitinga- staðir látið undir höfuð leggjast að fjarlægja af matseðlum upplýsingar um vöruheiti sem þeir voru ekki lengur með á boðstólum. Robert Jones, framleiðandi á silungi undir vörumerkinu Tuki, segir að á mörgum veitingastöð- um í miðborg Victoríu sé ranglega getið um Tuki silung á matseðlin- um. Einnig Tuki nautakjöt og Tuki lamb sem viðkomandi veitingastað- ir hafi aldrei keypt af honum. Sagði hann að þetta hafi viðgengist árum saman. Logið blákalt „Einn veitingastaður hefur frá upp- hafi og þráfaldlega sett Tuki silung á matseðlana sína og þeir eru blákalt að ljúga því og komast upp með það. Þeir eru ekki að kaupa okkar vöru en nota samt okkar góða vöru- merki í sínum viðskiptum,“ segir hann. „Það er eiginlega þægilegra að láta svona mál eiga sig, því þetta er svo pirrandi og svekkjandi. Þetta hefur verið gert í ríkum mæli í gegnum árin og þessir menn eiga ekki að komast upp með þetta,“ segir Robert Jones. Svipaða sögu segir hunangs- framleiðandinn Mat Lumalasi. Hann segir að svik af þessum toga séu útbreidd á veitingastöðum og kaffihúsum vítt og breitt um Victoríu. /HKr. Amerískar maístegundir kortlagðar Í þúsundir ára hafa bændur um allan heim aðlagað ræktunarafurðir sínar að sínu staðbundna umhverfi. Maís er ein meginstoð mat- vælaræktar í heiminum og fram- leiðslan í kringum milljarður tonna á ári. Samkvæmt tölum landbún- aðarráðuneytis Bandaríkjanna (USDA) var rúmur milljarður tonna af maís ræktað í fyrra en Bandaríkin bera ábyrgð á hátt í 40% framleiðslunnar. Kína fram- leiðir næstmest, um 21%, Brasilía 8,3%, Evrópusambandslöndin 5,8%, Argentína 3,5%, Úkraína 2,6 % og önnur minna. Vísindatímaritið Nature hefur birt niðurstöður viðamikillar rann- sóknar á maísplöntunni. Í rannsókn- inni voru eiginleikar staðaryrkja um 4.500 maístegunda víðs vegar um Ameríku kortlagðir með DNA greiningum. Niðurstöðurnar varpa ljósi á erfða fræðilegan grunn blómgunar- tíma og skýra jafnframt hvernig maís aðlagast breytilegum aðstæð- um í umhverfinu. Uppgötvunin opnar möguleika á að kanna og nota fjölbreytni staðaryrkja á nýjan hátt, s.s. til að hjálpa ræktendum við að aðlaga ræktun sína að loftslags- breytingum. /ghp UTAN ÚR HEIMI Frá Victoríu í Ástralíu. Á FAGLEGUM NÓTUM Maísgerðir eru af öllum stærðum og gerðum. Bananaekrur á Tenerife eru oft byggðar upp á hleðslu undan halla, svo hægt sé að planta á jafnsléttu. Stórbrotin náttúrufegurð á Tenerife. Bananar eru ræktaðir á 4 þúsund hekturum á Tenerife. Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.