Bændablaðið - 08.05.2017, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2017
verið afbragðslausn á ferðamanna-
stöðum á afskekktum svæðum eins
og á hálendi Íslands. Einnig á stöð-
um eins og Hornströndum, þar sem
ekki verður komið við tankbílum
með sogbúnað til að tæma rotþrær.
Mögulega þyrfti þó rafgeymi til
viðbótar vegna íslenskra aðstæðna
þegar dagsbirtan er af skornum
skammti sem fengi viðbótarorku
frá vindrafstöð.
Tveir milljarðar manna hafa ekki
aðgang að salerni
Dr. Brian Stoner, fyrrverandi þátt-
takandi í efna- og raftækniþróun hjá
RTI, er stjórnandi verkefnisins. Hann
segir að í dag hafi um tveir milljarðar
manna í heiminum ekki aðgang að
öruggu og skilvirku salerni.
„Þessi einstaka hönnun leys-
ir margvísleg vandamál sem hafa
plagað fólk í þróunarlöndunum.
Með þessu er hægt að veita þessu
fólki aðgang að salerni sem losar
það um leið við úrganginn án þess
að þurfa að tengjast utanaðkomandi
kerfum. Það hefur einnig getu til að
taka á móti og endurvinna vatn, orku
og aðra eiginleika sem finna má í
úrgangi frá mönnum,“ segir Stoner.
Hönnunarteymið vinnur mjög
náið með vísindamönnum NASA
sem búa yfir áratuga reynslu og
þekkingu við að leysa meðhöndlun
úrgangs í geimferðum og glíma við
lausnir varðandi vatnsnotkun. Hefur
NASA m.a. verið að gera tilraunir
til að endurvinna þvag til drykkjar
fyrir geimfara.
Hrikalegur vandi í skólpmálum á
Indlandi
Í sívaxandi þéttbýli á Indlandi hafa
menn miklar áhyggjur af opnum
skólpræsum sem eru uppspretta
margvíslegra sjúkdóma. Árið 2014
settu þáverandi stjórnvöld á Indlandi
fram áætlun um að setja upp 130
milljón færanleg salerni, en m.a. var
fjallað um málið í The Economist.
Þetta er þó viðkvæmt mál og snertir
mjög menningarvenjur og trúar-
brögð. Samkvæmt rannsóknum er
heldur meira um opnar skólplagnir á
svæðum hindúa í Indlandi en í sam-
félögum múslima. Er það þrátt fyrir
að múslimasamfélögin búi að jafnaði
við lægri tekjur, lægra menntunarstig
og verra aðgengi að vatni.
Samtök iðnaðarins í Indlandi
(CII) greindu frá því í desember 2014
að 4,16 milljónir skóla í landinu
væru án salernisaðstöðu. Í Vestur-
Bengal væru 32% eða 26.466 skólar
af 81.915 án salernis. Í Bihar voru þá
52% eða 37.400 skólar af 70.673 án
salernir. Svipuð staða var í Odisha
og Chattisgarh þar sem 37% og 23%
skóla voru án salernis. Í Jharkland
voru einungis 10.220 af 40.666 skól-
um með salerni.
Þar sem klósett eru á annað borð
til staðar eru þau líka oftar en ekki
óvirk. Þannig eru óvirku klósettin
í Vestur-Bengal ríflega 20.000.
Þau eru nær 22 þúsund í Odisha.
Nær 19 þúsund í Bihar, um 7 þús-
und í Jharkland og nær 7 þúsund í
Chhattisgarh.
Nýju klósettin kynnt fyrir
Indverjum
Vegna þessarar stöðu hrintu CII
samtökin á fót áformum 2014 um
smíði á 2.000 salernum. Þegar það
var ákveðið var ekki búið að kynna
hugmyndina um sjálfbæru klósettin
frá RTI. Frumgerð af ódýrari útgáfu
á „alþjóðaklósetti RTI“ var fyrst
kynnt fyrir Nerendra Modi, for-
sætisráðherra á Indlandi, árið 2015.
Indverska útgáfan er með raddstýr-
ingu sem leiðbeinir fólki við að
umgangast klósettið.
Árið 2019 mun marka tímamót í
klósettmálum Indverja
Dagurinn 2. október 2019 verð-
ur merkisdagur fyrir stjórnvöld á
Indlandi en þá verða liðin 150 ár
frá fæðingu hins mikla leiðtoga
Mahtma Gandhi. Þessi dagsetning
mun einnig marka önnur merkileg
tímamót en þá verður endahnúturinn
settur á hið metnaðarfulla markmið
samfélagsverkefnisins „Hreinsum
Indland.“ Hluti af því er að setja
upp 75 milljón klósett vítt og breitt
um landið.
Í dag deyja á Indlandi um 600.000
af þeim 1,7 milljónum manna sem
láta lífið árlega vegna sýkinga sem
stafa af menguðu vatni og einkum
frá opnum skólplögnum. Þetta eru
aðstæður sem gera það þess virði
að þakka fyrir áætlanir eins og
„Hreinsum Indland,“ sagði millj-
arðamæringurinn Bill Gates nýlega
í bloggfærslu.
Snilldarleið til að takast á við
vandann
Gates segir að verkefnið „Hreinsum
Indland“ sé snilldarleið til að takast
á við vandamálið. Á vissum stöðum
munu börn virkjuð til að vara fólk
við smithættunni sem felst í því að
ganga örna sinna úti um víðan völl.
Börnin munu hvetja fólk til að nota
frekar opinberu salernin. Þá munu
upplýsingaskilti vísa fólki á hvar
klósettin eru staðsett.
„Nú þegar hafa yfir 30% af ind-
verskum bæjum lýst því yfir að þeir
séu lausir við opnar skolplagnir. Í
fyrra var fjöldinn aðeins 8%,“ sagði
Gates.
Er þetta eitt af uppáhaldsverkefn-
um Gates. Að hans sögn er það vegna
þess að það sýnir að stjórnvöld geta
lyft grettistaki við að efla heilbrigði
almennings svo lengi sem þau veita
vandamálinu athygli. Meta umfang
þess og reyna að virkja fólk til að
takast á við vandann. Hann segir
að Indland virðist einbeitt við að ná
takmarki sínu fyrir 150 ára afmæli
Gandhi eftir tvö og hálft ár.
„Þetta er frábært fordæmi fyrir
önnur lönd og hvatning fyrir okkur
öll sem trúum því að allir eigi skilið
að fá tækifæri til að lifa heilsusam-
legu og gefandi lífi,“ segir Gates.
Þvagsöfnun til vökvunar
nytjajurta
Á vefsíðu EFC var sagt að ef 40%
Indverja söfnuðu þvagi til að nota á
sína uppskeru, þá gæti það sparað
bændum landsins sem svaraði 26,7
milljónum dollara á hverju ári. Er
þar vísað til doktorsritgerðar Sridevi
Govindaraj við landbúnaðarvísinda-
skólann í Bangalore. Sagði hún að
maðurinn neytti um eins til tveggja
lítra af vatni á dag. Þvagið sem
maðurinn skilar svo frá sér sé ríkt
af vetni, kalíum og fosfór sem séu
mjög góð áburðarefni. Þannig getur
úrgangur manna falið í sér mikil
verðmæti.
RAG - import export ∙ Helluhraun 4 220-Hafnarfjörður
Tel + 354 565-2727 ∙ Mobile + 354 892 7502 ∙ Email: rafn@rag.is
Þegar á
reynir!
We are Fliegl.
Indverjar hafa tekið samfélagsverkefninu „Hreinsum Indland“ af mikilli alvöru.
Milljarðamæringurinn Bill Gates fagn-
ar mjög framtakinu Hreinsum Indland
og hefur í gegnum stofnun sína, Bill &
Melinda Gates foundation, sett veru-
legt fjármagn í að styðja við þróun á
klósetthugmyndum RT.
Mohandas Karamchand Gandhi
sem er betur þekktur sem Mahatma
Gandhi hefur gjarnan verið kallaður
faðir þjóðarinnar á Indlandi. Hann
fæddist 2. október árið 1869 og lést
30. janúar árið 1948. Gandi leiddi
indversku þjóðina til sjálfstæðis
gagnvart nýlendustjórn Breta og var
óþreytandi við að mæla fyrir mann-
réttindum og friði. Indverjar hamast
nú við að hreinsa Indland fyrir 150
ára árstíð hans 2019.