Bændablaðið - 04.10.2018, Qupperneq 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 20182
Nýtt endurbætt fyrirkomulag
á skráningum hrossa í landinu
verður tekið upp hjá Matvæla-
stofnun í haust til að freista þess að
ná betur saman tölum um heildar-
fjölda hrossa.
Skráning á fjölda hrossa á Íslandi
hefur talsvert verið gagnrýnd á
undanförnum árum eftir að lögum
um búfjárhald var breytt árið 2013.
Aðallega hefur verið gagnrýnt
ónákvæmni í tölum um hrossaeign
í þéttbýli. Í sumar var greint frá því í
Bændablaðinu að samkvæmt tölum
Búnaðarstofu MAST voru hross
landsmanna 2017 sögð vera 64.678.
Þessar tölur voru þó að margra mati
ekki réttar og talið að þar gæti verið
um vanmat að ræða sem næmi á
bilinu 4.000 til 8.000 hrossum. Stafar
það af skorti á talnaupplýsingum frá
hestaeigendum sjálfum, einkum af
höfuðborgarsvæðinu.
Greint var frá því að Mat væla-
stofnun leitaði leiða til að bæta hið
opinbera skráningarkerfi, en Mat-
vælastofnun annast hag tölu söfnun
í landbúnaði.
Tölur um hrossaeign á höfuð-
borgar svæðinu er fyrst að finna
í gögnum Hagstofu frá 1998. Þá
voru hross á höfuðborgarsvæðinu
og Suðurnesjum samtals talin vera
7.772. Yfirleitt hafa hross á þessu
svæði síðan verið á bilinu 8 til
9 þúsund en voru flest 2003, eða
11.969. Þau voru í fyrra einungis
sögð vera 3.408.
Samtenging milli WorldFengs og
Bústofns á að gjörbreyta stöðunni
Bændablaðið hafði samband við Jón
Baldur Lorange, framkvæmdastjóra
Búnaðarstofu Matvælastofnunar og
verkefnisstjóra WorldFengs. Jón
Baldur segir að lengi hafi staðið
til að koma á samtengingu milli
WorldFengs, upprunaættbókar
íslenska hestsins og hjarðbókar um
hross, og Bústofns, sem heldur utan
um hagtölusöfnun og búfjáreftirlit.
Tilgangurinn er að tryggja
samræmingu og samtengingu
gagnagrunna og þar með auðvelda
eigendum hrossa haustskýrsluskil
og treysta hagtölusöfnun.
Forsenda þess að hægt er
að fara þessa leið er að allir
umráðamenn hrossa í WorldFengs
þurfa að skrá búsnúmer fyrir öll
hross í WorldFeng. Búsnúmer eru
byggð upp á landnúmeri jarða
samkvæmt skráningu í þjóðskrá,
og því varð að búa til sérstök
búsnúmer fyrir þéttbýlisstaði, t.d.
hesthúsabyggðir þéttbýlisbúa.
Þessi samræmingarvinna hefur
verið unnin í samráði við
tölvudeild Bændasamtaka Íslands,
en WorldFengur er vistaður hjá
samtökunum.
Fjöldinn allur af nýjum
búsnúmerum hafa nú verið skráð
í báða gagnagrunna og þurfa allir
umráðamenn hrossa í þéttbýli að
velja staðsetningu (búsnúmer) hrossa
sinna í WorldFeng. WorldFengur
óskar eftir þessum upplýsingum á
næstu dögum og vikum. Þegar opnað
verður fyrir skráningu haustskýrslna
í Bústofni 16. október nk. verður
búið að koma þessari samtengingu
kerfa í gagnið, og ekkert verður
þá því til fyrirstöðu fyrir eigendur
hrossa í þéttbýli að ganga frá
haustskýrsluskilum í WorldFeng.
,,Það þýðir að umráðamenn
hrossa geta gengið frá skilum á
haustskýrslu í WorldFeng, svo
fremi sem þeir séu ekki eigendur
annars búfjár eða þurfi að ganga frá
skráningu á forða,“ segir Jón Baldur.
„WorldFengur sendir þá
upplýsingar um hrossaeign beint til
Bústofns. Með þessu móti er verið
að koma til móts við þéttbýlisbúa
og stórbæta skráningu á hrossaeign í
þéttbýli. Jafnframt verður með þessu
tryggt að ekki sé verið að telja sömu
hrossin fram í haustskýrslum, t.d. ef
fleiri en einn eigandi er að hrossi eða
hross þéttbýlisbúa eru í hagagöngu.
Vegna þess að þessi tvö kerfi ,,tala
saman“ og byggja skráningu á
einstaklingsnúmerum hrossanna, þá
bætir þetta þessa upplýsingaöflun
til muna.“
Vakin er athygli á að öllum
búfjáreigendum, einnig eigendum
hrossa í þéttbýli, ber að skila
haustskýrslu til Matvælastofnunar
eigi síðar en 20. nóvember ár hvert.
Veldur ekki kostnaði nema menn
trassi að skila haustskýrslu
– Er eitthvað í þessu ferli sem getur
leitt til þess að menn veigri sér við að
skrá sín hross, bæði við fæðingu og
eins út af skrá þegar hross eru felld?
Er mikill kostnaður því samfara að
hafa skráninguna í lagi?
„Nei, í mínum huga ætti það
ekki að vera. Það eru allir félagar í
Landssambandi hestamannafélaga
með frían aðgang að WorldFeng og
því ætti það ekki að vera hindrun.
Sömuleiðis er aðgangur að Bústofni
án endurgjalds og þar byggist
skráning á rafrænu auðkenni í
gegnum Ísland.is.
Það er full ástæða til að vekja
athygli á reglum sem stjórnvöld
hafa sett um að allir búfjáreigendur
bera ábyrgð á að skrá allt búfé, þ.m.t.
hross, í svokallaðar hjarðbækur
sem stjórnvöld hafa byggt upp.
WorldFengur er hjarðbók hrossa
á Íslandi, og ber öllum eigendum
hrossa að skrá þar inn burðar- og
folaldaskráningu, ásamt því að
skylda er að einstaklingsmerkja öll
folöld innan 10 mánaða frá fæðingu
með örmerkingu til að sanna
eignarhald. Þá ber að skrá inn afdrif,
og kaup og sölu hrossa, í hjarðbók.
Upplýsingar um öll hross
sem fara í sláturhús berast frá
sláturhúsum með rafrænum hætti inn
í hjarðbókina. Hins vegar gæti fallið
óþarfa kostnaður á eigendur hrossa
ef þeir láta undir höfuð leggjast
að skila haustskýrslu því þá ber
Matvælastofnun að fara í heimsókn
á kostnað búfjáreiganda.“
Vonast til að tölfræðin batni
– Hvaða vonir gerir þú þér um
árangur við þær breytingar sem
verið er að innleiða, má ætla að þar
skili sér þær þúsundir hrossa sem nú
eru talin vera utan kerfisins?
„Það er rétt að taka fram í
upphafi að við hjá Matvælastofnun
teljum að skráning á fjölda hrossa
hafi verið að færast í betra horf á
síðustu 2–3 árum. Það er staðreynd
að töluverð fækkun hefur orðið í
hrossastofninum á síðustu 10 árum
eða svo, m.a. út af fækkun í fjölda
fæddra folalda á ári, og er það
þróun sem við sjáum einnig í öðrum
Evrópuríkjum. Engu að síður þarf
að bæta þessa skráningu í þéttbýli
og það er það sem við vonumst til
að gera með þessari samtengingu
og samræmingu þessara tveggja
opinberu gagnagrunna; Bústofns
og WorldFengs,“ segir Jón Baldur
Lorange. /HKr.
FRÉTTIR
Í nýlegri rannsókn voru tekin 416
grænmetis- og berjasýni í helstu
verslunum á höfuðborgarsvæðinu
og hjá innflutnings- og dreifingar-
fyrirtæki. Bakteríur ræktuðust í
111 sýnum og í 14 sýnum af inn-
fluttu grænmeti fundust bakteríur
sem eru ónæmar fyrir fimm eða
fleiri sýklalyfjum.
Engar fjölónæmar bakteríur
fundust í íslensku sýnunum, það er
að segja ónæmar fyrir þremur eða
fleiri sýklalyfjaflokkum. Af sýn-
unum 416 voru 288 sýni erlend og
127 innlend. Þetta er í fyrsta sinn
sem grænmeti til sölu hér á landi
er rannsakað með sýklalyfjanæmi
baktería í huga.
Rannsóknin var hluti af meist-
ara verkefni Guðnýjar Klöru Bjarna-
dóttur, lífeindafræðings við lækna-
deild Háskóla Íslands og var Karl G.
Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og
veirufræðideild Landspítalans og
prófessor í sýklafræði, leiðbeinandi
hennar.
Svipað magn af bakteríum
Guðný Klara Bjarnadóttir segir að
niðurstaða rannsóknarinnar sé góð
bæði hvað varðar innlent og erlent
grænmeti. „Í heildina mældist svipað
mikið magn af bakteríum í innlenda
og erlenda grænmetinu, hins vegar
fundust einungis bakteríur með
áunnið ónæmi í því erlenda.“
Ástandið gott
„Ástandið er betra en við áttum von
á,“ segir Karl, „sérstaklega hvað
varðar E. coli mengun og fannst
bakterían einungis í sex sýnum
sem bendir til þess að ástandið sé
frekar gott. Önnur baktería, sem
kallast Enterobacter cloacae, var
langalgengust. Hún reyndist í 14
innfluttum grænmetissýnum vera
með áunnið ónæmi fyrir einum
til fjórum sýklalyfjum. Þetta er
umhverfisbaktería og algeng á
grænmeti og yfirleitt skaðlaus.
Hún er náskyld E. coli bakteríunni
og Salmonellu og getur tekið
sér bólfestu í þörmum þess sem
borðar mengað grænmeti og þar
getur áunnið ónæmið flust yfir í
aðrar gerðir baktería í þörmunum.
Slíkt er skaðlaust fyrir heilbrigða
einstaklinga en getur mögulega
haft alvarlegar afleiðingar sýkist
viðkomandi einstaklingur og þarf
að nota sýklalyf.“
Karl segir að til þess að bakterían
geti borist í innlent grænmeti þurfi
það að komast í beina snertingu
við erlent mengað grænmeti til
dæmis ópakkað í grænmetisborðum
verslana. /VH
Fjölónæmar bakteríur í innfluttu grænmeti
Endurbætur gerðar hjá MAST á skráningarkerfi hrossa á Íslandi:
Vonast til að fá nákvæmari tölur um
fjölda hrossa á landinu í haust
– Ætti ekki að valda kostnaðarauka hjá hestaeigendum nema þeir trassi að skila haustskýrslum
1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017
Allt landið 52.346 52.999 53.650 52.056 52.245 54.132 56.352 59.218 63.531 69.238 71.693 74.069 75.171 76.726 78.517 78.202 80.518 79.804 78.400 77.330 73.995 73.809 71.267 71.412 72.222 74.820 75.644 76.982 77.502 77.158 77.196 78.277 77.380 72.626 67.997 67.417 68.522 64.679
Höfuðborgarsvæðið og Suðurnes 7.772 9.063 8.775 8.673 9.028 11.969 8.880 9.267 9.273 9.831 9.335 8.742 8.902 8.817 8.978 8.426 0 0 3.447 3.408
Allt landið Höfuðborgarsvæðið og Suðurnes
Heimild: Hagstofa Íslands og Búnaðarstofa MAST
Bæ
nd
ab
la
ði
ð
/ H
Kr
.
*Vantalning líkleg sem nemið getur um 4.000 - 8.000 hrossum vegna skorts á gögnum fyrir árin 2014 -2017, einkum á höfuðborgarsvæðinu
Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar og
verkefnisstjóri WorldFengs. Mynd / HKr.
og veirufræðideild Landspítalans og
fundust bakteríur sem eru ónæmar
Engar fjölónæmar bakteríur fundust