Bændablaðið - 04.10.2018, Side 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 201810
FRÉTTIR
Forstjóri Matís seldi lambakjöt af heimaslátruðu
á bændamarkaði á Hofsósi
– segir tilganginn meðal annars hafa verið að vekja athygli á að breyta þurfi regluverki um heimaslátrun og sölu
Bændur á bænum Birkihlíð í
Skaga firði slátruðu lömbum
heima í síðustu viku. Slátrunin fór
fram í samstarfi við Matís og var
framkvæmd hennar í samræmi
við verklag sem Matís hefur lagt
til að gildi um örsláturhús. Sveinn
Margeirsson, forstjóri Matís, seldi
síðan kjötafurðir af lömbunum
á bændamarkaði á Hofsósi
síðastliðinn sunnudag.
Óheimilt er að selja afurðir af
heimaslátruðum gripum, en Sveinn
Margeirsson, forstjóri Matís, segir
tilganginn hafa meðal annars verið
að vekja athygli á að þörf sé á
breytingum á þessu sviði að ýmsu
leyti.
„Tilgangurinn var í rauninni
margþættur; í fyrsta lagi vorum við
að láta reyna á hvort hægt sé að slátra
heima á bóndabýli við aðstæður
í samræmi við tillögur okkar um
fyrirkomulag á svokallaðri örslátrun.
Staðfest var, fyrir sölu afurðanna,
að örverufræðileg staða kjötsins
var með miklum ágætum og má því
segja að það sé búið að staðfesta að
þetta er hægt. Á næstu vikum verður
unnið frekar úr mælingum, meðal
annars á meyrni kjötsins og arðsemi
örslátrunar og þær birtar, en lögð
var áhersla á það við framkvæmd
tilraunarinnar að meta hversu mikinn
tíma það tók að fylgja ferlinu,“ segir
Sveinn og bendir á að nálgast megi
tillögurnar á vef Matís, matis.is.
Miklir möguleikar fyrir bændur
að auka verðmæti
„Við viljum líka benda á mikla
þörf fyrir að fram fari heildstætt,
vísindalegt áhættumat, við
ákvarðanir og áhættustjórnun tengt
matvælaöryggi á Íslandi. Einnig
að benda á möguleika til að auka
verðmætasköpun fyrir bændur og
um leið prófa Matarlandslagið.
is sem vettvang til að stuðla að
beinum viðskiptum á milli bænda
og neytenda. Að mínu mati eru
miklir möguleikar fyrir bændur til
að auka verðmæti með þessum hætti
og þannig stuðla að jákvæðri þróun
í byggðum landsins,“ segir Sveinn.
Gagnagrunnurinn á vefnum
matarlandslagid.is mun gefa
möguleika á heildrænni sýn á
matvælaframleiðslu úr auðlindum
lands og sjávar á Íslandi. Auk
þess er stefnt að því að um nýjan
vettvang beinna viðskipta neytenda
við bændur og aðra framleiðendur
verði að ræða, þar sem öryggi og
upprunaleiki upplýsinga um afurðir
verður tryggt með svokallaðri
„blockchain-tækni“, til að tryggja
rekjanleika.
Áhugi á örslátruðu kjöti
beint frá bónda
Að sögn Sveins fólst einnig í
uppátækinu óformleg könnun á
áhuga neytenda á lambakjöti sem
slátrað er hjá bónda. „Þó ekki sé
hægt að segja að um eiginlega
markaðsrannsókn sé að ræða þori
ég að fullyrða, eftir viðtökur þeirra
sem komu á matarmarkaðinn í gær
[sunnudag], að það er mikill áhugi
á því að kaupa örslátrað kjöt beint
af bónda.
Jafnframt er mikill áhugi á því að
vita meira um kjötið og fólk sýndi
mikinn áhuga á að kynna sér gögnin
sem eru geymd á blockchain-
forminu, ekki síst þegar rætt var
um þann möguleika að hægt verði
að nálgast GPS-staðsetningargögn
í framtíðinni, um hvar lömb hafa
gengið.
Við viljum með þessu ýta undir
umræðu um aukna verðmætasköpun
í sveitum landsins og hvernig
aðlaga þurfi regluverk til þess að
slíkum markmiðum megi ná fram.
Líka viljum við að neytendur
hafi aðgengi að fjölbreyttri flóru
afurða, en geti á sama tíma treyst
matvælaöryggi í landinu.“
Verðmætaaukning
og matvælaöryggi
Sveinn segist ekki hafa sérstakar
skoðanir á því hvort Matís hafi
vísvitandi verið að brjóta lög.
„Hlutverk Matís er að auka
verðmæti og á sama tíma stuðla
að matvælaöryggi. Við höfum í
drjúgan tíma bent á möguleikana
sem gætu falist í að örva nýsköpun
í sveitum landsins með því að
leyfa bændum að slátra sjálfir
heima, samanber tillögu okkar, en
þær ábendingar hafa ekki leitt til
breytinga.
Það er engum til góðs að
núverandi staða verði raunin til
framtíðar, þar sem bændur eiga
í erfiðleikum með að ná endum
saman í rekstrinum, neysla á
lambakjöti dregst saman samkvæmt
opinberum tölum og fyrir hendi er
umtalsverð heimaslátrun. Mér þykir
því afar mikilvægt að það verði
tekið á málunum að þessu sinni.“
Að sögn Hjalta Andrasonar,
fræðslustjóra Matvælastofnunar,
hefur stofnunin fengið upplýsingar
um málið og það sé til skoðunar.
Segir hann að afstaða verði tekin
út frá málsatvikum. /smh
Eva Margrét Jónudóttir, starfsmaður Matís, skoðar hliðarafurðir. Með nýtingu
hliðarafurða geta bændur skapað sér aukin tækifæri. Myndir / Matís
Valur N. Gunnlaugsson mælir sýru-
stig. Meyrni lambakjöts fer meðal
annars eftir meðhöndlun við slátrun.
Fylgst með magni örvera. Þekking
á áhættu er grunnur að áhættumati
og matvælaöryggi.
Milliliðalaus viðskipti á Facebook milli framleiðenda og neytenda:
Smáframleiðendur og bændur koma
með vörur sínar í þéttbýlið
– Fyrsta afhending svokallaðra REKO-hópa verður næstkomandi laugardag
Milliliðalaus sala á matvælum færist
í vöxt. Ein birtingarmynd þess er
svokölluð REKO-hugmyndafræði
sem rekin er í gegnum Facebook-
hópa. Laugardaginn 13. október
ætla bændur, heimavinnsluaðilar og
smáframleiðendur á Suðvesturlandi
að leggja leið sína í þéttbýlið og
afhenda kaupendum vörur sínar
sem þeir hafa lagt inn pantanir fyrir
í gegnum Facebook-hópana REKO
Reykjavík og REKO Vesturland
sem voru nýlega stofnaðir.
REKO er tekið úr sænsku og er
stytting á „vistvænir og heiðarlegir
viðskiptahættir“. Matarauður Íslands
– í samvinnu við Bændasamtök Íslands
- hefur unnið að því að koma REKO-
hugmyndafræðinni af stað hér á landi og
eru nú að myndast hópar um land allt.
Markaðstorgið er í
Facebook-hópnum
Stjórnendur hópanna, þær Arnheiður
Hjörleifsdóttir bóndi (REKO
Reykjavík) og Hlédís Sveinsdóttir
hjá Matarauði Vesturlands (REKO
Vesturland), vinna að skipulagningu
viðburðanna í samvinnu við Oddnýju
Önnu Björnsdóttur ráðgjafa sem vinnur
að verkefninu fyrir Matarauð Íslands.
Að sögn Oddnýjar er enn tími fyrir
bændur og framleiðendur að taka
þátt. „Hægt er að selja allar tegundir
löglegra matvara eins og kjöt, fisk,
egg, sjávarfang, grænmeti, brauð
og kökur, osta, sultur og sælgæti.
Í hvorum hóp fyrir sig hefur verið
stofnaður sérstakur viðburður fyrir
fyrstu afhendinguna, en planið er að
hafa slíka viðburði reglulega. Hve
reglulega mun fara eftir framboði og
eftirspurn.
Fyrirkomulagið er þannig að
framleiðendur setja inn færslur inn
í þá viðburði sem þeir vilja taka
þátt í þar sem þeir tilgreina hvað
þeir hafi í boði og hvað það kosti.
Undir hverja færslu setja áhugasamir
kaupendur inn athugasemd þar sem
þeir tilgreina hvað þeir vilji kaupa og
hve mikið. Þeir geta einnig gert það
í einkaskilaboðum til framleiðenda.
Kaupendur greiða framleið-
endunum svo rafrænt fyrir
það sem þeir ætla að kaupa
– fyrir afhendingardaginn. Á
afhendingardeginum afhenda
framleiðendur kaupendum síðan
vörurnar milliliðalaust,“ segir Oddný.
Milliliðalaus viðskipti
Tilgangurinn með REKO er að
efla nærsamfélagsneyslu og færa
framleiðendur og kaup endur nær
hver öðrum; gera matarhandverki
og heima vinnslu hærra undir höfði
og færa smáframleiðendur ofar í
virðiskeðjunni. Fyrsta afhending
REKO Vesturlands verður laugar-
daginn 13. október klukkan 11-12 á
bílaplani Krónunnar á Akranesi og
REKO Reykjavík sama dag klukkan
13-14 á bílaplani Krónunnar í
Lindum. Sömu framleiðendur geta
tekið þátt í báðum hópum.
Þeir framleiðendur sem hafa
áhuga á að taka þátt, eða vilja nánari
upplýsingar, geta haft samband við
þær Hlédísi, Arnheiði eða Oddnýju
í gegnum Facebook.
Neðangreindir framleiðendur
höfðu boðið vörur til sölu og
afhendingar næstkomandi laugardag
þegar blaðið fór í prentun. /smh
REKO Reykjavík framleiðendur:
• Korngrís frá Laxárdal með svínakjöt.
• Lindarbrekka með kálfakjöt og fleira.
• Sauðfjárbúið Ytra-Hólmi með lamba- og
kindakjöt.
• Súrkál fyrir sælkera.
• Litla gula hænan með kjúkling.
• Mýrarnaut með nautakjöt.
• Ragnheiður Hallgrímsdóttir með
heimagerðan brjóstsykur.
• Bjarteyjarsandur með lambakjöt og
fleira.
REKO Vesturland framleiðendur:
• Matarhandverk Fram-Skorradal. Með
birkireyktan silung, sultur og salza.
• Sauðfjárbúið Ytri-Hólmi. Kofareykt
sveitabjúga, kindahakk og fjölbreytt úrval
lambakjöts.
• Súrkál fyrir sælkera. Fimm gerðir af
ljúffengu súrkáli. Klassískt með kúmeni
og lauk, Curtido, Kimchi, karrýkál og
sítrónukálið ljúfa.
• Lindarbrekka. Alikálfakjöt, kálfahakk,
gr ísakjöt, landnámshænuegg,
hrútaberjahlaup og handgerður brjóstsykur.
• Bjarteyjarsandur. Kindabjúgu ömmu
Kollu, kryddað lambafillet, úrbeinað og
fyllt lambalæri, kindahakk, birkireyktur
bláberjabiti, grafinn geitavöðvi og
heimagert mintuhlaup.
• Mýranaut. Nautasteikur, ribeye, sirlon,
entrecote og innralæri.
• Hjarðarfellsbúið. Hamborgarar af
snæfellsku nauti.
Sauðfjárbúið Ytra-Hólmi.
Mynd / Sauðfjárbúið Ytra-Hólmi