Bændablaðið - 04.10.2018, Qupperneq 15

Bændablaðið - 04.10.2018, Qupperneq 15
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 2018 15 Föstudaginn 12. október næstkomandi verða 100 ár liðin frá því að eldgos hófst í Kötlu í Mýrdalsjökli. Kötlugosið 1918 var eitt af stærri eldgosum í Kötlu og fylgdu jökulhlaup og öskufall á stóru landsvæði umhverfis eldstöðina. Í tilefni þess að öld er liðin frá gosinu, verður þess minnst með veglegri ráðstefnu í Vík í Mýrdal dagana 12.–13. október. Til umfjöllunar verður megineldstöðin Katla og áhrif hennar á náttúru og samfélag á Suðurlandi. 12. október verða erindi flutt af helstu sérfræðingum landsins sem best þekkja til og hafa rannsakað Kötlu. Vísindin verða færð til almennings og verða helstu umfjöllunarefni ráðstefnunnar áhrif Kötlu á landslag, náttúrufar og mannlíf á svæðinu. Einnig verða til sýnis veggspjöld frá Jarðfræðafélagi Íslands og munu sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands mæta með vöktunarbúnað og segja frá því hvernig fylgst er með Kötlu í dag. 13. október verður svo farið í stutta 3–4 klst. skoðunarferð með leiðsögn um svæðið þar sem ummerki eftir gosið verða skoðuð. Allir eru velkomnir á ráðstefnuna og er hún ókeypis, en nauðsynlegt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á Berglindi Sigmundsdóttur, berglind@katlageopark.is eða Beata Rutkowska, beata@vik.is. Ráðstefnan fer fram í íþróttahúsinu í Vík. /MHH 4.-11. október STAMPAR SALTSTEINAR SAG STALDRENHUNDAMATUR KATTAMATUR Sendum um allt land Hafðu samband 5709800 FB Verslun Selfossi Austurvegi 64a 5709840 FB Verslun Hellu Suðurlandsvegi 4 5709870 FB Verslun Hvolsvelli Ormsvellir 2 5709850 www.fodur.is FÓÐURBLANDAN - GÆÐI Í HVERRI GJÖF TILBOÐSDAGAR GLAÐNINGUR * ÞÚ KAUPIR SAG & FÆRÐ 10KG STALDREN FRÍTT MEÐ Á meðan birgðir endast 20% * Afsláttu r af neðangrei ndum vör um FRÉTTIR Vík í Mýrdal: Tveggja daga ráðstefna um Kötlugosið 1918 Eyjafjarðarsveit: Aukin áhersla á ferðaþjónustu „Það sem vakir fyrir okkur er einfaldlega að benda á land- búnaðartengda ferðaþjónustu sem skiptir landsbyggðina mjög miklu máli,“ segir Karl Jónsson, formaður landbúnaðar- og atvinnumálanefndar Eyjafjarðar- sveitar. Nefndin lagði fram bókun á fundi sínum nýverið þar sem fagnað er þróun og vinnu við tvö verkefni; Áfangastaðaáætlun og Norðurstrandarleið og telur nefndin þau til þess fallin að vekja aukna athygli á Norðurlandi sem áfangastað ferðamanna til framtíðar litið. Jafnframt bendir nefndin á þá miklu möguleika sem felast í landbúnaðartengdri ferðaþjónustu líkt og þeirri sem er í uppbyggingu í Eyjafjarðarsveit. Áhugaverð verkefni en gagnast ekki öllum „Í flestum eða öllum sveitum er að finna mjög áhugaverða ferðamannaáningarstaði auk gistingar og veitinga. Við teljum einfaldlega að það sé kominn tími til að draga þessa sérstöðu okkar út. Þessi tvö verkefni eru góðra gjalda verð og áhugaverð en þau gagnast okkur lítið sem erum ekki við Þjóðveg 1 eða strandlengjuna,“ segir Karl. Skorar landbúnaðar- og atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar á Markaðsskrifstofu Norðurlands að beita sér fyrir framgangi markaðsverkefnis sem dregur fram sérstöðu landbúnaðartengdrar ferðaþjónustu á Norðurlandi og yrði góð viðbót við önnur markaðstengd verkefni sem eru til þess fallin að fjölga ferðamönnum í landshlutanum og magna upplifun þeirra af svæðinu. /MÞÞ Mynd / HKr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.