Bændablaðið - 04.10.2018, Page 21

Bændablaðið - 04.10.2018, Page 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 2018 21 vantar þó tölur frá Eistlandi, Lúxemborg og Hollandi svo munað gæti ríflega 200 tonnum. Heildarsalan var því líklega nærri 13.600 tonn. Um 38 þúsund tonn af öðrum óskilgreindum hjálparefnum Af öðrum ótilgreindum hjálparefnum voru seld í ESB-ríkjunum 35.182 tonn árið 2016. Þar vantar þó tölur frá Lúxemborg og frá Hollandi þar sem salan var 3.182 tonn árið 2011. Því má leiða líkum að því að heildarsala óskilgreindra hjálparefna til landbúnaðar hafi vart numið minna en 38 þúsund tonnum árið 2016. Stórþjóðirnar stórtækar í efnanotkuninni Þegar skoðuð eru einstök ríki í yfirliti Eurostat eru stórþjóðirnar Spánn, Frakkland, Þýskaland og Ítalía stórtækust í notkun eiturefna. Spánverjar 76.040 tonn af eitur- og verndarefnum 2016 Á árinu 2011 voru notuð í spænskum landbúnaði 31.343 tonn af sveppa- og bakteríueitri. Sú notkun hafði aukist í 38.905 tonn árið 2006. Þá jókst notkun Spánverja á illgresis- og mosaeyði úr 13.835 tonnum árið 2011 í 15.224 tonn árið 2016. Aðeins dró þó úr notkun Spánverja á skordýraeitri á þessu tímabili, eða úr 8.062 tonnum 2011 í 7.501 tonn árið 2016. Þetta er þó ekki allt því í öðrum eitur- og varnar- og vaxtarstýriefnum svonefndum notuðu Spánverjar 19.873 tonn árið 2011, en það var þó komið í 15.310 tonn árið 2016. Heildarnotkun eitur- og varnar- og vaxtarstýriefnum í spænskum landbúnaði nam þannig 72.113 tonnum árið 2011. Var sú tala komin í 76.940 tonn árið 2016. Þjóðverjar með 46.889 tonna notkun árið 2016 Þjóðverjar standa okkur ekki síður nærri í kjötinnflutningi en Spánverjar. Þar voru notuð 10.525 tonn af sveppa- og bakteríueitri árið 2011. Notkunin á slíkum efnum var komin í 12.141 tonn árið 2016. Aðeins dró úr notkun Þjóðverja á illgresis- og mosaeyði, og fór notkunin úr 17.955 tonnum árið 2011 í 15.038 tonn árið 2016. Notkunin á skordýraeitri tók hins vegar risastökk í þýskalandi, eða úr 875 tonnum árið 2011 í 15.463 tonn árið 2016. Af öðrum eitur-, varnar- og vaxtarstýringar- efnum notuðu þýskir bændur 14.501 tonn árið 2011. Sú notkun féll síðan umtalsvert eða niður í 4.247 tonn árið 2016. Heildarnotkun eitur- og varnar- og vaxtarstýriefna í þýskum landbúnaði nam þannig 43.858 tonnum árið 2011, en var komin upp í 46.889 tonn árið 2016. Frakkar með 72.037 tonna notkun árið 2016 Franskir bændur notuðu 24.524 tonn af sveppa- og bakteríueitri árið 2011. Sú notkun var komin í 31.910 tonn árið 2016. Þá notuðu Frakkar 29.209 tonn af illgresis- og mosaeyði árið 2011. Þar jókst notkunin í 30.043 tonn árið 2016. Af skordýraeitri notuðu Frakkar 2.150 tonn árið 2011, en notkun slíkra efna var komin í 3.637 tonn árið 2016. Frakkar notuðu síðan samtals 5.454 tonn af öðrum eitur- varnar- og vaxtarstýringarefnum árið 2011. Jókst notkun slíkra efna í Frakklandi í 6.447 tonn árið 2016. Heildarnotkun eitur-, varnar- og vaxtarstýringarefna í frönskum landbúnaði nam þannig 61.337 tonnum árið 2011 og 72.037 tonn árið 2016. Ítalir notuðu 60.216 tonn árið 2016 Á Ítalíu minnkaði notkun hjálparefna í landbúnaði í sumum flokkum á milli áranna 2011 til 2016, en heildarnotkunin jókst samt um tæplega 1.600 tonn. Þannig notuðu ítalskir bændur 43.293 tonn af sveppa- og bakteríueitri árið 2011. Var notkun slíkra efna komin í 37.047 tonn ári 2016. Notkun Ítala á illgresis- og mosaeyði nam 8.327 tonnum árið 2011, en var komin í 7.486 tonn árið 2016. Af skordýraeitri notuðu Ítalir 7.028 tonn árið 2011, en notkunin á slíkum efnum var komin niður í 2.022 tonn árið 2016. Af öðrum eitur-, varnar- og vaxtarstýringarefnum notuðu Ítalir 10.702 tonn árið 2011. Var sú notkun komin í 13.664 tonn árið 2016. Heildarnotkun eitur-, varnar- og vaxtarstýringarefna í ítölskum landbúnaði nam 58.648 tonnum árið 2011 og 60.216 tonn árið 2016. Bretar með um 17–18.000 tonna notkun á ári Í fimmta sæti á listanum yfir efna- notkun í landbúnaði koma svo Bretar. Þar eru tölur ekki alveg tæmandi, en heildarnotkunin lætur þó trúlega nærri að vera 24.500 tonn árið 2011. Þar gæti verið skekkja upp á ca 170 tonn. Var heildarnotkun Breta komin niður í 16.500 tonn á árinu 2016 með mögulegri viðbót upp á um 1.700 tonn miðað við tölur Eurostat. Hafa má í huga að breska þjóðin er svipuð að mannfjölda og Frakkar. eða nærri 61 milljón í landi sem er 209.331 ferkílómetri, eða tvöföld stærð Íslands. Frakkar eru um 65 milljónir í landi sem er 640.679 ferkílómetrar, eða þreföld stærð Bretlands. Þá er Frakkland með mun meira rými undir landbúnað og á suðlægari breiddargráðu en Bretland, sem skýrir án efa mun meiri efnanotkun. Ísland ekki á blaði en Noregur með um 800 tonn Ísland kemst ekki á blað í þessari úttekt Eurostat og Noregur er þar sagður vera með heildarnotkun upp á um 800 tonn og þá langmest af mosa- og illgresiseyði.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.