Bændablaðið - 04.10.2018, Síða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 201822
Það voru blendnar tilfinningar
hjá nemendum níunda bekkjar
C við gagnfræðaskólann í Øystese
í sveitarfélaginu Kvam í Noregi
á dögunum þegar þeir fengu
að heimsækja kennarann sinn,
Ingunni Teigland, sem jafnframt
er sauðfjárbóndi, og fylgjast með
heimaslátrun á lambi, verkun og
prófa sig við hjartarskurð svo fátt
eitt sé nefnt.
Þó að þónokkur „ojbara“ og
„ógeðslegt“ hefðu heyrst hjá
nemend unum við slátrunarferlið
var alveg ljóst í lok skóladagsins
að allir myndu taka með sér nýjan
og reynslumikinn lærdóm heim eftir
heimsókn í sveitina.
„Ég hef fengið spurningu af
hverju við séum að þessu og það
er umhugsunarvert því það hefur
ekki verið boðið upp á þetta áður.
Krakkarnir komu til mín í vor til
að fylgjast með sauðburðinum
sem þeim fannst mjög gagnlegt og
áhugavert svo þessi hugmynd kom
upp á kennarastofunni, því ekki að
leyfa þeim líka að upplifa þennan
veruleika lambsins?“ útskýrir
umsjónarkennari bekkjarins, Ingunn
Teigland, sem rekur ásamt tveimur
öðrum fjölskyldum sauðfjárbú með
250 vetrarfóðruðum kindum.
Sjá hvaðan maturinn kemur
Allir níundu bekkirnir þrír við
skólann fengu að upplifa sama
ferlið, hver bekkur fyrir sig, einn
dag í einu. Faðir Ingunnar, Jon
Teigland, sem er dýralæknir, var
einnig viðstaddur slátrunina og
fræddi unglingana um uppbyggingu
og líffræði lambsins.
„Það er mikilvægt, tel ég, að
unglingarnir sjái hvaðan maturinn
kemur og hvernig dýrið er byggt
upp og lítur út. Þetta snýr einnig
að náttúrufræði, samfélagsfræði,
heilsufari eða leikfimi því þau
ganga hingað til mín frá skólanum
sem er um klukkustundarleið,“
segir Ingunn og bætir við:
„Þetta er vissulega öðruvísi
kennslustund og minnisstæð
fyrir vikið. Áður en sjálf
slátrunin fer fram fræði ég
unglingana um náttúruauðlindir
og matvælaframleiðslu ásamt því
að fara yfir sláturferlið. Það hefur
gengið mjög vel með alla bekkina,
þeir sem vilja ekki horfa á til dæmis
þegar lambið er skotið þá er það
ekkert mál. Sumum hefur orðið
óglatt eftir þessa upplifun en ég
tel að það jafni sig fljótt, það er
engum óhollt að átta sig á hvernig
náttúran virkar.“
Deyfibyssa og innyfli
Eftir að Ingunn útskýrði fyrir
unglingunum hvernig ferlið færi
fram var ekki eftir neinu að bíða en
að sækja lambið sem féll í valinn
þann daginn. Stuttu síðar sló þögn
á hópinn eitt andartak, meðan á
dauðastundinni stóð, sumir litu
undan á meðan aðrir fylgdust með
af miklum áhuga.
„Þegar ég sæki lambið og
er búin að grípa það í fang mitt
er það ekki lengur lamb heldur
matur í mínum huga. Það er mjög
mikilvægt að vita fyrir ykkur að
lambið kvelst ekki í þessu ferli,“
útskýrir Ingunn fyrir bekknum og
einn nemandi spyr:
Nemendum níunda bekkjar C við gagnfræðaskólann í Øystese í sveitarfélaginu Kvam í Noregi kynntu sér heimaslátrun:
Sterk lífsreynsla sótt í sveitina
UTAN ÚR HEIMI
Ánægðir unglingar níunda bekkjar C við gagnfræðaskólann í Øystese eftir viðburðaríkan skóladag í sveitinni þar sem hver og einn fór heim með nýjan lærdóm um sauðfjárbúskap. Myndir / EHG
Erla Hjördís
Gunnarsdóttir
ehg@bondi.is
Áður en lambið var sótt og sjálft sláturferlið fór af stað útskýrði Ingunn Teigland, umsjónarkennari 9. bekkjar C við gagnfræðaskólann í sveitarfélaginu
Kvam í Noregi, fyrir nemendunum hvernig það myndi fara fram.
Faðir Ingunnar, Jon Teigland, sem er dýralæknir, aðstoðaði dóttur sína við slátrunina og ekki var laust við að það Lambið skorið á háls og um leið og blóðið byrjaði að renna voru nokkrir
nemendur sem sneru sér undan og þögn sló á hópinn.
Kennarinn Ingunn sækir lambið
til slátrunar sem frá þeirri stundu
var ekki lengur lamb í hennar huga
heldur matur, útskýrði hún fyrir
nemendunum.