Bændablaðið - 04.10.2018, Síða 23

Bændablaðið - 04.10.2018, Síða 23
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 2018 23 „Þurfum við að nota hanska?“ „Nei, nei, við erum sterkasti bekkur í heimi, við þurfum þess ekki,“ svarar Ingunn kennari. „En er ekki auðveldara að slátra ef það er búið að rýja kindina?“ spyr annar áhugasamur nemandi. „Jú, það er rétt, það er léttara að slátra ef það er búið, eða réttara sagt þegar maður gerir að skrokknum eftir slátrun,“ svarar kennarinn. Síðan hófst ferlið þar sem feðginin skutu lambið með deyfibyssu og þegar það var skorið á háls fór um nokkra í hópnum. Tveir nemendanna fengu það hlutverk að safna blóði í könnu og skál til að fylgjast með storknun þess á meðan aðrir fengu sög í hönd til að saga höfuð lambsins í tvennt til að kanna heilann. Feðginin héldu því næst áfram að gera að og fengu aðstoð nemenda til að ná öllum innyflunum út og sturta þeim í hjólbörur, því næst var þarmurinn mældur, lungu, lifur, gallblaðra, nýrað og miltað skoðað og útskýrð af kostgæfni virkni þeirra. Að endingu fengu unglingarnir að spreyta sig á að skera í og rannsaka lambshjörtu sem kennarinn hafði útvegað og voru flestir mjög spenntir fyrir þeirri iðju. Margs konar lærdómur eftir daginn Í lok þessa sérstaka skóladags grillaði bekkurinn saman ýmist pylsur eða samlokur sem hver og einn tók með sér ásamt kennurunum. Þá sköpuðust ýmsar umræður um hvað unglingarnir höfðu upplifað þennan daginn og í ljós kom að öll höfðu þau tekið með sér mismunandi lærdóm eftir þessa lífsreynslu. „Ég lærði mikið um meltingarfæri lambsins og að kindur eru jórturdýr og hafa fjóra magasekki,“ sagði Torbjørn Viking Sætveit Torsvik. „Það sem kom mér mest á óvart er hvernig kerfið í líkama lambsins starfar. Mér fannst þetta mjög áhugavert og ég lærði mikið um ferlið við að slátra lambi,“ sagði Julie Carlsen Midtrød. „Það er mikill matur sem maður getur fengið af einu lambi og maður verður að hengja skrokkinn upp í nokkra daga áður en er hægt að nýta kjötið af honum. Það var mjög svalt að prófa að skera í lambshjarta,“ sagði Sigbjørn Steine. „Mér fannst þetta frekar ógeðslegt, sumt af þessu, en mér fannst gott að vita að lambið var deyft áður en það drapst,“ sagði Glódís Björt Pálsdóttir. „Nú veit ég betur að innyfli í kindum og í mönnum eru ansi lík og mér fannst ég læra mikið um líffæri lambsins og hvernig það er byggt upp,“ sagði Daniel Olsen. „Núna veit ég betur hvaðan maturinn kemur og hvað lambið þarf að ganga í gegnum til þess að við verðum södd af lambakjötinu. Mér fannst líka áhugavert að læra um hringrásina, pörun, burð og slátrun,“ sagði Evelina Bu-Vik. /ehg Feðginin gera að skrokknum og fengu síðan aðstoð nemenda við að ná ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR 2018 12. - 14. október Tökum vel á móti ykkur! TÖKUBÁSAR FYRIR NAUTGRIPI Öflugir tökubásar fyrir nautgripi. Innbyggð vigt. Tilboðsverð kr. 349.900 auk vsk. . Upplýsingar og pantanir í símum 899 1776 og 669 1336. Meira fyrir aurinn

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.