Bændablaðið - 04.10.2018, Qupperneq 24

Bændablaðið - 04.10.2018, Qupperneq 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 201824 Landsbankinn á Selfossi var fyrsta útibúið sem var stofnað í sveit til að þjónusta sveitir: Öld frá því að Landsbankinn var opnaður á Selfossi – Fyrsti „forstjóri“ útibúsins bjó í Tryggvaskála með hinum tveimur starfsmönnunum Öld er liðin frá því að Lands- bankinn opnaði útibú í Tryggvaskála við Ölfusárbrú en þetta var fyrsta bankaútibúið sem var stofnað utan kaupstaða og kauptúna. Allar götur síðan hafa tengsl útibúsins við bændur og landbúnað verið afar sterk. Gögn frá fyrstu starfsárum sýna fram á langa viðskiptasögu fjölmargra búa á svæðinu sem haldist hefur kynslóð fram af kynslóð og eru dæmi um bú sem hafa verið í viðskiptum við útibúið í heila öld. Bankinn hefur allt frá upphafi gegnt lykilhlutverki í atvinnuuppbyggingu á Suðurlandi og tók m.a. þátt í uppbyggingu Flóaáveitunnar, Mjólkurbús Flóamanna og Kaupfélags Árnesinga svo eitthvað sér nefnt. Í útibúinu var „forstjóri“ og tveir starfsmenn Stofnun útibúsins má rekja til þrýstings af hálfu sunnlenskra bænda og fór þar fremstur í flokki Gestur Einarsson á Hæli. Bróðir hans, Eiríkur Einarsson frá Hæli, lögfræðingur og alþingismaður, var ráðinn útibússtjóri. Í fréttum af útibúinu í október 1918 var Eiríkur reyndar sagður vera „forstjóri“ en ekki útibússtjóri en undirmenn hans voru tveir; feðgarnir Guðmundur Guðmundsson og sr. Guðmundur Helgason frá Birtingaholti. Strax var ljóst að Tryggvaskáli væri ekki hentugt húsnæði fyrir starfsemi sem þessa og flutti bankinn árið eftir í eigið húsnæði. Það hús var upphaflega byggt árið 1899 í Búðardal en var flutt sjóleiðina suður og reist aftur á Selfossi. Þar var starfsemi útibúsins í rúmlega þrjá áratugi eða allt fram á miðja síðustu öld. Húsið stendur enn og gengur undir nafninu Gamli-bankinn. Nýja Landsbankahúsið á Selfossi var reist af miklum stórhug á árunum 1949–1953 og er jafnan talið eitt fallegasta hús á Suðurlandi. Húsið var byggt eftir frumteikningum Guðjóns Samúelssonar en honum entist ekki aldur til að fylgja verkinu eftir því hann lést árið 1950. Húsið er allt hið veglegasta en auk þess að hýsa bankastarfsemi voru í húsinu tvær íbúðir. Önnur í vesturenda annarrar hæðar ætluð útibússtjóra og hin ætluð húsverði í austurenda kjallarans. Samkomusalur og kaffistofa voru á rishæð. Vesturendi annarrar hæðar var leigður út fyrstu árin. Djúpar rætur á Suðurlandi Fram á sjöunda áratuginn var Landsbankinn eina bankaútibúið á Suðurlandi. Eftir það jókst samkeppnin en það er til marks um djúpar rætur bankans og áherslu hans á þjónustu við landsbyggðina að enn í dag er staða hans afar sterk á þessu svæði. Samkvæmt síðustu mælingu Gallup er markaðshlutdeild bankans á Suðurlandi nú um 48%. Meðalmarkaðshlutdeild Landsbankans á landsbygginni er heldur lægri, eða um 45%, og þegar litið er til landsins alls er hlutdeildin um 38%. Sterka stöðu á landsbyggðinni má án efa rekja til áherslu Landsbankans á að veita góða þjónustu um allt land en alls rekur bankinn Tryggvaskáli við Ölfusárbrú 1918. Öld er liðin frá því að Lands bankinn opnaði þar útibú, en þetta var fyrsta bankaútibúið sem var stofnað utan kaupstaða og kauptúna. Á innfelldu myndunum Myndir / Landsbankinn Á árunum 1919–1953 var Landsbankinn á Selfossi til húsa að Austurvegi Eyrarbakka og síðan upp á Selfoss. Síðasti afgreiðsludagur þar var 7. ágúst 1953. Á myndinni er Björn Sigurbjarnarson féhirðir að afgreiða þá Þorvarð Sölvason, kaupmann í Varsabúð, Kristin Vigfússon byggingameistara og Jón Pálsson dýralækni. Stórhýsi Landsbankans á Selfossi í byggingu. Fjær stendur „Gamli-bankinn“ sem hýsti útibúið á árunum 1919–1953. Úr útibúi Landsbankans á Selfossi. Þessi mynd var tekin þegar haldið var upp á 50 ára afmæli útibúsins þann 4. október árið 1968. Nína Guðbjörg Pálsdóttir, núverandi útibússtjóri Landsbankans á Selfossi. LÍFIÐ&SAGAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.