Bændablaðið - 04.10.2018, Page 31

Bændablaðið - 04.10.2018, Page 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 2018 31 Hljóðsokkar á stóla Verð 862 kr. stykkið (Þrír litir) Leitið tilboða í stærri kaup www.stalidjan.is Stáliðjan ehf - Smiðjuvegi 5, 200 Kópavogi - Sími 564 5885 - www.stalidjan.is Dempar hljóð um allt að 18dB. Minnkar slit á gólfi . Má þvo í þvottavél. Mjög létt að setja á og taka af. Bráðnauðsynlegt í skóla, mötuneyti og allstaðar þar sem að fjölmenni kemur saman. IS Hurðir I Sími 564 0013 I www.ishurdir.is I ishurdir@ishurdir.is IÐNAÐARHURÐIR BÍLSKÚRSHURÐIR • Íslensk framleiðsla, smíði og samsetning. • Allar hurðir smíðaðar samkvæmt máli. • Áratuga reynsla starfsmanna í hurðum. • Hágæða hráefni. • Þolir íslenskt veðurfar. • Sér meðhöndlaðar brautir gegn ryði og álagi. • Stuttur afgreiðslutími. ilbb . s F obca e ok Yfirlit Hagstofu um sauðfjár- og nautgripabú árin 2008 til 2016: Batamerki voru á búrekstrinum í árslok 2016 Hagstofa Íslands birti nýverið samantekt sína um rekstur og efnahag sauðfjárbúa, kúabúa og annarra nautgripabúa fyrir árin 2008 til 2016. Þar kemur fram að sauðfjárbúum hafði á þessum tíma fækkað um tæplega 14 prósent og kúabúum um tæplega 11 prósent. Rétt er að taka fram að forsendur kunna að einhverju leyti að hafa breyst 2017. Á það trúlega einkum við varðandi sauðfjárbúskap en það kemur ekki kemur fram í þessari skýrslu. Rekstrartekjur sauðfjárbúa á árinu 2016 voru þær sömu og árið 2008, eða 13,1 milljón á hvert bú að meðaltali á föstu verðlagi miðað við árið 2016. Búum hafði á þessum tíma fækkað úr 1.712 í 1.477. Langtímaskuldir lækkuðu úr rúmum 15 milljónum á bú í tæpar 11 milljónir. Fjöldi nautgripabúa – annarra en kúabúa – var svipaður frá 2008 til 2016; þau voru 97 árið 2008, flest 109 talsins árin 2011 og 2012 en voru 90 árið 2016. Á þessu tímabili voru rekstrartekjurnar mestar árið 2008, 1.332 m.kr. miðað við verðlag ársins 2016, en voru 1.003 m.kr. árið 2016. Langtímaskuldir hafa minnkað um helming; úr 1.648 m.kr. í 885 m.kr. Tæplega 11 prósenta fækkun kúabúa Í yfirliti Hagstofunnar kemur fram að kúabúum fór fækkandi á árunum frá 2008 til 2016. Árið 2008 voru 707 kúabú í landinu með ræktun mjólkurkúa sem aðalstarfsemi, en árið 2016 voru þau orðin 631, sem er fækkun um tæplega 11 prósent. Meðalstærð búanna óx á sama tíma um 12,6 prósent. Rekstrartekjur kúabúa árið 2016 voru tæpar 24 milljónir króna að meðaltali á hvert bú árið miðað við fast verðlag, sem eru hæstu meðaltekjur áranna frá 2008. Árið 2008 voru rekstartekjurnar tæpar 23 milljónir á bú að meðaltali miðað við fast verðlag 2016, en lægri árin á milli 2008 og 2016. Langtímaskuldir kúabúa hafa lækkað umtalsvert á árunum frá 2008 til 2016; eða úr rúmum 52 m.kr. að meðaltali á bú, miðað við fast verðlag ársins 2016, í tæpar 29 m.kr. ársins 2016. Þetta er í fyrsta skiptið sem Hagstofan birtir slíkt yfirlit um búrekstur og efnahag greina landbúnaðarins, en stefnt er að því að birt sé árlega samantekt um þessar upplýsingar. Tölur fyrir 2017 munu verða birtar síðar á þessu ári, þegar mestur hluti skattaskila liggur fyrir. /smh Samkvæmt þessu línuriti var afkoma sauðfjárbúa á uppleið 2016, en trúlega lítur myndin töluvert öðruvísi út fyrir árið 2017. Langtímaskuldir höfðu minnkað um helming í nautgriparækt 2016, eða úr 1.648 m.kr. í 885 m.kr. Síðan hefur mikil uppbygging með miklum fjárfestingum átt sér stað í greininni.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.