Bændablaðið - 04.10.2018, Side 37

Bændablaðið - 04.10.2018, Side 37
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 2018 37 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Til sölu 67,3 fm einbýlishús auk 88 fm vélageymslu og þremur litlum gistihúsum Einbýlishús, 2 herbergja, byggt úr timbri árið 1995 á eignarlandi sem er um 1 hektari. Vélageymsla með innkeyrsluhurð og mikilli lofthæð, byggt 2006. Þrjú gistihús sem eru leigð út til ferðamanna. Verð 47,5 milljónir. Nánari uppl. veitir Jón Óskar lögg. fasteignasali í síma 693 9258 og netfang: jonoskar@ibudaeignir.is Íbúðaeignir - Síðumúla 13, 108 Reykjavík - s: 577 5500 - www.ibudaeignir. is Fasteignamiðlun ÁSAHRAUN, FLÓAHREPPI LÍF&STARF Nýlega heimsótti Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri SS þau Grzegorz Ziolkowski og Justina Ziolkowska sem eru fyrstu íbúar í nýju húsunum við Gunnarsgerði á Hvolsvelli en þau starfa bæði hjá SS á Hvolsvelli. Mynd / SS SS byggir 24 íbúðir á Hvolsvelli fyrir starfsmenn sína SS hefur afhent fyrstu 8 íbúð- irnar sem byggðar hafa verið sérstaklega fyrir stafsmenn fyrir- tækisins Hvolsvelli. Um er að ræða 24 leiguíbúðir við Gunnars- gerði. „Það er von fyrirtækisins að íbúðirnar falli vel að þörfum starfsmanna og samfélagsins á Hvolsvelli. Það er mikil þensla á húsnæðismarkaði á Hvolsvelli eins og annars staðar á landinu og því er það sérstakt ánægjuefni að Rangárþin eystra og fyrirtækið nái saman um að bjóða hagkvæman valkost til starfsmanna með þessum hætti“, segir Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri SS. Hver íbúð er um 50 fermetrar að stærð með einu svefnherbergi, baðherbergi, eldhúskrók og setustofu, auk geymslu. Einnig er útigeymsla við hvert hús. Íbúðirnar eru afhentar fullbúnar utan- og innahúss, með frágenginni lóð og hellulögðum gangstéttum og bílastæðum. „Allt frá því að SS flutti kjötvinnslu sína á Hvolsvöll árið 1991 hefurRangárþing eystra stutt dyggilega við uppbyggingu starfseminnar á Hvolsvelli, nú síðast með úthlutun lóða undir leiguíbúðirnar, samkvæmt viljayfirlýsingu sem undirrituð var á 110 ára afmæli félagsins þann 28. janúar 2017“, bætir Benedikt við. /MHH Horft á norðurljósin úr rúminu – 78 ný og glæsileg herbergi á Hótel örk Hótel Örk í Hvera- gerði hefur opnað nýja og glæsilega byggingu með 78 herbergum þar sem lögð er áhersla á nútímalega hönnun ásamt öllum helstu þægindum sem hótel- gestir þurfa. Nýju herbergin eru allt frá tveggja manna herbergjum að svítum. Eftir stækkun hótelsins eru þar 157 herbergi, ásamt sjö fundar- og veislusölum, ásamt veitingastað, sundlaug og heitum pottum. Eftir stækkun er Hótel Örk eitt stærsta hótel landsbyggðarinnar. Hótel Örk er fjögurra stjörnu hótel. /MHH Nýju herbergin í nýju byggingunni eru glæsileg í alla staði en hönnun þeirra var í umsjón T.ark sem hefur mikla reynslu í hönnun hótela. Ljósmyndir á veggjum í nýju herbergjunum eru eftir Ingimar Þórhallsson listamann og ljósmyndara frá University of the Arts London en þær eru af hverasvæðum sem hentar sérstaklega vel við

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.