Bændablaðið - 04.10.2018, Side 38

Bændablaðið - 04.10.2018, Side 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 201838 SKÓGRÆKT&LANDGRÆÐSLA Ég dvaldi tvær vikur í Norðurþingi um mánaðamótin júlí-ágúst og varð margs vísari. Hef stöku sinnum ekið þarna í gegn en aldrei stoppað sem nú. Gróðurfarið vakti athygli mína. Meiri gróður en ég átti von á – margvíslegur gróður. Heimsókn til Gunnars á Daðastöðum Ég var gestur Gunnars Einarssonar, bónda á Daðastöðum, í sól og blíðu 2. ágúst sl. Ræddi einnig við Pétur Þorsteinsson á Kópaskeri, Jóhann Guðjónsson líffræðing og fleiri. Gunnar bauð mér í skoðunarferð í jeppanum sínum, til að skoða lítið brot af landi hans og kynna mér hugsjón hans á Daðastöðum, sem er uppgræðsla, skógrækt, nýting lands til sauðfjárbeitar – gróðurframvinda frá snauðum mel í auðugan lyngmóa og síðan birkiskóg, þar sem fé er beitt hóflega. Gunnar Einarsson er Hafn- firðingur, tengdur föðurætt minni þar, og gekk í bændaskólann á Hólum. Vann sem girðingarvörður við Vogaafleggjara 1980–1982, en þá var búið að friða ytri hluta Reykjanesskaga fyrir beit. Á þeim tíma sáði hann smituðu lúpínufræi, sem hann fékk hjá Landgræðslunni, bæði við skúrinn við Vogavegamót þar sem hann hélt til og líka á Vogastapa. Sú mikla lúpína sem nú vex þar væri efni í aðra grein. Gunnar keypi Daðastaði af Pétri Þorsteinssyni 1983 og nokkru síðar tvær aðliggjandi eyðijarðir, Arnarstaði og Arnarhól, samtals 7.000 ha frá sjó og inn í landið. Pétur er uppalinn á Daðastöðum og var faðir hans þar með um 200 fjár og vetrarbeit eins og þá tíðkaðist. Pétur hafði tekið við búinu, stækkað það og byggt, ásamt öðrum, fjárhús fyrir 1000 fjár. Gunnar byrjaði fljótt uppgræðslu á Daðastöðum í samvinnu við Landgræðsluna, fyrst með áburði og fræi, síðan einnig skít, en hann setti um tíma 20% af skítnum sem til fellur á mela nálægt bænum. Hann hóf lúpínusáningu um 1990 og sáði í stór svæði 1992–1995, nálægt því sem skíturinn fór á. Hann sýndi mér þessi svæði. Skítábornu melarnir voru nú fallega gróinn mói með mikið af grösum, beitilyngi, holtasóley og stöku birkiplöntum, sjá mynd 1. Gunnar sýndi mér langan og frekar háan mel þar sem lúpínu var sáð 1992. Þar virðist lúpínunni hafa hnignað. Margar lúpínuplönturnar voru smáar og veiklulegar, blómgast lítið, með frekar fáa fræbelgi – strjálli lúpína en ég á að venjast á SV-landi og alls kyns gróður innan um, sjá mynd 2. Í jaðrinum og í lægðum var hún kröftug og þétt. Hæsti hluti lúpínumelsins er fölur yfir að líta, líkt og hálf skrælnaður og/eða skortir næringu (nitur). Úrkoma mun hafa verið jöfn og góð þarna í sumar svo varla getur þetta eingöngu skrifast á þurrk. Þarna sagði Gunnar hafa verið öfluga lúpínu lengi vel og er óánægður með hve mikið henni hefur farið aftur þarna, það komi m.a. niður á beitargildinu. Innan um þessa smávöxnu, fölu og tiltölulega strjálu lúpínu voru nokkrar tegundir, m.a. holtasóley, mýrasóley, vegarfi, kornsúra, krækilyng, grasvíðir, nokkrar grastegundir (túnvingull, blávingull, vallarsveifgras, vallhæra, lógresi ...) og svolítið af mosa (mynd 3). Það kom mér á óvart hvað tegundirnar voru margar. Ég hef ekki áður séð svo vesæla lúpínu, enda aðallega skoðað hana á Suður- og Vesturlandi, en hef þó oft séð að hún þrífst best í lautum og ver á þurrum melum og hafði lesið um að hún ætti það til að hnigna sums staðar, ekki síst norðaustanlands. Pétur Þorsteinsson hefur veitt því eftirtekt að lúpínan skríður ekki mikið út í móana hjá Gunnari. Skríður að vísu niður skorninga og lægðir af melunum en ekki mikið út í móana. Gunnar sýndi mér annan mel sem hann sáði lúpínu í 1994, lét ýta niður rofabörðum og sáði og bar á þau líka. Þarna var svipað ástand á efstu melunum, þó kröftugri lúpína, en talsvert um annan gróður inn á milli, sjá mynd 5. Skammt frá var gamalgróið birki að sá sér í gamalgróinn lyngmóa og í eyður í lúpínubreiðunni (mynd 6). Á milli þessara tveggja svæða er gamalgróinn lyngmói, með þéttum lyng- og blómgróðri og lágvöxnu, skriðulu birki. Gunnar taldi þennan móa dæmdan til að breytast í birkiskóg. Að honum sækir birkiskógurinn á annan veginn (nær fjallinu) og lúpínan á hinn veginn, og telur Gunnar fullvíst að hvort tveggja endi í birkiskógi. Hann sagði að innar í landinu (sem er beitt) væri víðir og birki smám saman að leggja undir sig móana, þeir myndu enda sem kjarr eða skógur. Mér gafst ekki tími til að skoða þann hluta landsins, en á þeim slóðum stundar hann uppgræðslu hin síðari ár með grasfræi, áburði og lúpínu. Þar bíða enn stórir melar og rofabörð þess að vera grædd upp. Við gengum inn í þéttan birkiskóg, meira en mannhæðar háan (mynd 7) og svo þéttan að Gunnar hafði klippt leið fyrir sauðfé svo það kæmist þar í gegn! Hann vissi um tæki sem hægt væri að setja á traktor til að opna slóðir gegnum skóg og kurla trén. Sagðist ekki óttast frumskóg, hægt væri að opna hann eftir þörfum. Faðir Péturs var með vetrarbeit á Daðastöðum þegar Pétur var þar strákur. Hann beitti m.a. skóginn, sem þá var heldur lágvaxnari en gróskumikill og þéttur með blágresi í botninum. Snjóþyngsli dró eitthvað úr vetrarbeitarþunga í skógarbotninum. Erfitt var að smala skóginn, þá sem nú. Pétur man að hann reið á hesti á ás meðfram skóginum, en þaðan sá hann kindurnar og sendi hundinn eftir þeim. Hundurinn stuggaði þeim út úr skóginum og kom aftur til Péturs sem sendi hann í næsta hóp, en sat sjálfur rólegur á hestinum og reykti pípu! Allt þetta heimaland er beitt á haustin en ekki lengur á veturna. Fé var hátt í 1000 þegar flest var en hefur fækkað, Gunnar er þó með 500 vetrarfóðraðar ær. Gunnar vill sjá sem mest af sínu landi verða að birkiskógi af þessu tagi. Skógurinn geti staðist beitarálag án þess að sjái á honum, skýlt fénu og skilað þannig góðum arði. Þetta sé eins og landið hefur verið áður en menn spilltu því. Gunnar er einnig skógarbóndi. Hefur sett niður um 10.000 plöntur árlega, aðallega lerki og furu, í kílómeters fjarlægð frá bænum, og vill með því m.a. skapa skjól við bæinn. Skógræktarlandið er girt og friðað fyrir beit fyrstu árin og skilgreint beitarskógur. Honum er kunnugt um tilraun sem Guðríður Baldvinsdóttir gerði sem prófverkefni frá Landbúnaðarháskólanum, á jörðinni Garði í Kelduhverfi árin 2015 og 2016, þar sem lerkiskógur var beittur og sýndi sig að létt beit hafði engin áhrif á vöxt og viðgang lerkisins (sjá frétt í 14. tbl. Bændablaðsins 2018, bls.12). Gunnar vissi til að kindur sem komast í nýgróðursett lerki eiga það til að kippa plönturnar upp með rót án þess að éta þær. Gróðurfar í Norðurþingi – og lúpínan Það kom mér á óvart hvað láglendið í Öxarfirði og Kelduhverfi er vel gróið. Fjölbreyttur kjarr- og lynggróður og stór svæði laus við lúpínu (mynd 8). Pétur Þorsteinsson álítur að gróskan aukist stig af stigi frá Melrakkasléttu til suðvesturs með hverjum fjallgarðinum af öðrum. Gróskan sé einkum að þakka skjóli fyrir norðaustanátt sem hafi verið þrálát hér þar til sjórinn fór að hlýna, nú sé norðvestanáttin verst. Núpasveit er út með Öxarfirði að austan og þar er eyðilegra um að litast og af veginum gefur víða að líta kraftmikla og einsleita lúpínu, sjá mynd 9. Lúpína virðir engin landamæri og Gunnar á Daðastöðum er heppinn að nágrannar hans amast ekki við henni og engin friðlönd eru nálægt Daðastöðum. Það er öllu verra með lúpínu sem vex í jaðri Vatnajökulsþjóðgarðs, nálægt Jökulsá að austanverðu, austan vegar þó, bæði á Hólssandi í nágrenni Dettifoss og líka sunnan hans og austan upp að Grímstöðum á Fjöllum (nærri 400 mys). Mikil hætta er á að fræ þessarar lúpínu komist í Jökulsá, berist niður með henni og skjóti rótum á eyrum og Gróður í Norðurþingi – um sauðfjárbeit, landgræðslu, skógrækt og lúpínu Mynd 2. Umræddur melur þar sem sáð var lúpínu 1992 og hún óx þar vel framan af. Daðastaðir og Valþjófsstaðafjall í baksýn. Mynd 1. Melur skammt frá bænum sem græddur var upp með miklum skít fyrir 1990. Mynd 3. Tekin á áðurnefndum mel, þar sem hvað minnst bar á lúpínu. Aðrar plöntur ríkjandi (ekki síst mýrasóley), en smávaxin lúpína innan um og lúpínusina. Mynd 4. Við stungum upp fáeinar litlar lúpínur og kíktum á rætur. Þær voru frekar grannar, fremur lítið um bakteríuhnýði og þau fremur smá, ólíkt því sem ég hef séð á Reykjanesskaga. Mynd 5. Á myndinni sjást m.a. leifar af girðingu sem áður friðaði landið öðru megin fyrir beit fyrstu árin eftir að lúpínu var sáð þar. Þá stöðvaðist lúpínan við girðinguna því féð hélt aftur af henni þeim megin sem beitt var. Seinna þegar Gunnar tók vírinn af girðingunni og hleypti fénu einnig á friðaða hlutann náði lúpínan fótfestu þar líka. Mynd 6. Lyngmói á milli birkiskógar og lúpínugróins mels.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.