Bændablaðið - 04.10.2018, Side 39

Bændablaðið - 04.10.2018, Side 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 2018 39 klettaveggjum í Gljúfrunum og víðar um þjóðgarðinn. Þetta verður að fyrirbyggja með árlegri vöktun og að fjarlægja alla lúpínu sem stingur sér niður nærri ánni. Norðan vegarins við Ásbyrgi vex upp vistlegur útivistarskógur með lerki og birki og rúmgóðum rjóðrum sem sum full af lúpínu en önnur ekki. Þar fundum við gnótt lerkisveppa sem eru með bestu ætisveppum hérlendis (mynd 10). Þarna mætti í framtíðinni samþætta búfjárbeit, útivist og sveppatínslu! Jóhann Guðjónsson líffræðingur vissi að þarna hafði verið plantað lúpínu um 1972, á undan trjánum. Ef þetta væri á Suðvesturlandi væri lúpínan búin að leggja allt svæðið undir sig – en svo er ekki. Hún fyllir sum rjóðrin í skóginum, sums staðar þétt, dökkkgræn og eins metrahá, annars staðar afturföruleg líkt og á melunum á Daðastöðum. Sem betur fer eru þarna gróin stór rjóður laus við lúpínu – og þar var meira af lerkisveppi en ég hef nokkru sinni séð! Í lúpínubreiðunum var enga æta sveppi að sjá. Melrakkasléttan er vel gróin mosa, fléttum, lyngi, grasi og blómum. Sem betur fer ber þar lítið á lúpínu, en bæirnir Kópasker og Raufarhöfn eru umluktir lúpínu. T.d. er hið mikla heimskautagerði á Melrakkaás í norðurjaðri Raufarhafnar að rammast inn í lúpínu (mynd 11). Í þessu risa- listaverki er höfðað til víðsýnis norðurhjarans, heimskautsins og þjóðlegs bókmenntaarfs – og hefði mátt halda að þar væri blómum og fléttum skrýdd mosaþemban eðlileg umgjörð. Lærdómar og spurningar um lúpínu Landnám alaskalúpínu á Íslandi er langstærsta gróðurfarsbreytingin sem nú á sér stað, og skiptir miklu máli að skilja hvað þar er að gerast og hvert það leiðir. Það lítur út fyrir að lúpína sem sáð var 1992–1995 á Daðastöðum sé að gisna og rýrna, einkum efst á melum. Þar eru flestar plönturnar grannar og fölar og fáar saman í knippi. Þær sem ég skoðaði eru vaxnar upp af rót, virðist lítið koma þar upp af fræi (sem ætti að vera nóg af í jörðinni). Rótin er fremur grönn og frekar lítið um bakteríuhnýði. Hvað veldur þessu? Hví lítur lúpínan út eins og hana skorti vatn (í vætutíð) eða áburð (sem hún getur framleitt sjálf með hjálp baktería)? Eru rhizobium-bakteríurnar komnar í verkfall? Ef svo, þá hvers vegna? Hvers vegna gerist þetta miklu síður á Suður- og Vesturlandi? Getur þetta verið eitthvað líkt og gerist með hvítsmára, sem myndar hringi og elsti (innsti) hlutinn deyr? Hleðst upp eitur fyrir plöntuna eða bakteríurnar? Veit einhver hversu langur tími þarf að líða þar til smári getur aftur numið land þar sem hann er útdauður? Myndi eitthvað hindra að lúpína færi aftur að vaxa af fullum þrótti í jörð sem hún hefur að mestu yfirgefið, líkt og hvítsmárinn gerir? Sumir segja að lúpínan víki þegar hún hefur framleitt svo mikið nitur að hún þoli ekki við sjálf. Ef það væri að gerast hér, hvers vegna virðast hinar tegundirnar ekki vel haldnar með nitur? Og hún sjálf útlítandi eins og hana skorti nitur? Nú er það þekkt í öðrum landshlutum að lúpína þrífst vel í raka og illa á þurrum melum og nemur auðveldlega land í þéttum móagróðri ef þar er góður raki. Er rakinn aðal breytan í lífsskilyrðum lúpínu hér á landi? Meira en hitastig? Kann það að hafa áhrif að ársmeðalhiti er lægri á NA-landi en á SV-landi? Þó er ljóst að birki og lerki þrífst vel víða í Öxarfirði. Rannsókna er þörf. Þorvaldur Örn Árnason, líffræðingur og kennari á eftirlaunum, búsettur í Vogum. Vann við rannsóknir á gróðri og uppgræðslu á 8. áratugnun. Mynd 7. Gamalbeittur, þéttur birkiskógur. Mynd 9. Lúpína með veginum í Núpasveit. Stikurnar horfnar! Mynd 10. Lerkiskógur með mikið af lerkisveppum. Mynd 11. Heimskautavirkið mikla á Melrakkaási við Raufarhöfn. Mynd 12. Landið er víða blásið við Dettifoss – en alls staðar er fallegur gróður ef vel er að gáð. Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Höfuðlausnir Voss-Helme hjálmar og hjálmhúfur Þýsk gæðavara framleidd í samræmi við EN 397 og EN 812. Til í öllum regnbogans litum. Allir koma þeir með 6-punkta höfuðneti, með svitabandi og stillihnapp til að tryggja örugga setu á höfði. Hægt að fá með eða án hökubands. Vertu klár í kollinum

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.