Bændablaðið - 04.10.2018, Qupperneq 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 201842
Sovétríkin voru
gríðarlega stórt
land sem náði yfir
ellefu tímabelti.
Landið var víða
frjósamt og gott
til landbúnaðar.
Líkt og víða ann-
ars staðar hófst
framleiðsla á
d r á t t a r v é l u m
í Sovétríkjunum á fyrstu
áratugum tuttugustu aldar innar.
Sögu rússnesku Kirovets
dráttarvélanna má með góðum
vilja rekja allt aftur til ársins
1789 til lítillar járnsmiðju í
Sankti Pétursborg. Í dag
er framleiðsla Kirovets
hluti af Kirovsky Zavod
Group, sem framleiðir
meðal annars tæki til
landbúnaðar, smíðar
skip og vélbúnað fyrir
kjarnorkuver.
Árið 1868 keypti
rússneski athafna-
maðurinn Nikolia
Putilov járnsmiðjuna og
allt sem henni tilheyrði.
Með í kaupunum fylgdi talsvert
land og eru dráttarvélarnar enn í
dag framleiddar á sama skika og
járnsmiðjan stóð 1801.
Eftir eigendaskiptin jókst
framleiðslan hratt og á nokkrum
árum varð fyrirtækið stærsta
járnsmiðjan í Rússlandi keisarans
og smíðaði járnbrautarteina,
gufuvélar, lestarvagna, skip og
stríðstól.
Dráttarvélaframleiðsla
Fyrirtækið var þjóðnýtt í kjölfar
rússnesku byltingarinnar 1917 og
árið 1924 hóf það fjöldaframleiðslu
á dráttarvélum í samvinnu við
Fordson undir heitinu Fordson-
Putilovets. Næstu tuttugu árin
framleiddi fyrirtækið yfir 200.000
Fordson-Putiloets dráttarvélar
sem voru seldar úti um allan hinn
kommúníska heim.
Átta árum síðar, 1932, setti
fyrirtækið á markað sína fyrstu
stóru dráttarvél í samvinnu við
Farmall og kallaðist módelið
Universal og var týpan í
framleiðslu til 1940.
Við upphaf heimsstyrjaldar-
innar seinni var hluti verk-
smiðjunnar ásamt 15.000
starfsmönnum og fjölskyldum
þeirra fluttir til Úralfjalla þar
sem framleiddir voru skriðdrekar
og önnur drápstól fyrir sovéska
herinn.
Samtímis framleiðslu á
Universalnum unnu hönnuðir og
tæknimenn Kirovets að hönnun
eigin dráttarvélar. Sú fyrsta
þeirrar gerðar kom á markað
1945 og kallaðist KD-35 og var
sérhönnuð dráttarvél til að leggja
járnbrautarteina. KD-35
var í framleiðslu til 1960.
Frumgerð fyrstu stóru
dráttarvélarinnar, undir
heiti Kirovets kallaðist
K-700, var tilbúin
1962 en var ekki sett í
framleiðslu fyrr en 1964.
K-700 týpurnar þóttu
traustar, aflmiklar og
endingargóðar dráttarvélar
og í kjölfar frumtýpunnar
fylgdu K-700A, K-701 og K-701M
sem var 350 hestöfl. Sumar af
þessum vélum eru í uppfærðri
mynd og í framleiðslu enn í dag.
Aftur í einkaeigu
Eftir lok Sovétríkjanna endaði
fyrirtækið aftur í einkaeigu eftir
74 ára ríkisrekstur. Í dag kallast
fyrirtækið Peterburgsky
Traktorny Zavod og er
hluti af Kirovsky Zavod
Group.
Árið 2002 hófst
framleiðsla að K-744 og
nokkrum árum seinna
K744R sem eru bæði
dráttarvélar í stærri
kantinum og flaggskip
framleiðslunnar í dag. /VH
Kirovets – rússneskur risi
Í Brumunddal í austurhluta
Noregs er nú hæsta timburhús
í heimi í byggingu sem verður
15 þúsund fermetrar að stærð
og 18 hæða stór. Heildarhæð
byggingarinnar, sem kallast
Mjøstårnet, verður yfir 80 metrar
og mun meðal annars hýsa íbúðir,
hótel, skrifstofur, veitingastað,
sundlaug og fleira.
Verkefnið er hugarsmíð
fjárfestisins Arthur Buchardt hjá
AB Invest AS en verktakinn HENT
AS sér um byggingu hússins. Hæsta
punkti bygging-
arinnar var náð
þann 5. september
síðastliðinn og
mældist hún þá 85,4
metrar að hæð.
„Allt trévirki í
byggingunni er úr
nærumhverfinu, öll
framhliðin og önnur
smíði er framleitt
í verksmiðju
Moelven sem
staðsett er rétt við
bygg inguna. Allir
hlutar eru hífðir
hér á staðnum
og ekki eru
notaðir stillansar
við vinnuna.
Umhverfis sjónar-
miðin eru án efa
mjög mikilvæg
við þessa bygg-
ingu þar sem
tré framleiða jú
koldí oxíð á sama
tíma og hægt er
að endurvinna
og – nota þau. Sem hluti af „grænu
umbreytingunum“ er notkun á tré
við byggingu háhýsa framfara skref.
Við vinnum einnig að fleiri slíkum
verkefnum í dag þótt þau séu ekki
nálægt þessari hæð sem Mjøstårnet
hefur,“ segir Endre Person, sviðsstjóri
öryggis- og kynningarmála hjá
verktakafyrirtækinu HENT AS. /ehg
Hæsta timburhús í heimi í byggingu
UTAN ÚR HEIMI
Mjøstårnet í Brumunddal í Austur-Noregi verður hæsta bygging úr timbri þegar hún verður tilbúin. Myndir / Moelven / HENT
um fjögur þúsund fermetra.