Bændablaðið - 04.10.2018, Síða 47
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 2018 47
Í vor lauk í Hvanneyrarfjósi BS
verkefni Hauks Marteinssonar
sem hafði það megin markmið að
skoða hvort hægt væri að skipta
fyrr út mjólk eða mjólkurlíki
fyrir þurrfóður (kálfaköggla) án
þess að það komi niður á vexti
og þroska smákálfa. Hér verður
stiklað á helstu niðurstöðum
og þær settar í samhengi við
innlendar rannsóknir um sama
efni, en BS ritgerð Hauks má
nálgast á www.skemman.is.
Verkefnið var unnið í samstarfi
við Hvanneyrarbúið og styrkt af
Þróunarsjóði nautgriparæktarinnar,
Líflandi og Félagi þingeyskra
kúabænda.
Skipulag tilraunar
Tilraunatíminn varði í u.þ.b. 120
daga eða frá fæðingu til 4 mánaða
aldurs kálfanna. Alls voru 32 kálfar
í tilrauninni, 17 naut og 15 kvígur.
Allan eldistímann höfðu kálfarnir
frjálsan aðgang að vatni, heyi og
kálfakögglum og á mjólkurskeiðinu
höfðu þeir jafnframt frjálsan
aðgang að maurasýrublandaðri
ferskmjólk eða maurasýrublandaðri
mjólkurduftsblöndu. Svona eldi
mætti kalla hlaðfóðrun, hlaðeldi
eða bráðaeldi. Mjólkurskeið
duftskálfanna voru mislöng eða
sem næst 1,0, 1,5 eða 2,0 mánuðir
að lengd. Þá voru prófaðir tveir
duftsstyrkir, 155g/L og 200
g/L. Viðmiðunarhópar voru
kálfar á sýrðri ferskmjólk í um
tvo mánuði (2,0). Að loknu
mjólkurskeiði höfðu kálfarnir
eingöngu ótakmarkaðan aðgang að
kálfakögglum, rúlluheyi og vatni
sem eftir var af tilraunatímanum
(2-3 mánuðir). Ekki tókst að mæla
heyátið nákvæmlega vegna þess
hvað kálfarnir slæddu miklu heyi
og einnig átu þeir undirburðinn í
stíunum sem var þurrhey.
Vöxtur
Meðfylgjandi mynd sýnir þyngd
tilraunakálfanna sem fall af
aldri þeirra frá fæðingu til loka
tilraunatímabilsins. Ekki var
marktækur munur á fæðingarþunga
kvígu- og nautkálfa sem var á bilinu
25-42 kg en að jafnaði tæp 33 kg.
Myndin sýnir jafnframt mikinn
breytileika á vexti einstakra kálfa
sem kemur ekki á óvart. Þungi
kálfanna við 120 daga aldur var
á bilinu 110 -150 kg en að jafnaði
135. Vaxtarhraði hópanna við
90-120 daga aldur var að jafnaði
kominn í 1,16 kg/dag.
Ekki var marktækur munur
á meðal vaxtarhraða kvígu- og
nautkálfa á tilraunatímanum.
Sömuleiðis var ekki munur
á vaxtarhraða kálfahópa sem
fengu mismunandi sterkar
mjólkurduftsblöndur (155g/L eða
200g/L). Þess vegna var þessum
hópum slegið saman í frekara
uppgjöri.
Styrkur mjólkurdufts má vera
breytilegur!
Styrkur sýrðrar mjólkur-
duftsblöndu við frjálsa
mjólkurfóðrun má vera breytilegur
án þess að það komi niður á vexti
og þrifum kálfa, eða a.m.k. á bilinu
80-160 g duft/L. Kálfar á veikri
mjólkurblöndu drekka meira og
éta meira af kálfakögglum en
kálfar á sterkri mjólkurblöndu.
Mjólkurduftsinntaka stendur að
miklu leyti í stað meðan drykkja
kálfa í lítrum talið breytist
verulega.
Stytta má mjólkurskeið kálfa
með frjálsri mjólkurgjöf og
hlaðfóðrun!
Þegar skoðaður er daglegur
vaxtarhraði hópanna á miðtíma
tilraunarinnar við 60 daga aldur,
kemur í ljós að kálfar sem voru á
dufti í 1,5 til 2,0 mánuði voru að
vaxa marktækt hraðar en kálfar á
ferskmjólk í 2,0 mánuði eða á dufti
í 1,0 mánuð eins og fram kemur á
meðfylgjandi mynd. Samkvæmt
þessari tilraun má því stytta
mjólkurskeið kálfa niður í einn og
hálfan mánuð án þess að það komi
niður á vexti þeirra og þrifum.
Frjáls mjólkurfóðrun flýtir
þroska og vexti smákálfa miðað
við hefðbundna takmarkaða
mjólkurgjöf!
Alls hafa verið gerðar 11 rannsóknir
hér á landi að þessari meðtalinni,
sem mælt hafa vöxt kálfa á
mjólkurskeiði. Í þeim voru kálfar
fóðraðir á takmarkaðri mjólkurgjöf
og/eða frjálsri mjólkurgjöf. Þegar
niðurstöður þessara tilrauna eru
teknar saman kemur skýrt í ljós að
kálfar sem höfðu frjálsan aðgang að
mjólk eða mjólkurlíki uxu hraðar og
náðu meiri vaxtarhraða og þroska
fyrstu mánuði ævinnar en kálfar sem
voru á takmarkaðri mjólkurgjöf eins
og meðfylgjandi mynd sýnir.
Allt fram til þessa dags hefur
takmörkuð mjólkurfóðrun kálfa
verið alls ráðandi á Íslandi líkt
og reyndar í mörgum öðrum
löndum. Hins vegar eru bændur í
auknum mæli farnir að skipta yfir í
hlaðfóðrun og er það vel.
Þóroddur Sveinsson og
Haukur Marteinsson
Haukur Marteinsson við BS verkefni sitt.
LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS
Áhrif hlaðfóðrunar og lengd mjólkurskeiðs á vöxt og þroska smákálfa
Meðfylgjandi mynd sýnir heildar þurrefnisát kálfa af kögglum og mjólk fyrstu
120 daga ævinnar. Kálfarnir átu einnig hey en ekki tókst að mæla það nógu
vel og er því undanskilið hér. Eðlilega éta kálfar á stysta mjólkurskeiðinu
meira af kálfakögglum en kálfar sem eru lengur á mjólk. Kálfar sem voru
lengst á mjólk innbyrtu 89-93% meiri mjólk en kálfar sem voru styst á mjólk
sem átu í staðinn 20-32% meira af kálfakögglum eftir því hvort þeir voru á
ferskmjólk eða mjólkurdufti. Hlutur mjólkurdufts af heildaráti kálfa á stysta
mjólkurskeiðinu var 11% en 23-25% á lengsta mjólkurskeiðin.
Þessi tilraun líkt og fyrri tilraunir, sýnir að ef kálfar hafa frjálsan aðgang
hverju án þess að verða illt af. Á meðan kálfar hafa aðgang að mjólk éta
þeir lítið af kjarnfóðri og heyi. Um leið og þeir eru teknir af mjólk margfalda
þeir kjarnfóðurátið á stuttum tíma.
Samanburður á meðalvaxtarhraða kálfa sem voru annars vegar á takmarkaðri
mjólkurgjöf (bláir boltar) og hins vegar á frjálsri mjólkurgjöf (rauðir boltar) í
alls 11 innlendum tilraunum frá 1972-2018. Rauða línan er meðalvaxtarhraði
kálfahópsins í tilraun Hauks Marteinssonar.