Bændablaðið - 04.10.2018, Page 54

Bændablaðið - 04.10.2018, Page 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 201854 Eftir að ég skrifaði um tvö hagnýt ökutæki, torfæruhjól og „buggybíl“, hafa nokkrir innflytjendur ökutækja sem hjá flestum eru álitin leiktæki, haft samband við mig og boðið mér að prófa mótorhjól, fjórhjól ásamt fleiru. Aldrei hefur mér leiðst að leika mér og þegar Karl Gunnlaugsson hjá KTM Íslandi bauð mér 1090cc. ferðahjól frá austurríska framleiðandanum KTM var ég ekki seinn að þiggja boðið. KTM hefur í mörg ár verið vinsælasta torfærumótorhjólið á Íslandi Laugardaginn 15. september fékk ég hjólið og fór í mótorhjólaferð við sjötta mann á vegum Ferða- og Útivistarfélagsins Slóðavina sem nefndist „stóruhjólaferð“. Við ókum alls rúma 270 km á einum degi og var reynt að keyra sem mest af malarvegum í bland við bundið slitlag. Í fyrstu fannst mér hjólið ekkert sérstakt, en eftir spjall við fararstjórann Einar, sem var á eins hjóli, var ég greinilega að snúa mótornum of lítið og því ekki að ná út úr hjólinu þeim eiginleikum og kostum sem einkennir þetta hjól. Við það að vera einum gír neðar en ég hafði verið kom krafturinn, þegar gefið var í kom þetta flotta „greddu-hljóð“ úr mótornum og minnti þetta mig einna helst á sjálfan mig þegar ég var undir 10 ára aldri og hugðist fara með veturgamlan hrútinn í fyrsta skipti í tilhleypingar. Eins og bóndinn á næsta bæ setti ég spotta í hrútinn og opnaði grindina, það skipti engum togum, hrúturinn var margfalt kraftmeiri en ég réði við. Hékk í spottanum og réði ekki við allan þennan kraft í sprækum hrútnum. Svipað gerðist þegar ég gaf þessu KTM 1090 hjóli, hjólið er einfaldlega kraftmeira og sprækara en ég, gamli kallinn, sem var að reyna að stjórna því og átti fullt með að halda mér á hjólinu, enda skilar þessi mótor 125 hestöflum. Aksturstölvan býður upp á margar stillingar Á undanförnum árum eru alltaf fleiri mótorhjólafram leið- endur komnir með hita í handföngin, en flest eru með tvö hitastig, en á þessu hjóli eru stillingarnar þrjár (ég nota þetta sjaldan nema í rigningu, en segi fyrir mitt leyti, ómissandi búnaður fyrir Ísland). Hjólið er með ABS bremsum sem mörg önnur hjól eru með, en þetta er fyrsta hjólið sem ég hef keyrt sem hægt er að taka af ABS kerfið á afturbremsunni. Kerfi sem ég mundi ætla að hentaði nánast öllum mótorhjólaökumönnum á malarvegum og að mínu mati frábært kerfi fyrir jafnt vana sem óvana mótorhjólamenn. Ég var í lok ferðarinnar mjög sáttur við hjólið fyrir utan að mér fannst hjólið fullhátt fyrir mig (náði bara niður með tánum hvort sínum megin) og hnakkurinn fullharður. Margt til viðbótar væri hægt að nefna um hjólið, en vegna plássleysis læt ég hér staðar numið og bendi á söluaðila. Verðið á hjólinu, sem er nú á sérstöku hausttilboði, er 2.549.000, en allar nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni www.ktm.is, eða hringja í verslunina MOTO KTM. Í síðustu viku bauð BL nokkrum „bílablaðamönnum“ í prufu- akstur á „prototype“ bílum af svo nýjum Jaguar að hann er ekki enn kominn í framleiðslu. Bíllinn kemur til með að fara í framleiðslu í febrúar á næsta ári og fyrstu bílarnir verða afhentir í mars. Nú eru staddir á landinu fjögur eintök af frumgerð af þessum bílum sem verða til sýnis í Jaguar sýningarsalnum á Hesthálsi til 3. nóvember. Á að komast 470 km á einni rafmagnshleðslu Bíllinn verður útbúinn með tvær rafmagnsvélar (ein fyrir framhjóladrifið og önnur afturhjóladrif), en þessar vélar skila um 400 hestöflum samanlagt og sem dæmi þá er bíllinn ekki nema 4,5 sek. að fara úr kyrrstöðu upp í hundrað km hraða. Rafhlaðan er alveg ný hönnun og tekur það mikla hleðslu að bíllinn ætti að komast allt að 470 km á hleðslunni við bestu aðstæður. Á hraðhleðslustöð er sagt vera hægt að hlaða rafhlöðuna um 80% á nálægt 40 mínútum. Prufuakstrinum hefði verið hægt að lýsa í einu orði - VÁ Þar sem að bílarnir voru ekki nema fjórir og blaðamennirnir átta var skipt niður á bílana, þ.e. tveir blaðamenn og einn leiðbeinandi. Leiðin sem var ekin var yfir Mosfellsheiði á Þingvöll og austan við vatnið og á Nesjavelli. Ég valdi að taka seinni hlutann þar sem að þar var malarvegur. Að sitja fyrrihlutann í aftursætinu og finna margsinnis herðablöðin borast inn í sætisbakið þegar hinn blaðamaðurinn var að prófa upptakið og snerpuna magnaði upp spennuna fyrir því að ég fengi að setjast undir stýri. Þegar ég settist undir stýrið við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum gantaðist hinn blaðamaðurinn með það að hér væri bara 50 km hraðamörk og hann væri búinn með besta kaflann. Þrátt fyrir hæga ferð, þröngan, hlykkjóttan og ónýtan veginn í þjóðgarðinum var gott að aka bílnum. Loftpúðafjöðrunin og stór dekkin tóku holurnar vel og þegar austur fyrir vatnið var komið eru töluverð hvörf í veginum sem sannaði enn betur ágæti loftpúðafjöðrunar. Við botngjöf úr kyrrstöðu tekur ekki nema sex sek. að komast á sviptingarhraða og um 10 sek. að koma sektarupphæðinni í mánaðarlaun og sennilega langa sviptingu ökuskírteinis. Forsala hafin á bílnum á góðu verði Á malarvegi er sáralítið malarhljóð upp undir bílnum og venjulegar pottholur á malarvegi finnast varla þegar yfir þær er ekið. Á malarvegi er bíllinn stöðugur og ótrúlega gott að keyra hann, þrátt fyrir að hann hafi verið á 22 tommu felgum, enda er þyngdarhlutfallið á hvorn öxul 50/50. Þessi bíll er fyrsti rafmagnsbíllinn sem ég hef ekið sem uppfyllir þær kröfur sem ég geri varðandi drægni á hleðslu. Grunnverð á Jaguar I-Pace er frá 9.000.000 upp í 12.000.000, en eins og áður segir verða þessir fjórir bílar á Íslandi til sýnis í sýningarsal Jaguar, en aðeins til 3. nóvember. Fyrir áhugasama er þessi bíll algjört augnayndi sem allir bílaáhugamenn og -konur ættu að skoða og kynna sér. Hugmyndin hjá mér er að taka þennan bíl í fullnaðar reynsluakstur síðar því að bíllinn er að mínu mati verulega spennandi kostur sem eigulegur rafmagnsbíll og þessi stutti prufuakstur var bara svo skemmtilegur að ég vil endurtaka hann við fyrsta tækifæri. É ÁV LAB SINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Myndir / HLJ – Myndir / HLJ

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.