Bændablaðið - 04.10.2018, Side 56
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. október 201856
LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR
Eftir að hafa lokið námi hófu
ábúendur á Torfastöðum fljót lega
að leita sér að jörð til búskapar. Þau
duttu niður á þessa jörð, sem er í
eigu fyrr verandi ábúenda hennar.
Engin ábúð hafði verið á henni í
nokkur ár þegar þau fluttu þangað
22. apríl 2017.
Síðan þá hafa þau jafnt og þétt
verið að byggja upp.
Býli: Torfastaðir.
Staðsett í sveit: Jökulsárhlíð á
Fljótsdalshéraði.
Ábúendur: Árni Jón Þórðarson og
Sigurlaug Jónína Ólöf Þorsteinsdóttir.
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við
eigum tvo syni; Þórð Þorstein, 4 ára
og Elvar, 2 mánaða. Svo er hundurinn
Rúna einnig á bænum.
Stærð jarðar? Hún er 1.867 ha, þar
af 45–50 ha ræktaðir.
Gerð bús? Sauðfjárbú.
Fjöldi búfjár og tegundir? 200
vetrarfóðraðar kindur.
Hvernig gengur hefðbundinn
vinnudagur fyrir sig á bænum?
Þeir eru misjafnir eins og þeir eru
margir dagarnir og í sjálfu sér enginn
hefðbundinn vinnudagur. Þórður
Þorsteinn fer í leikskólann í Brúarási
á morgnana, aðrir heimilismeðlimir
ganga í þau verkefni sem liggja fyrir á
býlinu, nú eða stunda vinnu utan þess.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu
bústörfin? Að taka á móti ungviðinu
á vorin er með því skemmtilegasta.
Að ganga frá og þrífa/moka út
eftir veturinn eru svona með þeim
leiðinlegustu.
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir
ykkur á jörðinni eftir fimm ár?
Með svipuðu sniði en þó vonandi
búin að fjölga fénu eitthvað og bæta
aðstöðuna.
Hvaða skoðun hafið þið á
félagsmálum bænda? Það er
ýmislegt sem mætti betur fara.
Bændur þurfa að standa betur saman
og vinna meira sem ein heild. En
svo er líka margt gott sem er verið
að gera.
Hvernig mun íslenskum land búnaði
vegna í framtíðinni? Vonandi sem
allra best. Sér í lagi ef íslenskir
neytendur taka sig á í því að versla
innlendar vörur höfum við trú á því
að hann muni geta dafnað mjög vel.
Hvar teljið þið að helstu tækifærin
séu í útflutningi íslenskra búvara?
Ætli þau séu ekki bara í Kína og
Japan? Annars liggja þau eflaust víða.
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Nýmjólk, rjómi, smjör, skyr og Trópí.
Hver er vinsælasti maturinn á
heimilinu? Það er fátt sem slær góðu
lambalæri út.
Eftirminnilegasta atvikið við bú -
störf in? Mörg eftirminnileg atvik hafa
gerst þetta fyrsta búskaparár okkar, en
sennilega eftirminnilegast þegar bóndinn
á næsta bæ þurfti að koma og draga upp
bæði Zetorinn og Hil uxinn sama daginn.
Bláberja-bollakökur með kínóakorni og döðlum
Íslensk bláber eru holl ofurfæða
og henta vel í þessar orkumiklu
bollakökur, sem eru glútenfríar
með því að nota kínóa í stað hveitis.
Gott er að fylla frystinn af þeim til
að eiga til haustsins.
Gott er að nota náttúrulegt sætuefni
eins og döðlur eða hunang en kínóa
er eitt vinsælasta heilsufæðishráefnið
í dag. Fljótlegt er að gera bollakökur
og auðvelt.
Kínóa er glútenfrítt, með mikið
magn af próteini, ein af fáum
plöntum sem innihalda allar þær
níu nauðsynlegar amínósýrur sem
líkaminn þarfnast. Það er einnig
trefjaríkt og inniheldur magnesíum,
B-vítamín, járn, kalíum, kalsíum,
fosfór, E-vítamín og ýmis
heilsusamleg andoxunarefni.
Kínóa í uppskriftum getur bætt
blóðsykurinn og kólesterólmagn í
blóði.
Talið er að kínóa (quinoa) hafi
fyrst verið notað til manneldis fyrir
þrjú til fjögur þúsund árum síðan,
á Andessvæðinu í Bólivíu, Perú og
Kólumbíu. Þetta korn hefur verið
undirstaðan í mataræði Inka sem
kalla það „Móðurkornið“.Það er líka
glútenlaust, ljúffengt og auðvelt að
elda og að bæta í rétti.
Í þessari uppskrift eru kínóa-
kornin elduð eins og grautur eða
hafragrautslummur og sett í muffins-
form, bökuð og svo hituð eða borðuð
köld eftir hendinni eða þegar gestir
kíkja í heimsókn.
Bláberja-bollakökur með
kínóakorni og döðlum
› 1/3 bolli ( 80 g ) kínóa ósoðið
› 2/3 bolli (225 g) kókosmjólk
› 2 msk. kókosolía
› 3 msk. hunang
› 2 stór egg
› 1/2 tsk. vanilluþykkni
› Ögn af salti
› 1/2 bolli (170 g) vanillu grænmetis-
eða sojapróteinduft
› 1/4 bolli döðlur (100 g ), saxaðar eða
teningar
› 1/2 bolli eða um 170 g fersk bláber
helst aðalbláber
Aðferð
Forhitaðu ofninn í 200 gráður og settu
muffinsmót í ofninn.
Blandið saman hráu kínóa og
kókosmjólk í miðlungsstórum
potti og látið sjóða við háan hita.
Þegar suðan er komin upp, lækkið
hitann og látið malla rólega. Eldið
þar til mjólkin er að mestu horfin
og grautaráferð er náð, í um 20–25
mínútur. Látið kólna.
Bræðið kókosolíu og hunang saman í
plast- eða keramikskál í örbylgjuofni
þar til það er orðið slétt og fljótandi.
Setjið eggin saman við og hrærið vel.
Þá er vanilluþykkni bætt saman við
og klípu af salti. Blandið vel saman.
Bætið kældu soðnu kínóa saman við
og kókosmjólkurblöndunni og hrærið
vel í þessu.
Setjið döðlurnar í skál og blandið
próteinduftinu saman við.
Blandið döðlum, próteinduftinu,
og bláberjum vel saman við kínóa-
blönduna.
Skiptið blöndunni upp í sjö hluta og
setjið í muffinsformin, næstum full.
Bakið þar til toppurinn er gullinn og
tannstöngull kemur hreinn upp þegar
honum er stungið í miðjuna, eða í
um 17–20 mínútur. Látið kólna alveg
í forminu.
Skrautleg berjakaka með
smjörkremi
Að blanda saman Nutella og
jarðarberjum hefur lengi verið
uppáhaldssamsetningin mín.
Súkkulaði-heslihnetubragðið með
ferskum berjum er bara of gott. Það
má nota öll ber í þessa köku.
Hvít svampkaka
› 2 bollar (500g) sykur
› 4 egg
› 2 1/2 bolli (625 g) hveiti
› 1 bolli (250 g) mjólk
› 3/4 bolli (175 ml) jurtaolía
› 2 1/4 teskeiðar (11 g) lyftiduft
› 1 tsk. (5 ml) vanilludropar eða duft
› Nutella eftir smekk
Hitið ofninn í 180 gráður, tvö
kringlótt kökuform (23 cm) eða
eitt (23 x 33 cm) eru smurð og
bökunarpappír settur í botninn.
Smjörpappírinn er smurður aftur og
hliðarnar á formunum líka vel.
Í hrærivél er sykri og eggjum þeytt
saman þangað til grunnurinn hefur
örlítið þykknað, um eina mínútu.
Bætið hveiti, mjólk, olíu, lyftidufti
og vanillu saman við og hrærið í eina
mínútu, eða bara þar til deigið er slétt
og loftmikið. Ekki ofþeyta. Hellið
deiginu í formin.
Bakið í forhituðum ofni í 30 til 40
mínútur, eða þar til topparnir eru
gullnir og tannstönglar sem stungið
er í miðju á deiginu koma út hreinir
og deiglausir (eitt fullt form tekur
lengri tíma að baka en tvær hringir
eða minni form). Losaðu meðfram
kökuhliðinni með litlum hníf og
hvolfið kökunni úr formunum
á borðið eða grind og fjarlægið
smjörpappírinn. Látið kólna alveg
áður en kakan er smurð með Nutella
og kremi (sykurmassa).
Fyrir jarðarberja-smjörkremið:
› ½ bolli jarðarberjamauk (marin ber)
› ¾ bolli ósaltað smjör, stofuhita
› ½ bolli kókosfita (eða viðbótarsmjör)
› 5 bollar flórsykur
› Ögn af salti
› Jarðarber, til skrauts og fyllingar
› smjörkremið
Setjið jarðarberjamauk (eða sultu) í
lítinn pott og hitið á miðl ungs hita í
um það bil 15-20 mín útur, eða þar til
maukið hefur minnkað um helming.
Setjið í kæli og látið kólna alveg.
Blandið saman smjöri og kókosfeiti
í stórri hrærivélskál og hrærið þar til
blandan er slétt.
Bætið helmingi af flórsykrinum
saman við, þar til blandan er slétt.
Bætið matskeið af kældu
jarðarberjamauki (sultu) saman við
og blandið þar til grunnurinn er vel
sléttur.
Bætið restinni af flórsykrinum saman
við og hrærið þar til kremið er slétt
og fínt.
Bætið við 2-3 matskeiðum af sultu
eftir smekk, eftir þörfum, til að ná
réttu samræmi og bragði.
Bætið við klípu af salti eða eftir
smekk.
Þegar kökubotnanir eru kólnaðir,
smyrjið Nutella og smjörkremi yfir.
Svo má rúlla út tilbúnu sykurdeigi
sem fæst í ýmsum búðum og gera
munstur, til dæmis í kúalitunum eða
á þann veg sem þinn innri listamaður
segir þér. En kakan er líka góð án
sykurdeigs.
MATARKRÓKURINN
Bjarni Gunnar Kristinsson
matreiðslumeistari
Torfastaðir